Telja ástralska fréttakonu „ógna þjóðaröryggi“ Kína Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2020 11:13 Cheng Lei fæddist í Kína en er ástralskur ríkisborgari. Hún hvarf skyndilega af sjónvarpsskjánum um virtist hafa slitið samskiptum við vini og fjölskyldu um miðjan ágúst. Síðar kom í ljós að kínversk stjórnvöld héldu henni fanginni. AP/Ng Han Guan Stjórnvöld í Beijing halda því fram að áströlsk fréttakona sem þau hafa haldið um margra vikna skeið sé grunuð um glæpi sem ógni þjóðaröryggi Kína. Samskipti Ástralía og Kína hafa farið stirðnandi og tengdu sumir handtöku Cheng við deilurnar. Cheng Lei er viðskiptafréttaritari enskumælandi sjónvarpsstöðvarinnar CGTN í Beijing. Hún var tekin höndum 14. ágúst en engar skýringar hafa verið gefnar á handtökunni fyrr en nú. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins sagði að Cheng hefði verið handtekin af þjóðaröryggisástæðum og að rannsókn væri í gangi. Hann veitti engar upplýsingar um hvers kyns glæpi Cheng á að hafa framið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ástralskir fréttamenn hafa yfirgefið Kína undanfarið eftir handtökuna að ráðum erindreka stjórnvalda í Canberra. Kínversk stjórnvöld yfirheyrðu þá síðustu áður þeir fóru úr landi. ABC-sjónvarpsstöðin í Ástralíu segir að Bill Birtles, fréttamaður hennar, hafi ekki verið spurður um sín eigin störf eða hegðun í Kína heldur um Cheng. Sjö kínverskir lögreglumenn mættu í íbúð hans þegar hann hélt kveðjuhóf með vinum sínum. Þeir sögðu Birtles að hann gæti ekki farið úr landi og þyrfti að gefa skýrslu um „þjóðaröryggismál“. Áströlsk stjórnvöld hafa sakað kínversk um afskipti af samfélagsmálum þar. Samskipti ríkjanna versnuðu til muna eftir að ástralska ríkisstjórnin lýsti stuðningi við alþjóðlega rannsókn á upptökum kórónuveiruheimsfaraldursins. Veiran blossaði fyrst upp í borginni Wuhan í Kína í vetur. Stjórnvöld í Beijing brugðust við með því að leggja tolla á innfluttar vörur frá Ástralíu, þar á meðal nautakjöt, bygg og vín. Vöruðu þau einnig kínverska ferða- og námsmenn við kynþáttahyggju í Ástralíu. Kína Ástralía Fjölmiðlar Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Stjórnvöld í Beijing halda því fram að áströlsk fréttakona sem þau hafa haldið um margra vikna skeið sé grunuð um glæpi sem ógni þjóðaröryggi Kína. Samskipti Ástralía og Kína hafa farið stirðnandi og tengdu sumir handtöku Cheng við deilurnar. Cheng Lei er viðskiptafréttaritari enskumælandi sjónvarpsstöðvarinnar CGTN í Beijing. Hún var tekin höndum 14. ágúst en engar skýringar hafa verið gefnar á handtökunni fyrr en nú. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins sagði að Cheng hefði verið handtekin af þjóðaröryggisástæðum og að rannsókn væri í gangi. Hann veitti engar upplýsingar um hvers kyns glæpi Cheng á að hafa framið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ástralskir fréttamenn hafa yfirgefið Kína undanfarið eftir handtökuna að ráðum erindreka stjórnvalda í Canberra. Kínversk stjórnvöld yfirheyrðu þá síðustu áður þeir fóru úr landi. ABC-sjónvarpsstöðin í Ástralíu segir að Bill Birtles, fréttamaður hennar, hafi ekki verið spurður um sín eigin störf eða hegðun í Kína heldur um Cheng. Sjö kínverskir lögreglumenn mættu í íbúð hans þegar hann hélt kveðjuhóf með vinum sínum. Þeir sögðu Birtles að hann gæti ekki farið úr landi og þyrfti að gefa skýrslu um „þjóðaröryggismál“. Áströlsk stjórnvöld hafa sakað kínversk um afskipti af samfélagsmálum þar. Samskipti ríkjanna versnuðu til muna eftir að ástralska ríkisstjórnin lýsti stuðningi við alþjóðlega rannsókn á upptökum kórónuveiruheimsfaraldursins. Veiran blossaði fyrst upp í borginni Wuhan í Kína í vetur. Stjórnvöld í Beijing brugðust við með því að leggja tolla á innfluttar vörur frá Ástralíu, þar á meðal nautakjöt, bygg og vín. Vöruðu þau einnig kínverska ferða- og námsmenn við kynþáttahyggju í Ástralíu.
Kína Ástralía Fjölmiðlar Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira