Hótel og gistiheimili keppast um að bjóða nemendum gistingu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. ágúst 2020 21:31 Þorsteinn Steingrímsson, hostelrekandi B47. Vísir/Arnar Hótel og gistiheimili virðast farin að keppast um að bjóða háskólastúdentum upp á að leigja hjá sér herbergi í haust. Hótel Saga, Kex Hostel og B47 eru á meðal þeirra sem leita á náðir nemenda í þeim tilgangi að reyna að tryggja framtíðarrekstur sinn. Fyrirtæki sem hingað til hafa reitt sig á ferðamenn róa nú lífróður. Mörg hver hafa þurft að skella í lás á meðan önnur láta reyna á aðrar lausnir sérsniðnar Íslendingum. Þannig er hið vinsæla Kex Hostel við Skúlagötu í Reykjavík að vinna að því að opna dyr sínar fyrir háskólastúdentum, þar sem sanngjörn leiga verður ákvörðuð í samráði við Landssamband stúdenta. Hótel Saga býður nemendum og kennurum sömuleiðis að leigja herbergi fyrir um 150 þúsund krónur á mánuði. Hostelið B47, sem er staðsett í gamla húsnæði landlæknis við Barónsstíg, hefur fetað sömu slóðir en þar stendur til að skapa heimavistarstemningu að erlendri fyrirmynd. „Hérna hef ég hug á að búa til svona kommúnu stúdenta og annars staðar í húsinu er síðan það sem ég kalla Barónsakademíuna. Þar leigi ég út gistiheimili til alls konar fræðimanna og slíkra sem geta þá aðstoðað stúdentana ef þeir leita eftir því,“ segir Þorsteinn Steingrímsson, hostelrekandi B47. Aðspurður segir hann leiguverð misjafnt eftir herbergjum. „Þetta er svona frá sjötíu þúsund krónum og upp. Einstaklingsherbergi, vel útbúið, er á svona 110 til 120 þúsund krónur.“ Þorsteinn segir viðtökurnar hafa verið góðar og bindur vonir við að sjá fullt hús nemenda í haust. „Þetta er svona eins og stórt heimili. Það er svona þessi heimilisstemning sem ég held að krakkarnir muni sækja í, af því að þeir geta ekki farið í bæinn á pöbbana og slíkt,“ segir Þorsteinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Húsnæðismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Hótel og gistiheimili virðast farin að keppast um að bjóða háskólastúdentum upp á að leigja hjá sér herbergi í haust. Hótel Saga, Kex Hostel og B47 eru á meðal þeirra sem leita á náðir nemenda í þeim tilgangi að reyna að tryggja framtíðarrekstur sinn. Fyrirtæki sem hingað til hafa reitt sig á ferðamenn róa nú lífróður. Mörg hver hafa þurft að skella í lás á meðan önnur láta reyna á aðrar lausnir sérsniðnar Íslendingum. Þannig er hið vinsæla Kex Hostel við Skúlagötu í Reykjavík að vinna að því að opna dyr sínar fyrir háskólastúdentum, þar sem sanngjörn leiga verður ákvörðuð í samráði við Landssamband stúdenta. Hótel Saga býður nemendum og kennurum sömuleiðis að leigja herbergi fyrir um 150 þúsund krónur á mánuði. Hostelið B47, sem er staðsett í gamla húsnæði landlæknis við Barónsstíg, hefur fetað sömu slóðir en þar stendur til að skapa heimavistarstemningu að erlendri fyrirmynd. „Hérna hef ég hug á að búa til svona kommúnu stúdenta og annars staðar í húsinu er síðan það sem ég kalla Barónsakademíuna. Þar leigi ég út gistiheimili til alls konar fræðimanna og slíkra sem geta þá aðstoðað stúdentana ef þeir leita eftir því,“ segir Þorsteinn Steingrímsson, hostelrekandi B47. Aðspurður segir hann leiguverð misjafnt eftir herbergjum. „Þetta er svona frá sjötíu þúsund krónum og upp. Einstaklingsherbergi, vel útbúið, er á svona 110 til 120 þúsund krónur.“ Þorsteinn segir viðtökurnar hafa verið góðar og bindur vonir við að sjá fullt hús nemenda í haust. „Þetta er svona eins og stórt heimili. Það er svona þessi heimilisstemning sem ég held að krakkarnir muni sækja í, af því að þeir geta ekki farið í bæinn á pöbbana og slíkt,“ segir Þorsteinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Húsnæðismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira