Mark Meadows nýr starfsmannastjóri Hvíta hússins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2020 13:24 Mark Meadows er nýr starfsmannastjóri Hvíta hússins. getty/Andrew Harrer Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter í gær að öldungadeildarþingmaðurinn Mark Meadows tæki við af Mick Mulvaney sem starfsmannastjóri Hvíta hússins. Meadows er þar með fjórði starfsmannastjóri Hvíta hússins frá því Trump tók við embætti. Enginn forseti hingað til hefur skipt svo oft um starfsmannastjóra á svo stuttum tíma. Mulvaney er þriðji starfsmannastjórinn sem Trump hefur þvingað úr starfi og mun hann einnig láta af störfum sínum sem fjármálastjóri og mun Russel T. Vought, sem nú sinnir þeirri stöðu tímabundið mun taka við starfinu til frambúðar. I am pleased to announce that Congressman Mark Meadows will become White House Chief of Staff. I have long known and worked with Mark, and the relationship is a very good one....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 7, 2020 ....I want to thank Acting Chief Mick Mulvaney for having served the Administration so well. He will become the United States Special Envoy for Northern Ireland. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 7, 2020 Þetta er talið mikið högg fyrir ríkisstjórn Trumps en nú horfist hún í augu við eitt stærsta vandamál sem komið hefur upp á starfstíma hennar, það er kórónuveirufaraldurinn. Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á hagkerfi landsins og mun reynast forsetanum erfið hindrun í komandi kosningabaráttu. Talið er að þessi breyting innan Hvíta hússins gefi til kynna að meiri starfsmannavelta verði á næstu misserum þar sem starfsteymi Mulvaney og undirmenn hans munu einnig láta af störfum, þar á meðal Emma Doyle, hæst setti ráðgjafi hans, og Joe Grogan, ráðgjafi í innanríkismálum. Hope Hicks, sá ráðgjafi Trumps sem hann er talinn treysta hvað mest, mun snúa aftur til starfa á mánudag og mun hún þá vinna fyrir Jared Kushner, tengdason forsetans og hátt settan ráðgjafa. Breytingin hefur verið fyrirséð í dágóðan tíma en Trump talaði opinberlega um það fyrir nokkru síðan hve illa sér líkaði við Mulvaney en var ráðlagt af ráðgjöfum sínum að skipta honum ekki út fyrr en eftir dómsmál hans fyrir þinginu. Því lauk 6. febrúar síðastliðinn þegar hann var sýknaður af ákærum um embættisbrot. Á meðan málið var tekið fyrir af þinginu átti Mulvaney í opinberum útistöðum við Pat A. Cipollone, ráðgjafa forsetans. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mulvaney veitti samþykki fyrir fundi gegn því að Biden-feðgar yrðu rannsakaðir Starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, samþykkti að halda skyldi fund á milli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Volodimirs Zelenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu ef og aðeins ef stjórnvöld í Kænugarði hæfu rannsókn á olíufyrirtækinu Burisma. 9. nóvember 2019 12:01 Brutu lög með frystingu neyðaraðstoðar til Úkraínu Sjálfstæð eftirlitsstofnun með framkvæmdavaldi Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hvíta húsið hafi brotið lög þegar neyðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, var fryst. 16. janúar 2020 16:12 Hvíta húsið krafðist þess að sett yrði ofan í við veðurfræðinga Þrýst var á að vísindastofnun Bandaríkjastjórnar afneitaði veðurfræðingum sem leiðréttu rangindi sem Trump forseti fór með um fellibylinn Dorian. 11. september 2019 16:19 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti á Twitter í gær að öldungadeildarþingmaðurinn Mark Meadows tæki við af Mick Mulvaney sem starfsmannastjóri Hvíta hússins. Meadows er þar með fjórði starfsmannastjóri Hvíta hússins frá því Trump tók við embætti. Enginn forseti hingað til hefur skipt svo oft um starfsmannastjóra á svo stuttum tíma. Mulvaney er þriðji starfsmannastjórinn sem Trump hefur þvingað úr starfi og mun hann einnig láta af störfum sínum sem fjármálastjóri og mun Russel T. Vought, sem nú sinnir þeirri stöðu tímabundið mun taka við starfinu til frambúðar. I am pleased to announce that Congressman Mark Meadows will become White House Chief of Staff. I have long known and worked with Mark, and the relationship is a very good one....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 7, 2020 ....I want to thank Acting Chief Mick Mulvaney for having served the Administration so well. He will become the United States Special Envoy for Northern Ireland. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 7, 2020 Þetta er talið mikið högg fyrir ríkisstjórn Trumps en nú horfist hún í augu við eitt stærsta vandamál sem komið hefur upp á starfstíma hennar, það er kórónuveirufaraldurinn. Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á hagkerfi landsins og mun reynast forsetanum erfið hindrun í komandi kosningabaráttu. Talið er að þessi breyting innan Hvíta hússins gefi til kynna að meiri starfsmannavelta verði á næstu misserum þar sem starfsteymi Mulvaney og undirmenn hans munu einnig láta af störfum, þar á meðal Emma Doyle, hæst setti ráðgjafi hans, og Joe Grogan, ráðgjafi í innanríkismálum. Hope Hicks, sá ráðgjafi Trumps sem hann er talinn treysta hvað mest, mun snúa aftur til starfa á mánudag og mun hún þá vinna fyrir Jared Kushner, tengdason forsetans og hátt settan ráðgjafa. Breytingin hefur verið fyrirséð í dágóðan tíma en Trump talaði opinberlega um það fyrir nokkru síðan hve illa sér líkaði við Mulvaney en var ráðlagt af ráðgjöfum sínum að skipta honum ekki út fyrr en eftir dómsmál hans fyrir þinginu. Því lauk 6. febrúar síðastliðinn þegar hann var sýknaður af ákærum um embættisbrot. Á meðan málið var tekið fyrir af þinginu átti Mulvaney í opinberum útistöðum við Pat A. Cipollone, ráðgjafa forsetans.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mulvaney veitti samþykki fyrir fundi gegn því að Biden-feðgar yrðu rannsakaðir Starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, samþykkti að halda skyldi fund á milli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Volodimirs Zelenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu ef og aðeins ef stjórnvöld í Kænugarði hæfu rannsókn á olíufyrirtækinu Burisma. 9. nóvember 2019 12:01 Brutu lög með frystingu neyðaraðstoðar til Úkraínu Sjálfstæð eftirlitsstofnun með framkvæmdavaldi Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hvíta húsið hafi brotið lög þegar neyðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, var fryst. 16. janúar 2020 16:12 Hvíta húsið krafðist þess að sett yrði ofan í við veðurfræðinga Þrýst var á að vísindastofnun Bandaríkjastjórnar afneitaði veðurfræðingum sem leiðréttu rangindi sem Trump forseti fór með um fellibylinn Dorian. 11. september 2019 16:19 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Sjá meira
Mulvaney veitti samþykki fyrir fundi gegn því að Biden-feðgar yrðu rannsakaðir Starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, samþykkti að halda skyldi fund á milli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Volodimirs Zelenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu ef og aðeins ef stjórnvöld í Kænugarði hæfu rannsókn á olíufyrirtækinu Burisma. 9. nóvember 2019 12:01
Brutu lög með frystingu neyðaraðstoðar til Úkraínu Sjálfstæð eftirlitsstofnun með framkvæmdavaldi Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hvíta húsið hafi brotið lög þegar neyðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, var fryst. 16. janúar 2020 16:12
Hvíta húsið krafðist þess að sett yrði ofan í við veðurfræðinga Þrýst var á að vísindastofnun Bandaríkjastjórnar afneitaði veðurfræðingum sem leiðréttu rangindi sem Trump forseti fór með um fellibylinn Dorian. 11. september 2019 16:19