Navalní útskrifaður af sjúkrahúsi Atli Ísleifsson skrifar 23. september 2020 07:36 Alexei Navalní með eiginkonu sinni Júlíu, á svölum sjúkrastofu hans á Charité-sjúkrahússins í Berlín. Instagram Búið er að útskrifa rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní af sjúkrahúsi í Berlín. AP greinir frá þessu, en hann hefur dvalið á Charité-sjúkrahúsinu í þýsku höfuðborginni frá 22. águst. Sagt er frá því á Twittersíðu sjúkrahússins að Navalní hafi verið útskrifaður í gær. Batinn hafi verið slíkur að tilefni var til að útskrifa hann. Navalní hafði verið á sjúkrahúsinu í alls 32 daga, og þar af voru 24 á gjörgæslu. Læknar telja víst að Navalní geti náð fullum bata, þó að enn sé ekki hægt að segja til um langtímaáhrif svo „mikillar eitrunar“. Veiktist hastarlega Navalní var flogið til Berlínar eftir að hann veiktist hastarlega í flugi frá Síberíu til Moskvu þann 20. ágúst. Aðstandendur hans héldu því strax fram að honum hefði verið byrlað eitur og leiddu rannsóknir þýskra, franskra og sænskra yfirvalda í ljós að um taugaeitrið novichok hafi verið að ræða. 1/2 Alexei #Navalny was yesterday discharged from inpatient care. The patient s condition had improved sufficiently for him to be discharged from acute inpatient care. Navalny had been receiving treatment at Charité for a total of 32 days, of which 24 days were spent in ...— Charité - Universitätsmedizin Berlin (@ChariteBerlin) September 23, 2020 2/2 ... intensive care. Based on the patient s progress & current condition, the treating physicians believe that complete recovery is possible. However, it remains too early to gauge the potential long-term effects of his severe poisoning. Press release: https://t.co/m0d97P3IOi— Charité - Universitätsmedizin Berlin (@ChariteBerlin) September 23, 2020 Starfslið Navalní segir að eitrinu hafi verið komið fyrir í vatnsflösku Navalní sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu, skömmu áður en hann fór í flugið. Navalní hefur sagst ætla sér að snúa aftur til Rússlands eftir að hann nær fullum bata og halda þar pólitískri baráttu sinni áfram. Rússnesk stjórnvöld hafa verið sökuð um að bera ábyrgð á tilræðinu, en þau hafa hins vegar þvertekið fyrir að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní krefst þess að fá fötin sín til baka Taugaeitur fannst bæði í og á líkama Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, og krefst hann þess að rússnesk yfirvöld skili honum fötum sem hann var í þegar hann féll skyndilega í dá í síðasta mánuði. 21. september 2020 15:53 Hafi innbyrt eitrið úr vatnsflösku á hótelherbergi Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní er sagður hafa innbyrt taugaeitrið novichok úr vatnsflösku sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu í síberísku borginni Tomsk en ekki á flugvellinum í borginni líkt og áður var talið. 17. september 2020 08:33 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Búið er að útskrifa rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní af sjúkrahúsi í Berlín. AP greinir frá þessu, en hann hefur dvalið á Charité-sjúkrahúsinu í þýsku höfuðborginni frá 22. águst. Sagt er frá því á Twittersíðu sjúkrahússins að Navalní hafi verið útskrifaður í gær. Batinn hafi verið slíkur að tilefni var til að útskrifa hann. Navalní hafði verið á sjúkrahúsinu í alls 32 daga, og þar af voru 24 á gjörgæslu. Læknar telja víst að Navalní geti náð fullum bata, þó að enn sé ekki hægt að segja til um langtímaáhrif svo „mikillar eitrunar“. Veiktist hastarlega Navalní var flogið til Berlínar eftir að hann veiktist hastarlega í flugi frá Síberíu til Moskvu þann 20. ágúst. Aðstandendur hans héldu því strax fram að honum hefði verið byrlað eitur og leiddu rannsóknir þýskra, franskra og sænskra yfirvalda í ljós að um taugaeitrið novichok hafi verið að ræða. 1/2 Alexei #Navalny was yesterday discharged from inpatient care. The patient s condition had improved sufficiently for him to be discharged from acute inpatient care. Navalny had been receiving treatment at Charité for a total of 32 days, of which 24 days were spent in ...— Charité - Universitätsmedizin Berlin (@ChariteBerlin) September 23, 2020 2/2 ... intensive care. Based on the patient s progress & current condition, the treating physicians believe that complete recovery is possible. However, it remains too early to gauge the potential long-term effects of his severe poisoning. Press release: https://t.co/m0d97P3IOi— Charité - Universitätsmedizin Berlin (@ChariteBerlin) September 23, 2020 Starfslið Navalní segir að eitrinu hafi verið komið fyrir í vatnsflösku Navalní sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu, skömmu áður en hann fór í flugið. Navalní hefur sagst ætla sér að snúa aftur til Rússlands eftir að hann nær fullum bata og halda þar pólitískri baráttu sinni áfram. Rússnesk stjórnvöld hafa verið sökuð um að bera ábyrgð á tilræðinu, en þau hafa hins vegar þvertekið fyrir að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað.
Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní krefst þess að fá fötin sín til baka Taugaeitur fannst bæði í og á líkama Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, og krefst hann þess að rússnesk yfirvöld skili honum fötum sem hann var í þegar hann féll skyndilega í dá í síðasta mánuði. 21. september 2020 15:53 Hafi innbyrt eitrið úr vatnsflösku á hótelherbergi Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní er sagður hafa innbyrt taugaeitrið novichok úr vatnsflösku sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu í síberísku borginni Tomsk en ekki á flugvellinum í borginni líkt og áður var talið. 17. september 2020 08:33 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Navalní krefst þess að fá fötin sín til baka Taugaeitur fannst bæði í og á líkama Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, og krefst hann þess að rússnesk yfirvöld skili honum fötum sem hann var í þegar hann féll skyndilega í dá í síðasta mánuði. 21. september 2020 15:53
Hafi innbyrt eitrið úr vatnsflösku á hótelherbergi Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní er sagður hafa innbyrt taugaeitrið novichok úr vatnsflösku sem hann drakk úr á hótelherbergi sínu í síberísku borginni Tomsk en ekki á flugvellinum í borginni líkt og áður var talið. 17. september 2020 08:33