Tvö innanlandssmit og neyðarstigi lýst yfir Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. mars 2020 15:07 Hjúkrunarfræðingur í hlífðarbúningi. vísir/vilhelm Sex ný kórónuveirusmittilfelli hafa verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í dag. Þau eru því alls orðin 43 talsins. Þar af eru tvö svokölluð innanlandssmit, þau fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Öll þau sem hafa smitast eru við góða heilsu. Því hefur verið tekin ákvörðun um að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, segir þetta þó hafa engin áhrif á almenning. Þetta lúti frekar að um 200 stofnunum og fyrirtækjum sem þurfa að herða eigið skipulag. Þessi tvö innanlandssmit greindust í tveimur einstaklingum, á sextugs- og sjötugsaldri, sem höfðu verið í tengslum við fólk sem nýkomið var frá margumræddum skíðasvæðum í Evrópu. Norður-Ítalía og Austurríki hafa verið flokkuð sem áhættusvæði og er til skoðunar að flokka Alpana alla sem svæði með mikla smithættu. Víðir segir að nú standi yfir smitrakning í tilfelli innlendu smitanna. Þau komu bæði upp á höfuðborgarsvæðinu. Ekki sé hægt að útiloka á þessu stigi máls að einstaklingarnir tveir hafi verið úti á meðal annars fólks áður en smit þeirra uppgötvaðist. Ekki sé búið að taka ákvörðun um að setja á samkomubann, en Víðir segir að það hljóti þó að fara að „styttast í þann tímapunkt.“ Almannavarnir hafi verið í nánu samtali við íþróttahreyfinguna í þessum efnum. Fréttin hefur verið uppfærð
Sex ný kórónuveirusmittilfelli hafa verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í dag. Þau eru því alls orðin 43 talsins. Þar af eru tvö svokölluð innanlandssmit, þau fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Öll þau sem hafa smitast eru við góða heilsu. Því hefur verið tekin ákvörðun um að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, segir þetta þó hafa engin áhrif á almenning. Þetta lúti frekar að um 200 stofnunum og fyrirtækjum sem þurfa að herða eigið skipulag. Þessi tvö innanlandssmit greindust í tveimur einstaklingum, á sextugs- og sjötugsaldri, sem höfðu verið í tengslum við fólk sem nýkomið var frá margumræddum skíðasvæðum í Evrópu. Norður-Ítalía og Austurríki hafa verið flokkuð sem áhættusvæði og er til skoðunar að flokka Alpana alla sem svæði með mikla smithættu. Víðir segir að nú standi yfir smitrakning í tilfelli innlendu smitanna. Þau komu bæði upp á höfuðborgarsvæðinu. Ekki sé hægt að útiloka á þessu stigi máls að einstaklingarnir tveir hafi verið úti á meðal annars fólks áður en smit þeirra uppgötvaðist. Ekki sé búið að taka ákvörðun um að setja á samkomubann, en Víðir segir að það hljóti þó að fara að „styttast í þann tímapunkt.“ Almannavarnir hafi verið í nánu samtali við íþróttahreyfinguna í þessum efnum. Fréttin hefur verið uppfærð
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira