Nálægðartakmörk hafi minna að segja ef loftgæðin eru lítil Birgir Olgeirsson skrifar 16. september 2020 08:57 Ný rannsókn gefur til kynna að lítil loftgæði í lokuðum rýmum geti aukið líkurnar á hópsýkingum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mikael Kristenson Nálægðartakmörk ein og sér virðast duga skammt þegar kemur að því að verjast kórónuveirunni innandyra ef loftgæði eru slæm. Þetta er niðurstaða rannsóknar íslensks prófessors á þremur hópsýkingum í Asíu. Samkvæmt rannsókninni getur léleg loftræsting aukið þéttleika lítilla dropa sem bera veiruna. Björn Birnir er prófessor við Kaliforníuháskólann í Bandaríkjunum. Hann bar saman þrjú tilfelli þar sem hópsýking varð, veitingastað í Kína þar sem níu sýktust, rútu í Kína í þar sem 24 sýktust og símaver í Suður-Kóreu þar sem 94 sýktust. Geti aukið þéttleika lítilla dropa Björn hefur gefið út tvær greinar um þetta mál ásamt kollegum sínum. Í fyrri greininni var þróuð aðferð sem er byggð á iðufræði til að skoða þessar hópsýkingar og af hverju þær urðu. Síðan var þessi aðferð notuð til að skoða áðurnefnd tilfelli og bera þau saman. „Það sem þetta leiddi í ljós er að sýkingar geta átt sér stað á tvennskonar hátt. Í fyrsta lagi með því að fólk er of nálægt hvert öðru. Þá eru það stórir dropar sem bera vírusinn. En hún getur líka átt sér stað þó að fólk sé í meira en tveggja metra fjarlægð. Ef fólk er í lokuðu rými getur loftræstikerfið, hitakerfið eða kælikerfið, aukið fjöldann á litlu dropunum sem bera vírusinn í andrúmsloftinu á þessu lokaða svæði,“ segir Björn Birnir. Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskólann í Bandaríkjunum. Fólk varist lokuð rými Kórónuveiran er sögð dreifast með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Loftsmit hefur verið minna í umræðunni. Droparnir geta borist frá manneskju þegar hún hnerrar eða hóstar. Niðurstaða rannsóknar Björns er sú að engin eða léleg loftræsting geti aukið þéttleika smárra dropa sem bera veiruna. „Rannsóknin sýnir okkur að við þurfum að varast lokuð rými og skoða loftræstingu, að hún sé nógu góð þar sem fólk er að safnast saman. Þetta á sérstaklega við lokuð rými eins og gerðist á þessu veitingahúsi í Kína. Ef fólk er í litlu rými í rúman klukkutíma getur það endað með að það smiti heilan hóp. Þéttleikinn á litlu dropunum í loftinu verður alltaf meiri eftir því sem á líður,“ segir Björn. Einnig áhætta í stórum rýmum Og þetta á jafnvel við þó rýmið sé stórt ef loftræstingin er ekki nógu góð. „Eins og gerðist í Suður-Kóreu,“ segir Björn og á þar við tilfellið þar sem 94 sýktust af veirunni í símaveri. „Þá getur þú endað á heilum vinnudegi, eftir átta tíma, með því að vera með mjög mikla smithættu í öllu rýminu. Það gerðist þar á nokkrum dögum því aðstæðurnar voru svipaðar nokkra daga í röð. Þar varstu með þrjá eða fleiri smitandi, og þeir enduðu með að smita 90 manns.“ Hann segir mikilvægt að lofta vel út úr lokuðum rýmum. „Áður en fólk kemur saman þarf að skoða loftræstinguna og jafnvel þó að ekki alltof margir séu saman inni við er mjög mikilvægt að vera með grímur.“ Þekkingin eykst Á Íslandi hefur ekki verið lögð mikil áhersla á loftgæði innandyra í baráttunni við kórónuveiruna. Björn segir að eftir því sem þekkingin hefur aukist á faraldrinum sé verið að leggja ríkari áherslu á það. „Ef þú ert með skólastarf til dæmis, og þú ert með bekki, og ert nógu óheppinn að fá tvo eða þrjá smitaða inn í bekkinn. Þeir hafa kannski farið á sama stað og smitast af sömu manneskju. Þá geta þeir smitað allan bekkinn. Þannig að þetta er svolítið sem verður að skoða og það er farið að skoða þetta meira og meira víða um lönd, sérstaklega hér í Bandaríkjunum,“ segir Björn og bendir á að hópsýkingar í fangelsum í Bandaríkjunum megi nú líklega rekja til loftsmits. Hægt að skipuleggja rými svo þau séu örugg Hann segir þó óhætt að halda úti skólastarfi. „Ef að það er fjarlægð á milli á nemenda, ef loftræstingin er nógu góð og ég tala ekki um ef fólk er með grímur er væntanlega hægt að skipuleggja rými þannig að það sé öruggt. Það er það sem við erum að gera í háskólanum í Kaliforníu núna, við erum að skipuleggja skólastarfið á þann hátt,“ segir Björn. Auk þess að lofta vel út úr rýmum sé hægt að setja síur í loftræstingar sem sigta út litlu dropana. „Og það er hægt að auka loftstreymið inn í kerfið, kannski þrefalda venjulegt loftstreymi, þá eru byggingarnar orðnar öruggar. Hér má sjá rannsóknina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Nálægðartakmörk ein og sér virðast duga skammt þegar kemur að því að verjast kórónuveirunni innandyra ef loftgæði eru slæm. Þetta er niðurstaða rannsóknar íslensks prófessors á þremur hópsýkingum í Asíu. Samkvæmt rannsókninni getur léleg loftræsting aukið þéttleika lítilla dropa sem bera veiruna. Björn Birnir er prófessor við Kaliforníuháskólann í Bandaríkjunum. Hann bar saman þrjú tilfelli þar sem hópsýking varð, veitingastað í Kína þar sem níu sýktust, rútu í Kína í þar sem 24 sýktust og símaver í Suður-Kóreu þar sem 94 sýktust. Geti aukið þéttleika lítilla dropa Björn hefur gefið út tvær greinar um þetta mál ásamt kollegum sínum. Í fyrri greininni var þróuð aðferð sem er byggð á iðufræði til að skoða þessar hópsýkingar og af hverju þær urðu. Síðan var þessi aðferð notuð til að skoða áðurnefnd tilfelli og bera þau saman. „Það sem þetta leiddi í ljós er að sýkingar geta átt sér stað á tvennskonar hátt. Í fyrsta lagi með því að fólk er of nálægt hvert öðru. Þá eru það stórir dropar sem bera vírusinn. En hún getur líka átt sér stað þó að fólk sé í meira en tveggja metra fjarlægð. Ef fólk er í lokuðu rými getur loftræstikerfið, hitakerfið eða kælikerfið, aukið fjöldann á litlu dropunum sem bera vírusinn í andrúmsloftinu á þessu lokaða svæði,“ segir Björn Birnir. Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskólann í Bandaríkjunum. Fólk varist lokuð rými Kórónuveiran er sögð dreifast með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Loftsmit hefur verið minna í umræðunni. Droparnir geta borist frá manneskju þegar hún hnerrar eða hóstar. Niðurstaða rannsóknar Björns er sú að engin eða léleg loftræsting geti aukið þéttleika smárra dropa sem bera veiruna. „Rannsóknin sýnir okkur að við þurfum að varast lokuð rými og skoða loftræstingu, að hún sé nógu góð þar sem fólk er að safnast saman. Þetta á sérstaklega við lokuð rými eins og gerðist á þessu veitingahúsi í Kína. Ef fólk er í litlu rými í rúman klukkutíma getur það endað með að það smiti heilan hóp. Þéttleikinn á litlu dropunum í loftinu verður alltaf meiri eftir því sem á líður,“ segir Björn. Einnig áhætta í stórum rýmum Og þetta á jafnvel við þó rýmið sé stórt ef loftræstingin er ekki nógu góð. „Eins og gerðist í Suður-Kóreu,“ segir Björn og á þar við tilfellið þar sem 94 sýktust af veirunni í símaveri. „Þá getur þú endað á heilum vinnudegi, eftir átta tíma, með því að vera með mjög mikla smithættu í öllu rýminu. Það gerðist þar á nokkrum dögum því aðstæðurnar voru svipaðar nokkra daga í röð. Þar varstu með þrjá eða fleiri smitandi, og þeir enduðu með að smita 90 manns.“ Hann segir mikilvægt að lofta vel út úr lokuðum rýmum. „Áður en fólk kemur saman þarf að skoða loftræstinguna og jafnvel þó að ekki alltof margir séu saman inni við er mjög mikilvægt að vera með grímur.“ Þekkingin eykst Á Íslandi hefur ekki verið lögð mikil áhersla á loftgæði innandyra í baráttunni við kórónuveiruna. Björn segir að eftir því sem þekkingin hefur aukist á faraldrinum sé verið að leggja ríkari áherslu á það. „Ef þú ert með skólastarf til dæmis, og þú ert með bekki, og ert nógu óheppinn að fá tvo eða þrjá smitaða inn í bekkinn. Þeir hafa kannski farið á sama stað og smitast af sömu manneskju. Þá geta þeir smitað allan bekkinn. Þannig að þetta er svolítið sem verður að skoða og það er farið að skoða þetta meira og meira víða um lönd, sérstaklega hér í Bandaríkjunum,“ segir Björn og bendir á að hópsýkingar í fangelsum í Bandaríkjunum megi nú líklega rekja til loftsmits. Hægt að skipuleggja rými svo þau séu örugg Hann segir þó óhætt að halda úti skólastarfi. „Ef að það er fjarlægð á milli á nemenda, ef loftræstingin er nógu góð og ég tala ekki um ef fólk er með grímur er væntanlega hægt að skipuleggja rými þannig að það sé öruggt. Það er það sem við erum að gera í háskólanum í Kaliforníu núna, við erum að skipuleggja skólastarfið á þann hátt,“ segir Björn. Auk þess að lofta vel út úr rýmum sé hægt að setja síur í loftræstingar sem sigta út litlu dropana. „Og það er hægt að auka loftstreymið inn í kerfið, kannski þrefalda venjulegt loftstreymi, þá eru byggingarnar orðnar öruggar. Hér má sjá rannsóknina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent