Vonast til að VÍS hafi unnið heimavinnuna vel Atli Ísleifsson skrifar 25. ágúst 2020 11:00 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Hún var gestur í Bítinu í morgun. Vísir/Egill „Að fylgjast með ferðum fólks – eins og þarna virðist vera um að ræða – felur í sér mjög mikið inngrip í líf fólks.“ Þetta segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, sem kveðst vona að tryggingafélagið VÍS sé vel undirbúið og hafi unnið vel alla heimavinnuna í tengslum við svokallaðan Ökuvísi sem félagið mun bjóða viðskiptavinum sínum upp á. Um er að ræða eins konar ökurita sem fylgist með akstri bílstjóra – þar á meðal hvort þeir keyri of hratt eða séu í símanum undir stýri. Gögnin sem verða til í Ökuvísinum hyggst tryggingafélagið VÍS síðan nýta til að lækka tryggingar ökumannanna. Fengu upphringingu í síðustu viku Helga ræddi málið út frá persónuverndarsjónarmiðum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta er eitthvað sem við höfðum haft spurnir af í löndunum í kringum okkur og sumir fara lengra, aðrir fara skemur. Við fengum stutta upphringingu frá þessu fyrirtæki [VÍS] í síðustu viku þar sem var greint frá því að fyrirtækið ætlaði að fara af stað með þetta smáforrit, þessa nýju vöru.“ Helga segir að það að sú iðja að fylgjast með ferðum fólks feli í sér mjög mikið inngrip inn í líf fólks. „Það er kannski tvennt í þessu. Persónuverndarlögin gera mjög miklar kröfur til þess að vera með svona hluti í lagi. Ég vona að þetta tryggingafélag hafi undirbúið þetta vel og sé með alla þá heimavinnu til staðar sem þarf til að rúlla svona vöru af stað. Það er alveg ljóst, því í rauninni getur það haft alvarlegar afleiðingar ef það er farið af stað með vinnslu á persónuupplýsingum án þess að búið sé að tékka í boxin og meta hvaða áhrif eru af vinnslu persónuupplýsinga.“ Siðferðislegu sjónarmiðin Forstjórinn segir hitt snúa að siðferðislegum sjónarmiðum. „Þegar fyrirtæki er að ákveða að fara í svona mikla rýni á fólki og athöfnum þá er það þetta, að fólk segi já af því að það heldur að það muni spara. Sumir gera það kannski. En aðrir munu fá hækkun út af slæmu aksturslagi. Og svo eru það hinir sem ekki vilja vera með og verða kannski á endanum litnir hornauga. Ef þú ert ekki með í einhverju svona hlýturðu að hafa eitthvað að fela.“ Helga segir að spurningin sem blasi þá við sé: „Hvernig samfélag viljum við lifa í? Og hvernig viljum við að fyrirtækin vinni persónuupplýsingar okkar? Það er náttúrulega kominn tími á að fólk spyrji sig einmitt: Vil ég skipta við tryggingafélag sem fer í þessa rýni á mér? Er þetta er kannski orðin of mikil rýni? Vil ég eitthvað annað? Við höfum lengi sagt að það eru mikil viðskiptatækifæri í því að fara vel með persónuupplýsingar fólks,“ segir Helga í viðtalinu. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan en þar ræðir hún einnig óvarlega meðferð á kennitölum einstaklinga í íslensku samfélagi. Bítið Persónuvernd Tryggingar Bílar Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
„Að fylgjast með ferðum fólks – eins og þarna virðist vera um að ræða – felur í sér mjög mikið inngrip í líf fólks.“ Þetta segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, sem kveðst vona að tryggingafélagið VÍS sé vel undirbúið og hafi unnið vel alla heimavinnuna í tengslum við svokallaðan Ökuvísi sem félagið mun bjóða viðskiptavinum sínum upp á. Um er að ræða eins konar ökurita sem fylgist með akstri bílstjóra – þar á meðal hvort þeir keyri of hratt eða séu í símanum undir stýri. Gögnin sem verða til í Ökuvísinum hyggst tryggingafélagið VÍS síðan nýta til að lækka tryggingar ökumannanna. Fengu upphringingu í síðustu viku Helga ræddi málið út frá persónuverndarsjónarmiðum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta er eitthvað sem við höfðum haft spurnir af í löndunum í kringum okkur og sumir fara lengra, aðrir fara skemur. Við fengum stutta upphringingu frá þessu fyrirtæki [VÍS] í síðustu viku þar sem var greint frá því að fyrirtækið ætlaði að fara af stað með þetta smáforrit, þessa nýju vöru.“ Helga segir að það að sú iðja að fylgjast með ferðum fólks feli í sér mjög mikið inngrip inn í líf fólks. „Það er kannski tvennt í þessu. Persónuverndarlögin gera mjög miklar kröfur til þess að vera með svona hluti í lagi. Ég vona að þetta tryggingafélag hafi undirbúið þetta vel og sé með alla þá heimavinnu til staðar sem þarf til að rúlla svona vöru af stað. Það er alveg ljóst, því í rauninni getur það haft alvarlegar afleiðingar ef það er farið af stað með vinnslu á persónuupplýsingum án þess að búið sé að tékka í boxin og meta hvaða áhrif eru af vinnslu persónuupplýsinga.“ Siðferðislegu sjónarmiðin Forstjórinn segir hitt snúa að siðferðislegum sjónarmiðum. „Þegar fyrirtæki er að ákveða að fara í svona mikla rýni á fólki og athöfnum þá er það þetta, að fólk segi já af því að það heldur að það muni spara. Sumir gera það kannski. En aðrir munu fá hækkun út af slæmu aksturslagi. Og svo eru það hinir sem ekki vilja vera með og verða kannski á endanum litnir hornauga. Ef þú ert ekki með í einhverju svona hlýturðu að hafa eitthvað að fela.“ Helga segir að spurningin sem blasi þá við sé: „Hvernig samfélag viljum við lifa í? Og hvernig viljum við að fyrirtækin vinni persónuupplýsingar okkar? Það er náttúrulega kominn tími á að fólk spyrji sig einmitt: Vil ég skipta við tryggingafélag sem fer í þessa rýni á mér? Er þetta er kannski orðin of mikil rýni? Vil ég eitthvað annað? Við höfum lengi sagt að það eru mikil viðskiptatækifæri í því að fara vel með persónuupplýsingar fólks,“ segir Helga í viðtalinu. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan en þar ræðir hún einnig óvarlega meðferð á kennitölum einstaklinga í íslensku samfélagi.
Bítið Persónuvernd Tryggingar Bílar Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent