Kórónutilfellin yfir þúsund í Bandaríkjunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. mars 2020 07:11 Minnst þúsund Bandaríkjamenn hafa nú greinst með veirusýkinguna Covid-19 og þrjátíu hafa látið lífið þar vestra. Vísir/getty Minnst þúsund Bandaríkjamenn hafa nú greinst með veirusýkinguna Covid-19 og þrjátíu hafa látið lífið þar vestra. Washington hefur farið verst allra fylkja úr kórónuveirunni en ríkisstjórinn íhugar nú samkomubann. Veiran er einnig í mikilli útbreiðslu í New York og Kaliforníu. Á mánudag voru tilfellin 550 en síðan þá hefur fjöldi smitaðra nánast tvöfaldast.Ítalir reyna að aðlagast lífinu í sóttkví Á Ítalíu er götur og torg, sem vanalega iða af lífi, tóm og skólar lokaðir vegna samkomu-og ferðabanns stjórnvalda sem reyna nú með íþyngjandi aðgerðum að stemma stigu við faraldrinum. Ítalir misstu tökin á verkefninu um stund en um rúmlega tíu þúsund tilfelli sýkinga eru nú á Ítalíu og hefur veiran dregið þar alls 631 til dauða. Sérfræðingar segja að aðgerðirnar muni að öllum líkindum hægja á útbreiðslu en heilbrigðiskerfið á Ítalíu er að kikna undan álagi. Aðgerðirnar hafa langt því frá verið sársaukalausar. Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. Eiginmaður hennar lést aðfaranótt mánudags, að því er virðist vegna kórónuveirusýkingar og því hefur heilbrigðisstarfsfólki ekki verið unnt að fjarlægja lík hans vegna strangra sóttvarnaskilyrða.Sjá nánar: Í sóttkví með líki eiginmanns sínsYfirvöld í Suður-Kóreu tilkynntu í upphafi vikunnar að staðfestum tilfellum fari nú fækkandi í landinu en heilbrigðisyfirvöld binda vonir við að það sé merki um árangur í baráttunni gegn útbreiðslunni en að ekki sé um vangreiningu að ræða.Heilbrigðisráðherra Bretlands með veiruna Nadine Dorries, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur greinst með kórónuveiruna. Breskir miðlar greindu frá þessu í gærkvöldi en haft er eftir Dorries að hún sé í einangrun heima hjá sér. Hún segist hafa fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda til hins ítrasta eftir að smitið var staðfest og er nú unnið að því að rekja ferðir hennar. Enn er óljóst hvaða áhrif sýkingin mun hafa á starfsemi ráðuneytis hennar og neðri deildar breska þingsins - þar sem Dorries situr fyrir fyrir Íhaldsflokkinn. Bandaríkin Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Suður-Kórea Tengdar fréttir Ítalir þurfa ekki að borga af húsnæðislánum sínum í sóttkví Ítalir munu ekki þurfa að borga af húsnæðislánum sínum meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar í landi. 10. mars 2020 11:48 Íþróttaviðburðum á Ítalíu frestað til 3. apríl Öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu hefur verið frestað þangað til 3. apríl en þetta tilkynnti Ólympíusamband Ítalíu nú í dag. 9. mars 2020 17:33 Í sóttkví með líki eiginmanns síns Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. 11. mars 2020 06:55 Mörg þúsund í sóttkví á skemmtiferðaskipi undan ströndum Kaliforníu Búið er að staðfesta tuttugu og eitt kórónuveirusmit um borð í skemmtiferðaskipi undan ströndum Kaliforníu í Bandaríkjunum nærri San Fransisco. 7. mars 2020 09:55 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Minnst þúsund Bandaríkjamenn hafa nú greinst með veirusýkinguna Covid-19 og þrjátíu hafa látið lífið þar vestra. Washington hefur farið verst allra fylkja úr kórónuveirunni en ríkisstjórinn íhugar nú samkomubann. Veiran er einnig í mikilli útbreiðslu í New York og Kaliforníu. Á mánudag voru tilfellin 550 en síðan þá hefur fjöldi smitaðra nánast tvöfaldast.Ítalir reyna að aðlagast lífinu í sóttkví Á Ítalíu er götur og torg, sem vanalega iða af lífi, tóm og skólar lokaðir vegna samkomu-og ferðabanns stjórnvalda sem reyna nú með íþyngjandi aðgerðum að stemma stigu við faraldrinum. Ítalir misstu tökin á verkefninu um stund en um rúmlega tíu þúsund tilfelli sýkinga eru nú á Ítalíu og hefur veiran dregið þar alls 631 til dauða. Sérfræðingar segja að aðgerðirnar muni að öllum líkindum hægja á útbreiðslu en heilbrigðiskerfið á Ítalíu er að kikna undan álagi. Aðgerðirnar hafa langt því frá verið sársaukalausar. Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. Eiginmaður hennar lést aðfaranótt mánudags, að því er virðist vegna kórónuveirusýkingar og því hefur heilbrigðisstarfsfólki ekki verið unnt að fjarlægja lík hans vegna strangra sóttvarnaskilyrða.Sjá nánar: Í sóttkví með líki eiginmanns sínsYfirvöld í Suður-Kóreu tilkynntu í upphafi vikunnar að staðfestum tilfellum fari nú fækkandi í landinu en heilbrigðisyfirvöld binda vonir við að það sé merki um árangur í baráttunni gegn útbreiðslunni en að ekki sé um vangreiningu að ræða.Heilbrigðisráðherra Bretlands með veiruna Nadine Dorries, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur greinst með kórónuveiruna. Breskir miðlar greindu frá þessu í gærkvöldi en haft er eftir Dorries að hún sé í einangrun heima hjá sér. Hún segist hafa fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda til hins ítrasta eftir að smitið var staðfest og er nú unnið að því að rekja ferðir hennar. Enn er óljóst hvaða áhrif sýkingin mun hafa á starfsemi ráðuneytis hennar og neðri deildar breska þingsins - þar sem Dorries situr fyrir fyrir Íhaldsflokkinn.
Bandaríkin Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Suður-Kórea Tengdar fréttir Ítalir þurfa ekki að borga af húsnæðislánum sínum í sóttkví Ítalir munu ekki þurfa að borga af húsnæðislánum sínum meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar í landi. 10. mars 2020 11:48 Íþróttaviðburðum á Ítalíu frestað til 3. apríl Öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu hefur verið frestað þangað til 3. apríl en þetta tilkynnti Ólympíusamband Ítalíu nú í dag. 9. mars 2020 17:33 Í sóttkví með líki eiginmanns síns Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. 11. mars 2020 06:55 Mörg þúsund í sóttkví á skemmtiferðaskipi undan ströndum Kaliforníu Búið er að staðfesta tuttugu og eitt kórónuveirusmit um borð í skemmtiferðaskipi undan ströndum Kaliforníu í Bandaríkjunum nærri San Fransisco. 7. mars 2020 09:55 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Ítalir þurfa ekki að borga af húsnæðislánum sínum í sóttkví Ítalir munu ekki þurfa að borga af húsnæðislánum sínum meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar í landi. 10. mars 2020 11:48
Íþróttaviðburðum á Ítalíu frestað til 3. apríl Öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu hefur verið frestað þangað til 3. apríl en þetta tilkynnti Ólympíusamband Ítalíu nú í dag. 9. mars 2020 17:33
Í sóttkví með líki eiginmanns síns Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. 11. mars 2020 06:55
Mörg þúsund í sóttkví á skemmtiferðaskipi undan ströndum Kaliforníu Búið er að staðfesta tuttugu og eitt kórónuveirusmit um borð í skemmtiferðaskipi undan ströndum Kaliforníu í Bandaríkjunum nærri San Fransisco. 7. mars 2020 09:55