Karlastarf-kvennastarf Linda Björg Árnadóttir skrifar 7. september 2020 10:30 Rétt fyrir aldamótin síðustu þá stóð Reykjavíkurborg ásamt öðrum fyrir alþjóðlegum tískuviðburði á Íslandi. Efnt var til samkeppni um hvaða hönnuðir tækju þátt í tilkomumikilli sýningu í Bláa Lóninu en til stóð að bjóða mikilvægu fólki úr tískuiðnaðnum og blaðamönnun alþjóðlegra tískublaða. Erlendur dómari átti að dæma keppnina og var það enginn annar en Jeremy Scott sem var þá nýjasta stjarnan í tískuheiminum og kom hann hingað til lands í gegnum Björk Guðmundsdóttur en hún var mikið í hönnun hans á þessum tíma. Daginn sem hann kom til landsins fór hann beint niður á skrifstofur Reykjavíkurborgar með það í huga að skoða innsendar tillögur og velja þátttakendur. Þá var honum tjáð af konunum sem unnu á Menningarskrifstofunni að þær væru bara búnar að þessu, þ.e. velja þá hönnuði sem fengju að taka þátt. Þær væru bara alveg með þetta og vissu allt um tísku og væru mjög „smart“ og að hann gæti bara farið upp á hótel. Þetta var auðvitað leiðrétt og fékk Jeremy að lokum að velja þær tillögur sem honum þótti hlutskarpastar. Hvað eftir annað á mínum 30 ára ferli hef ég lent í þessu að fólk, aðallega konur telja sig „alveg vera með þetta“ og af því að þær eru svo „smekklegar“ þá vita þær jafnmikið eða meira um fatahönnun en vel menntað fagfólk með góða menntun og reynslu í faginu. Ég get alveg sætt mig við að í íslensku samfélagi sé ekki skilningur á því hvað þarf til að hafa góða fagþekkingu á tísku og fatahönnun og þegar Hönnunardeild Listaháskóla Íslands var stofnuð árið 2001 taldi ég að þarna yrði til vin þekkingar og að fatahönnun yrði metin að verðleikum og að jöfnu við hinar hönnunardeildirnar. Þannig var það reyndar í fyrstu en síðan hefur runnið upp fyrir mér að fagið fatahönnun stendur ekki jafnfætis öðrum hönnunarfögum innan skólans og ég veit hvaða ástæður eru fyrir því. Fatahönnunardeildin er þremur árum eldri en arkitektadeildin en samt eru fjórir prófessorar starfandi í arkitektadeild en enginn í fatahönnun. Eftir að hafa spurst fyrir um ástæður þess fékk ég þær upplýsingar frá starfsmannastjóra LHÍ að það eru prófessorar starfandi í fjórum deildum af fimm og er listkennsludeild sú deild þar sem ekki starfar prófessor og svo er fatahönnunardeildin eina deildin innan hönnunardeildar þar sem ekki er prófessorsstaða. Einmitt, það eru kvennafögin þar sem að ekki eru ráðnir prófessorar. Fatahönnun og listkennsla. Þetta eru fög sem greinilega er svo lítils metin innan LHÍ að þau þykja ekki þess verð að að þar sinni prófessor kennslu. Það er þó nóg af vel menntuðu fólki í þessum greinum í okkar samfélagi sem hægt væri að ráða í slíkar stöður sem hafa jafnmikla eða jafnvel meiri menntun og reynslu og aðrir sem hafa verið ráðnir í stöður prófessors innan LHÍ. Prófessorar við skólann eru með mjög mismunandi mikla menntun og virðast ekki vera neinar reglur innan LHÍ hvaða menntun og reynsla þarf til þess að einstaklingur sé ráðinn í akademíska stöðu. Þetta er í andstöðu við aðra háskóla t.d. Háskóla Íslands þar sem vel er skilgreint hvaða menntun og aðrar kröfur séu gerðar til þeirra sem hljóta akademískar nafnbætur og störf. Það virðist hins vegar vera sem geðþóttaákvarðanir ráða ríkjum við ráðningu á akademísk störf hjá Listaháskóla Íslands. Einn nemandi hefur lokið mastersnámi í fatahönnun við meistaranámsdeildina í LHÍ. Þar var valinn arkitekt til þess að vera leiðbeinandi þess verkefnis. Það var augljóslega gert vegna þess að arkitektar þykja vera með svo mikla og mikilvæga þekkingu að þeir vita jafnvel meira um fatahönnun heldur enn fatahönnuðir. Verkefnið var svo lélegt að gæðum að það hefði aldrei verið samþykkt sem BA verkefni. Við í fatahönnunardeild reyndum að vekja máls á þessu að þetta væri ekki rétt aðferð en það var bara sussað á okkur eins og ég hef margoft upplifað vera gert þegar ég tel mig vera að tala af þekkingu og reynslu um mitt fag innan skólans. Þetta viðhorf gangvart fathönnun sem fræðigrein er til komið vegna þess að fatahönnun er kvennafag og virðingin sem borin er fyrir arkitektum er til komin vegna þess að það er karlafag. Eftir að hafa unnið í þessu fagi í 30 ár þá er það því miður mín reynsla að einmitt þetta sé ástæðan. Skortur á virðingu fyrir hinum klassísku kvennafögum er innbyggð inn í menningu okkar og samfélag. Á fyrstu árum Hönnuðadeildarinnar var kostnaður við hvern nemanda sá sami við allar deildirnar. Því skapaðist töluvert svigrúm til þess að flytja inn áhugaverða gestakennara sem voru að vinna í faginu úti í heimi. Sá tími er liðinn. Á síðastliðnum árum hefur verið skorið grimmt niður í fatahönnunardeildinni. Það má leiða líkum að því að þessi mikli niðurskurður sem fatahönnunardeildin hefur mátt þola hafi verið gerður til þess að fjármagna fjóra prófessora í arkitektadeild. Kostnaður við hvern nemenda í hönnuðadeildunum fjórum ætti að vera svipaður þar sem að kennsla fer fram með sama hætti á meðan að í listkennslunni er hann lægri en t.d. í leiklist er hann mun hærri og vegna þess með hvaða hætti kennslan fer fram. Núna hefur kostnaður vegna menntunar fatahönnuða hríðlækkað og allt hefur verið skorið niður sem hægt væri að skera. Væri ekki bara sanngjarnt að nemendur í fatahönnun greiddu miklu lægri skólagjöld við LHÍ? Meirihluti starfsmanna LHÍ eru konur. Það virðist því miður ekki hafa þau áhrif að konur og kvennastörf öðlist og njóti þeirrar virðingar sem þeim ber nema síður sé. Vonandi sjá stjórnendur skólans að sér í þessum málum og hafi jafnrétti og virðingu fyrir fagþekkingu að leiðarljósi í framtíðinni. Höfundur er dósent í fatahönnun við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Jafnréttismál Tíska og hönnun Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Rétt fyrir aldamótin síðustu þá stóð Reykjavíkurborg ásamt öðrum fyrir alþjóðlegum tískuviðburði á Íslandi. Efnt var til samkeppni um hvaða hönnuðir tækju þátt í tilkomumikilli sýningu í Bláa Lóninu en til stóð að bjóða mikilvægu fólki úr tískuiðnaðnum og blaðamönnun alþjóðlegra tískublaða. Erlendur dómari átti að dæma keppnina og var það enginn annar en Jeremy Scott sem var þá nýjasta stjarnan í tískuheiminum og kom hann hingað til lands í gegnum Björk Guðmundsdóttur en hún var mikið í hönnun hans á þessum tíma. Daginn sem hann kom til landsins fór hann beint niður á skrifstofur Reykjavíkurborgar með það í huga að skoða innsendar tillögur og velja þátttakendur. Þá var honum tjáð af konunum sem unnu á Menningarskrifstofunni að þær væru bara búnar að þessu, þ.e. velja þá hönnuði sem fengju að taka þátt. Þær væru bara alveg með þetta og vissu allt um tísku og væru mjög „smart“ og að hann gæti bara farið upp á hótel. Þetta var auðvitað leiðrétt og fékk Jeremy að lokum að velja þær tillögur sem honum þótti hlutskarpastar. Hvað eftir annað á mínum 30 ára ferli hef ég lent í þessu að fólk, aðallega konur telja sig „alveg vera með þetta“ og af því að þær eru svo „smekklegar“ þá vita þær jafnmikið eða meira um fatahönnun en vel menntað fagfólk með góða menntun og reynslu í faginu. Ég get alveg sætt mig við að í íslensku samfélagi sé ekki skilningur á því hvað þarf til að hafa góða fagþekkingu á tísku og fatahönnun og þegar Hönnunardeild Listaháskóla Íslands var stofnuð árið 2001 taldi ég að þarna yrði til vin þekkingar og að fatahönnun yrði metin að verðleikum og að jöfnu við hinar hönnunardeildirnar. Þannig var það reyndar í fyrstu en síðan hefur runnið upp fyrir mér að fagið fatahönnun stendur ekki jafnfætis öðrum hönnunarfögum innan skólans og ég veit hvaða ástæður eru