Telja ástralska fréttakonu „ógna þjóðaröryggi“ Kína Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2020 11:13 Cheng Lei fæddist í Kína en er ástralskur ríkisborgari. Hún hvarf skyndilega af sjónvarpsskjánum um virtist hafa slitið samskiptum við vini og fjölskyldu um miðjan ágúst. Síðar kom í ljós að kínversk stjórnvöld héldu henni fanginni. AP/Ng Han Guan Stjórnvöld í Beijing halda því fram að áströlsk fréttakona sem þau hafa haldið um margra vikna skeið sé grunuð um glæpi sem ógni þjóðaröryggi Kína. Samskipti Ástralía og Kína hafa farið stirðnandi og tengdu sumir handtöku Cheng við deilurnar. Cheng Lei er viðskiptafréttaritari enskumælandi sjónvarpsstöðvarinnar CGTN í Beijing. Hún var tekin höndum 14. ágúst en engar skýringar hafa verið gefnar á handtökunni fyrr en nú. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins sagði að Cheng hefði verið handtekin af þjóðaröryggisástæðum og að rannsókn væri í gangi. Hann veitti engar upplýsingar um hvers kyns glæpi Cheng á að hafa framið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ástralskir fréttamenn hafa yfirgefið Kína undanfarið eftir handtökuna að ráðum erindreka stjórnvalda í Canberra. Kínversk stjórnvöld yfirheyrðu þá síðustu áður þeir fóru úr landi. ABC-sjónvarpsstöðin í Ástralíu segir að Bill Birtles, fréttamaður hennar, hafi ekki verið spurður um sín eigin störf eða hegðun í Kína heldur um Cheng. Sjö kínverskir lögreglumenn mættu í íbúð hans þegar hann hélt kveðjuhóf með vinum sínum. Þeir sögðu Birtles að hann gæti ekki farið úr landi og þyrfti að gefa skýrslu um „þjóðaröryggismál“. Áströlsk stjórnvöld hafa sakað kínversk um afskipti af samfélagsmálum þar. Samskipti ríkjanna versnuðu til muna eftir að ástralska ríkisstjórnin lýsti stuðningi við alþjóðlega rannsókn á upptökum kórónuveiruheimsfaraldursins. Veiran blossaði fyrst upp í borginni Wuhan í Kína í vetur. Stjórnvöld í Beijing brugðust við með því að leggja tolla á innfluttar vörur frá Ástralíu, þar á meðal nautakjöt, bygg og vín. Vöruðu þau einnig kínverska ferða- og námsmenn við kynþáttahyggju í Ástralíu. Kína Ástralía Fjölmiðlar Mest lesið Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Innlent Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Innlent Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Innlent Steini frá Straumnesi látinn Innlent Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Innlent Óku á yfir 60 og missa ökuréttindin Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Kristrún missti af fundi með Selenskí Tók í spaðann á Trump: „Hann er nú heillandi, karlinn“ Segir Spánverja munu borga fyrir að borga ekki nóg Lögðu grunninn að „sterkara, sanngjarnara og banvænna“ NATO Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Biðst afsökunar á gyðingahatri Svíþjóðardemókrata Diddy ætlar ekki að bera vitni Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega 33 ára sósíalisti hafði betur gegn Cuomo í New York Bretar eignast aftur herþotur sem geta flutt kjarnorkuvopn Myndaveisla: Fyrsti dagur leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins Æsispennandi forval: Framtíð Demókrataflokksins gæti ráðist í New York Átök í Miðausturlöndum: „Erfitt að meta hvað er í raun og veru í gangi“ Ný skýrsla: Bandaríkjunum mistókst að eyðileggja kjarnorkumannvirki Írana „Þrátt fyrir allan þennan vígbúnað þá er þetta mjög vinalegt“ „Honum fylgir auðvitað ákveðinn ófyrirsjáanleiki“ Sjá meira
Stjórnvöld í Beijing halda því fram að áströlsk fréttakona sem þau hafa haldið um margra vikna skeið sé grunuð um glæpi sem ógni þjóðaröryggi Kína. Samskipti Ástralía og Kína hafa farið stirðnandi og tengdu sumir handtöku Cheng við deilurnar. Cheng Lei er viðskiptafréttaritari enskumælandi sjónvarpsstöðvarinnar CGTN í Beijing. Hún var tekin höndum 14. ágúst en engar skýringar hafa verið gefnar á handtökunni fyrr en nú. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins sagði að Cheng hefði verið handtekin af þjóðaröryggisástæðum og að rannsókn væri í gangi. Hann veitti engar upplýsingar um hvers kyns glæpi Cheng á að hafa framið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ástralskir fréttamenn hafa yfirgefið Kína undanfarið eftir handtökuna að ráðum erindreka stjórnvalda í Canberra. Kínversk stjórnvöld yfirheyrðu þá síðustu áður þeir fóru úr landi. ABC-sjónvarpsstöðin í Ástralíu segir að Bill Birtles, fréttamaður hennar, hafi ekki verið spurður um sín eigin störf eða hegðun í Kína heldur um Cheng. Sjö kínverskir lögreglumenn mættu í íbúð hans þegar hann hélt kveðjuhóf með vinum sínum. Þeir sögðu Birtles að hann gæti ekki farið úr landi og þyrfti að gefa skýrslu um „þjóðaröryggismál“. Áströlsk stjórnvöld hafa sakað kínversk um afskipti af samfélagsmálum þar. Samskipti ríkjanna versnuðu til muna eftir að ástralska ríkisstjórnin lýsti stuðningi við alþjóðlega rannsókn á upptökum kórónuveiruheimsfaraldursins. Veiran blossaði fyrst upp í borginni Wuhan í Kína í vetur. Stjórnvöld í Beijing brugðust við með því að leggja tolla á innfluttar vörur frá Ástralíu, þar á meðal nautakjöt, bygg og vín. Vöruðu þau einnig kínverska ferða- og námsmenn við kynþáttahyggju í Ástralíu.
Kína Ástralía Fjölmiðlar Mest lesið Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Innlent Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Innlent Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Innlent Steini frá Straumnesi látinn Innlent Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Innlent Óku á yfir 60 og missa ökuréttindin Innlent Fleiri fréttir Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Kristrún missti af fundi með Selenskí Tók í spaðann á Trump: „Hann er nú heillandi, karlinn“ Segir Spánverja munu borga fyrir að borga ekki nóg Lögðu grunninn að „sterkara, sanngjarnara og banvænna“ NATO Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Biðst afsökunar á gyðingahatri Svíþjóðardemókrata Diddy ætlar ekki að bera vitni Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega 33 ára sósíalisti hafði betur gegn Cuomo í New York Bretar eignast aftur herþotur sem geta flutt kjarnorkuvopn Myndaveisla: Fyrsti dagur leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins Æsispennandi forval: Framtíð Demókrataflokksins gæti ráðist í New York Átök í Miðausturlöndum: „Erfitt að meta hvað er í raun og veru í gangi“ Ný skýrsla: Bandaríkjunum mistókst að eyðileggja kjarnorkumannvirki Írana „Þrátt fyrir allan þennan vígbúnað þá er þetta mjög vinalegt“ „Honum fylgir auðvitað ákveðinn ófyrirsjáanleiki“ Sjá meira