Margra mánaða bið í Barnahúsi fyrir börn sem brotið er á Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. september 2020 21:19 Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss. Stöð 2 Börnum sem hefur verið nauðgað eða þau beitt grófu líkamlegu ofbeldi þurfa að bíða í allt að fimm mánuði eftir meðferð í Barnahúsi. Í Barnahúsi eru teknar skýrslur af börnum þegar lögregla er með mál til rannsóknar þar sem grunur leikur á að brotið hafi verið kynferðislega gegn barni eða barn beitt líkamlegu ofbeldi. „Staðan er mjög slæm í Barnahúsi og við finnum verulega fyrir breytingunum vegna Covid, þar sem við tókum 155 skýrslur í fyrra en núna erum við komin upp í rúmlega 130 það sem af eru þessu ári,“ segir Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss. Það hafi aldrei fleiri komið vegna líkamslegs ofbeldis eða um sjötíu börn og önnur sjötíu börn hafa komið í skýrslu vegna alvarlegs kynferðisofbeldis á árinu. Skýrslutökur séu í algjörum forgangi. Þá fara börnin einnig í meðferð hjá Barnahúsi. Nú eru þrátíu og fimm börn á bið eftir meðferð. „Sem er mjög mikill biðlisti því við erum að tala um fimm mánaða biðlista núna,“ segir Ólöf. Þannig að börn sem verða fyrir nauðgun eða grófu líkamlegu ofbeldi þurfa að bíða í fimm mánuði eftir meðferð? „Já, það er þannig og það er náttúrulega skelfilegt því vandi barnanna eykst,“ segir Ólöf. Eftir að börn opni sig sé gríðarlega mikilvægt að hefja áfallameðferð stax. Með svo langri bið geti börn þróað með sér annars konar vanda, aukna áfallastreitu, þunglyndi eða kvíða. „Okkur vantar starfsfólks og hefur vantað lengi og það vantar aukið fjármagn í þennan málaflokk til að geta brugðist við,“ segir Ólöf. Hún segir fjölmarga foreldra vera í mikilli neyð. „Það er mikil angist hjá foreldrum sem eiga börn sem hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi sem gerir það að verkum að þeim líður óskaplega illa og það er erfitt að gera ekki veitt þessa aðstoð,“ segir Ólöf og bætir við að þetta sé einnig gríðarlega erfitt fyrir starfsfólk. Börn sem bíða nú eftir meðferð eru allt niður í fjögurra ára, flest eru þó á aldrinum 12 til 17 ára. „Þetta eru lvarlegar nauðganir, unglingar sem verða fyrir kynferðisbroti. Það geta verið yngri börn sem eru kannski 8, 9 eða 10 ára sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og það getur verið frænka eða frændi eða einhver í nærumhverfi barnsins þannig þetta eru allt alvarleg mál sem eru að bíða hjá okkur,“ segir Ólöf. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Áttatíu börn farið í skýrslutöku í ár vegna gruns um líkamlegt ofbeldi Um áttatíu börn hafa farið í skýrslutöku hjá Barnahúsi það sem af er ári vegna gruns um að þau hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi. Þau hafa aldrei verið fleiri. Þá hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgað um sextán prósent á milli ára. 10. september 2020 20:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Börnum sem hefur verið nauðgað eða þau beitt grófu líkamlegu ofbeldi þurfa að bíða í allt að fimm mánuði eftir meðferð í Barnahúsi. Í Barnahúsi eru teknar skýrslur af börnum þegar lögregla er með mál til rannsóknar þar sem grunur leikur á að brotið hafi verið kynferðislega gegn barni eða barn beitt líkamlegu ofbeldi. „Staðan er mjög slæm í Barnahúsi og við finnum verulega fyrir breytingunum vegna Covid, þar sem við tókum 155 skýrslur í fyrra en núna erum við komin upp í rúmlega 130 það sem af eru þessu ári,“ segir Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss. Það hafi aldrei fleiri komið vegna líkamslegs ofbeldis eða um sjötíu börn og önnur sjötíu börn hafa komið í skýrslu vegna alvarlegs kynferðisofbeldis á árinu. Skýrslutökur séu í algjörum forgangi. Þá fara börnin einnig í meðferð hjá Barnahúsi. Nú eru þrátíu og fimm börn á bið eftir meðferð. „Sem er mjög mikill biðlisti því við erum að tala um fimm mánaða biðlista núna,“ segir Ólöf. Þannig að börn sem verða fyrir nauðgun eða grófu líkamlegu ofbeldi þurfa að bíða í fimm mánuði eftir meðferð? „Já, það er þannig og það er náttúrulega skelfilegt því vandi barnanna eykst,“ segir Ólöf. Eftir að börn opni sig sé gríðarlega mikilvægt að hefja áfallameðferð stax. Með svo langri bið geti börn þróað með sér annars konar vanda, aukna áfallastreitu, þunglyndi eða kvíða. „Okkur vantar starfsfólks og hefur vantað lengi og það vantar aukið fjármagn í þennan málaflokk til að geta brugðist við,“ segir Ólöf. Hún segir fjölmarga foreldra vera í mikilli neyð. „Það er mikil angist hjá foreldrum sem eiga börn sem hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi sem gerir það að verkum að þeim líður óskaplega illa og það er erfitt að gera ekki veitt þessa aðstoð,“ segir Ólöf og bætir við að þetta sé einnig gríðarlega erfitt fyrir starfsfólk. Börn sem bíða nú eftir meðferð eru allt niður í fjögurra ára, flest eru þó á aldrinum 12 til 17 ára. „Þetta eru lvarlegar nauðganir, unglingar sem verða fyrir kynferðisbroti. Það geta verið yngri börn sem eru kannski 8, 9 eða 10 ára sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og það getur verið frænka eða frændi eða einhver í nærumhverfi barnsins þannig þetta eru allt alvarleg mál sem eru að bíða hjá okkur,“ segir Ólöf.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Áttatíu börn farið í skýrslutöku í ár vegna gruns um líkamlegt ofbeldi Um áttatíu börn hafa farið í skýrslutöku hjá Barnahúsi það sem af er ári vegna gruns um að þau hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi. Þau hafa aldrei verið fleiri. Þá hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgað um sextán prósent á milli ára. 10. september 2020 20:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Áttatíu börn farið í skýrslutöku í ár vegna gruns um líkamlegt ofbeldi Um áttatíu börn hafa farið í skýrslutöku hjá Barnahúsi það sem af er ári vegna gruns um að þau hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi. Þau hafa aldrei verið fleiri. Þá hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgað um sextán prósent á milli ára. 10. september 2020 20:00