fyrir því. Fatahönnunardeildin er þremur árum eldri en arkitektadeildin en samt eru fjórir prófessorar starfandi í arkitektadeild en enginn í fatahönnun. Eftir að hafa spurst fyrir um ástæður þess fékk ég þær upplýsingar frá starfsmannastjóra LHÍ að það eru prófessorar starfandi í fjórum deildum af fimm og er listkennsludeild sú deild þar sem ekki starfar prófessor og svo er fatahönnunardeildin eina deildin innan hönnunardeildar þar sem ekki er prófessorsstaða. Einmitt, það eru kvennafögin þar sem að ekki eru ráðnir prófessorar. Fatahönnun og listkennsla. Þetta eru fög sem greinilega er svo lítils metin innan LHÍ að þau þykja ekki þess verð að að þar sinni prófessor kennslu. Það er þó nóg af vel menntuðu fólki í þessum greinum í okkar samfélagi sem hægt væri að ráða í slíkar stöður sem hafa jafnmikla eða jafnvel meiri menntun og reynslu og aðrir sem hafa verið ráðnir í stöður prófessors innan LHÍ. Prófessorar við skólann eru með mjög mismunandi mikla menntun og virðast ekki vera neinar reglur innan LHÍ hvaða menntun og reynsla þarf til þess að einstaklingur sé ráðinn í akademíska stöðu. Þetta er í andstöðu við aðra háskóla t.d. Háskóla Íslands þar sem vel er skilgreint hvaða menntun og aðrar kröfur séu gerðar til þeirra sem hljóta akademískar nafnbætur og störf. Það virðist hins vegar vera sem geðþóttaákvarðanir ráða ríkjum við ráðningu á akademísk störf hjá Listaháskóla Íslands. Einn nemandi hefur lokið mastersnámi í fatahönnun við meistaranámsdeildina í LHÍ. Þar var valinn arkitekt til þess að vera leiðbeinandi þess verkefnis. Það var augljóslega gert vegna þess að arkitektar þykja vera með svo mikla og mikilvæga þekkingu að þeir vita jafnvel meira um fatahönnun heldur enn fatahönnuðir. Verkefnið var svo lélegt að gæðum að það hefði aldrei verið samþykkt sem BA verkefni. Við í fatahönnunardeild reyndum að vekja máls á þessu að þetta væri ekki rétt aðferð en það var bara sussað á okkur eins og ég hef margoft upplifað vera gert þegar ég tel mig vera að tala af þekkingu og reynslu um mitt fag innan skólans. Þetta viðhorf gangvart fathönnun sem fræðigrein er til komið vegna þess að fatahönnun er kvennafag og virðingin sem borin er fyrir arkitektum er til komin vegna þess að það er karlafag. Eftir að hafa unnið í þessu fagi í 30 ár þá er það því miður mín reynsla að einmitt þetta sé ástæðan. Skortur á virðingu fyrir hinum klassísku kvennafögum er innbyggð inn í menningu okkar og samfélag. Á fyrstu árum Hönnuðadeildarinnar var kostnaður við hvern nemanda sá sami við allar deildirnar. Því skapaðist töluvert svigrúm til þess að flytja inn áhugaverða gestakennara sem voru að vinna í faginu úti í heimi. Sá tími er liðinn. Á síðastliðnum árum hefur verið skorið grimmt niður í fatahönnunardeildinni. Það má leiða líkum að því að þessi mikli niðurskurður sem fatahönnunardeildin hefur mátt þola hafi verið gerður til þess að fjármagna fjóra prófessora í arkitektadeild. Kostnaður við hvern nemenda í hönnuðadeildunum fjórum ætti að vera svipaður þar sem að kennsla fer fram með sama hætti á meðan að í listkennslunni er hann lægri en t.d. í leiklist er hann mun hærri og vegna þess með hvaða hætti kennslan fer fram. Núna hefur kostnaður vegna menntunar fatahönnuða hríðlækkað og allt hefur verið skorið niður sem hægt væri að skera. Væri ekki bara sanngjarnt að nemendur í fatahönnun greiddu miklu lægri skólagjöld við LHÍ? Meirihluti starfsmanna LHÍ eru konur. Það virðist því miður ekki hafa þau áhrif að konur og kvennastörf öðlist og njóti þeirrar virðingar sem þeim ber nema síður sé. Vonandi sjá stjórnendur skólans að sér í þessum málum og hafi jafnrétti og virðingu fyrir fagþekkingu að leiðarljósi í framtíðinni. Höfundur er dósent í fatahönnun við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun