Báru kennsl á handlegginn sem fannst á Selvogsgrunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. mars 2020 14:49 Handleggurinn kom í veiðarfæri báts á Selvogsgrunni í maí 2017. Selvogsgrunn er merkt með rauðum punkti á korti. Map.is/Hjalti Upphandleggsbein sem kom í veiðarfæri báts á Selvogsgrunni árið 2017 er af íslenskum karlmanni sem hvarf tæpum tveimur árum áður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Vísir greindi frá því í janúar að umræddar líkamsleifar hefðu fundist og var málið þá hið eina óupplýsta sinnar tegundar á Íslandi. Upphandleggsbeinið er af Guðmundi Geir Sveinssyni sem fæddur var 13. apríl 1974 og búsettur á Selfossi. Leit að honum hófst 26. desember 2015 en þá voru sterkar vísbendingar um að hann hefði fallið í Ölfusá við kirkjugarðinn á Selfossi. Leitin reyndist árangurslaus og var hætt. „En allar götur síðan hafa menn svipast um eftir því hvort eitthvað fyndist sem skýrt gæti hvarf hans,“ segir í tilkynningu lögreglu. Sjá einnig: Handleggur kom í veiðarfæri báts á Selvogsgrunni árið 2017 Líkt og Vísir greindi frá í janúar fengu sjómenn á snurvoðarbát upphandleggsbein úr manni í veiðarfæri við veiðar á Selvogsgrunni 18. maí 2017. Sýni úr beininu var sent í aldursgreiningu og fékkst þar sú niðurstaða að það væri úr manni sem að öllum líkindum hefði látist á tímabilinu frá 2004 til 2007. „[…] og því fáir sem komu til greina sem eigendur að því,“ segir í tilkynningu lögreglu. Í janúar síðastliðnum var svo ákveðið að útvíkka umrætt tímabil. Við rannsókn Rättmedicinalverket í Svíþjóð kom í ljós að DNA-snið úr beininu samsvaraði DNA-sýnum sem aflað hafði verið úr aðstandendum Guðmundar Geirs þegar hann hvarf. Lögregla hefur fundað með aðstandendum um niðurstöðu málsins og verða þessar jarðnesku leifar afhentar þeim á allra næstu dögum. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Höfðu ekki fundið neinar vísbendingar Borin voru kennsl á höfuðkúpu manns sem hvarf í umdæmi lögreglu á Suðurlandi fyrir 25 árum í janúar síðastliðnum. Maðurinn hét Jón Ólafsson, fæddur 8. júlí 1940 og er talinn hafa fallið í Sogið á aðfangadag 1987. Lögregla á Suðurlandi hefur undanfarin misseri unnið að því að safna lífsýnum úr aðstandendum fólks sem horfið hefur úr umdæminu á liðnum árum. Vísir ræddi við Odd Árnason, yfirlögregluþjón á Suðurlandi, um höfuðkúpuna í janúar. Þegar Oddur var inntur eftir því hvort lögregla hafi inni á sínu borði fleiri óupplýst mál af slíku tagi, þar sem finnast líkamsleifar sem ekki tekst að bera kennsl á, sagðist Oddur aðeins vita um eitt. Um væri að ræða líkamsleifar sem komu í net úti fyrir Suðurlandi í maí árið 2017. „Eftir því sem ég best veit er einungis eitt tilvik sem er enn óþekkt. Það er handleggur af manni sem kom í veiðarfæri báts suður af landinu í Selvogi, á Selvogsgrunni, 2017. Við vitum að hann [handleggurinn] er nýlegur í skilningi þess orðs að hann er frá síðustu áratugum og við erum búnir að fá DNA-snið frá honum en hann hefur ekki samsvarað þeim sýnum sem eru til hjá okkur í dag.“ Oddur sagði þá að engar vísbendingar hefðu fundist í tengslum við málið. Þá væri DNA-sniðið ekki endilega íslenskt og allt eins líklegt að um útlending væri að ræða. Fréttin hefur verið uppfærð. Árborg Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Handleggur kom í veiðarfæri báts á Selvogsgrunni árið 2017 Málið er hið eina óupplýsta sinnar tegundar á Íslandi en ekki hefur verið fjallað um það áður, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi. 24. janúar 2020 15:30 Léttir, friður og djúpstæður missir að borin hafi verið kennsl á líkamsleifarnar Birgitta Jónsdóttir fyrrverandi alþingismaður er dóttir Jóns Ólafssonar, sem hvarf á aðfangadag 1987. Birgitta var tvítug þegar faðir hennar hvarf og segir það fyrst og fremst mikla friðþægingu að líkamsleifar hans hafi fundist. 24. janúar 2020 11:34 Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu manns sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. 23. janúar 2020 15:17 Birgitta þakkar lögreglunni fyrir að upplýsa hvarf föður hennar Lögreglan á Suðurlandi greindi frá því í dag að kennsl hefðu verið borin á líkamsleifar manns sem var talinn hafa fallið í Sogið árið 1987. 23. janúar 2020 20:44 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Upphandleggsbein sem kom í veiðarfæri báts á Selvogsgrunni árið 2017 er af íslenskum karlmanni sem hvarf tæpum tveimur árum áður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Vísir greindi frá því í janúar að umræddar líkamsleifar hefðu fundist og var málið þá hið eina óupplýsta sinnar tegundar á Íslandi. Upphandleggsbeinið er af Guðmundi Geir Sveinssyni sem fæddur var 13. apríl 1974 og búsettur á Selfossi. Leit að honum hófst 26. desember 2015 en þá voru sterkar vísbendingar um að hann hefði fallið í Ölfusá við kirkjugarðinn á Selfossi. Leitin reyndist árangurslaus og var hætt. „En allar götur síðan hafa menn svipast um eftir því hvort eitthvað fyndist sem skýrt gæti hvarf hans,“ segir í tilkynningu lögreglu. Sjá einnig: Handleggur kom í veiðarfæri báts á Selvogsgrunni árið 2017 Líkt og Vísir greindi frá í janúar fengu sjómenn á snurvoðarbát upphandleggsbein úr manni í veiðarfæri við veiðar á Selvogsgrunni 18. maí 2017. Sýni úr beininu var sent í aldursgreiningu og fékkst þar sú niðurstaða að það væri úr manni sem að öllum líkindum hefði látist á tímabilinu frá 2004 til 2007. „[…] og því fáir sem komu til greina sem eigendur að því,“ segir í tilkynningu lögreglu. Í janúar síðastliðnum var svo ákveðið að útvíkka umrætt tímabil. Við rannsókn Rättmedicinalverket í Svíþjóð kom í ljós að DNA-snið úr beininu samsvaraði DNA-sýnum sem aflað hafði verið úr aðstandendum Guðmundar Geirs þegar hann hvarf. Lögregla hefur fundað með aðstandendum um niðurstöðu málsins og verða þessar jarðnesku leifar afhentar þeim á allra næstu dögum. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Höfðu ekki fundið neinar vísbendingar Borin voru kennsl á höfuðkúpu manns sem hvarf í umdæmi lögreglu á Suðurlandi fyrir 25 árum í janúar síðastliðnum. Maðurinn hét Jón Ólafsson, fæddur 8. júlí 1940 og er talinn hafa fallið í Sogið á aðfangadag 1987. Lögregla á Suðurlandi hefur undanfarin misseri unnið að því að safna lífsýnum úr aðstandendum fólks sem horfið hefur úr umdæminu á liðnum árum. Vísir ræddi við Odd Árnason, yfirlögregluþjón á Suðurlandi, um höfuðkúpuna í janúar. Þegar Oddur var inntur eftir því hvort lögregla hafi inni á sínu borði fleiri óupplýst mál af slíku tagi, þar sem finnast líkamsleifar sem ekki tekst að bera kennsl á, sagðist Oddur aðeins vita um eitt. Um væri að ræða líkamsleifar sem komu í net úti fyrir Suðurlandi í maí árið 2017. „Eftir því sem ég best veit er einungis eitt tilvik sem er enn óþekkt. Það er handleggur af manni sem kom í veiðarfæri báts suður af landinu í Selvogi, á Selvogsgrunni, 2017. Við vitum að hann [handleggurinn] er nýlegur í skilningi þess orðs að hann er frá síðustu áratugum og við erum búnir að fá DNA-snið frá honum en hann hefur ekki samsvarað þeim sýnum sem eru til hjá okkur í dag.“ Oddur sagði þá að engar vísbendingar hefðu fundist í tengslum við málið. Þá væri DNA-sniðið ekki endilega íslenskt og allt eins líklegt að um útlending væri að ræða. Fréttin hefur verið uppfærð.
Árborg Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Handleggur kom í veiðarfæri báts á Selvogsgrunni árið 2017 Málið er hið eina óupplýsta sinnar tegundar á Íslandi en ekki hefur verið fjallað um það áður, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi. 24. janúar 2020 15:30 Léttir, friður og djúpstæður missir að borin hafi verið kennsl á líkamsleifarnar Birgitta Jónsdóttir fyrrverandi alþingismaður er dóttir Jóns Ólafssonar, sem hvarf á aðfangadag 1987. Birgitta var tvítug þegar faðir hennar hvarf og segir það fyrst og fremst mikla friðþægingu að líkamsleifar hans hafi fundist. 24. janúar 2020 11:34 Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu manns sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. 23. janúar 2020 15:17 Birgitta þakkar lögreglunni fyrir að upplýsa hvarf föður hennar Lögreglan á Suðurlandi greindi frá því í dag að kennsl hefðu verið borin á líkamsleifar manns sem var talinn hafa fallið í Sogið árið 1987. 23. janúar 2020 20:44 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Handleggur kom í veiðarfæri báts á Selvogsgrunni árið 2017 Málið er hið eina óupplýsta sinnar tegundar á Íslandi en ekki hefur verið fjallað um það áður, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Suðurlandi. 24. janúar 2020 15:30
Léttir, friður og djúpstæður missir að borin hafi verið kennsl á líkamsleifarnar Birgitta Jónsdóttir fyrrverandi alþingismaður er dóttir Jóns Ólafssonar, sem hvarf á aðfangadag 1987. Birgitta var tvítug þegar faðir hennar hvarf og segir það fyrst og fremst mikla friðþægingu að líkamsleifar hans hafi fundist. 24. janúar 2020 11:34
Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu manns sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. 23. janúar 2020 15:17
Birgitta þakkar lögreglunni fyrir að upplýsa hvarf föður hennar Lögreglan á Suðurlandi greindi frá því í dag að kennsl hefðu verið borin á líkamsleifar manns sem var talinn hafa fallið í Sogið árið 1987. 23. janúar 2020 20:44