Stefnumót um velferð Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 22. september 2020 08:00 Hvernig við viljum sjá Velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar þróast á komandi árum og áratug er til umræðu í dag á fjölmennu málþingi þar sem saman koma yfir 300 manns, notendur, hagsmunaaðilar, fagfólk, stjórnmálafólk og starfsfólk. Þetta er liður í stefnumótun sem hófst með því að Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti að móta heildstæða velferðarstefnu fyrir Reykjavík til ársins 2030. Áskoranir í velferðarþjónustu á 21. öldinni eru margar og framundan eru miklar samfélagsbreytingar, breytingar í tækninni, í umhverfinu í kröfum til þjónustu og samfélaginu. Við þurfum því að sameinast um sýn á það hvert við viljum stefna og hvaða skref við viljum taka til að ná þangað. Gerum þetta saman Eitt af markmiðum stefnumótunarinnar er að flétta inn notendasamráð á öllum stigum og það kallar á grundvallarbreytingar í samskiptum, viðmóti og samráði við notendur og aðstandendur þeirra. Við ákváðum því að hefja stefnumótunina á því að kalla eftir sögum af velferðarþjónustu borgarinnar frá borgarbúum, skoðunum og ábendingum notenda, hagsmunaaðila og starfsmanna. Við höfum lagt ríka áherslu á að ræða við sem flesta, fá fram sjónarmið ólíkra aðila, hlusta, heyra hvað ólíkir hópar hafa að segja og nú þegar hafa yfir 700 einstaklinga og hagsmunaaðilar haft aðkomu sem er bæði gleðilegt og þakkarvert. Skýrt merki um það að velferðarþjónusta skiptir borgarbúa svo sannarlega miklu máli. Horfum til framtíðar Með allt þetta í farteskinu leggur stýrihópur um velferðarstefnu, sem ég fer fyrir, nú fram drög að stefnu sem við munum ræða og dýpka á málþinginu og það er von mín að samstað náist þó málaflokkarnir séu ólíkir og umræðuefnið víðfeðmt. Velferðarráð hefur á undanförnum árum samþykkt stefnu í flestum þeim málaflokkum sem heyra undir sviðið, ss. í málefnum aldraðra, fatlaðs fólks, barnavernd, húsnæðismálum og velferðartækni. Stefnt er að því að velferðarstefnan muni rúma þessar stefnur auk þess að setja fram leiðarljós, gildi, markmið og verk- og tímaáætlun til 5-10 ára. Höfundur er formaður velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hvernig við viljum sjá Velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar þróast á komandi árum og áratug er til umræðu í dag á fjölmennu málþingi þar sem saman koma yfir 300 manns, notendur, hagsmunaaðilar, fagfólk, stjórnmálafólk og starfsfólk. Þetta er liður í stefnumótun sem hófst með því að Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti að móta heildstæða velferðarstefnu fyrir Reykjavík til ársins 2030. Áskoranir í velferðarþjónustu á 21. öldinni eru margar og framundan eru miklar samfélagsbreytingar, breytingar í tækninni, í umhverfinu í kröfum til þjónustu og samfélaginu. Við þurfum því að sameinast um sýn á það hvert við viljum stefna og hvaða skref við viljum taka til að ná þangað. Gerum þetta saman Eitt af markmiðum stefnumótunarinnar er að flétta inn notendasamráð á öllum stigum og það kallar á grundvallarbreytingar í samskiptum, viðmóti og samráði við notendur og aðstandendur þeirra. Við ákváðum því að hefja stefnumótunina á því að kalla eftir sögum af velferðarþjónustu borgarinnar frá borgarbúum, skoðunum og ábendingum notenda, hagsmunaaðila og starfsmanna. Við höfum lagt ríka áherslu á að ræða við sem flesta, fá fram sjónarmið ólíkra aðila, hlusta, heyra hvað ólíkir hópar hafa að segja og nú þegar hafa yfir 700 einstaklinga og hagsmunaaðilar haft aðkomu sem er bæði gleðilegt og þakkarvert. Skýrt merki um það að velferðarþjónusta skiptir borgarbúa svo sannarlega miklu máli. Horfum til framtíðar Með allt þetta í farteskinu leggur stýrihópur um velferðarstefnu, sem ég fer fyrir, nú fram drög að stefnu sem við munum ræða og dýpka á málþinginu og það er von mín að samstað náist þó málaflokkarnir séu ólíkir og umræðuefnið víðfeðmt. Velferðarráð hefur á undanförnum árum samþykkt stefnu í flestum þeim málaflokkum sem heyra undir sviðið, ss. í málefnum aldraðra, fatlaðs fólks, barnavernd, húsnæðismálum og velferðartækni. Stefnt er að því að velferðarstefnan muni rúma þessar stefnur auk þess að setja fram leiðarljós, gildi, markmið og verk- og tímaáætlun til 5-10 ára. Höfundur er formaður velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar