Segir ummæli borgarstjóra um forystuleysi skjóta skökku við Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 15:05 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ummæli sem borgarstjóri lét falla í Silfrinu um helgina ekki gefa tilefni fyrir bjartsýni er varðar framhaldið í kjaraviðræðum við borgina. Vísir/Vilhelm Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ummæli sem borgarstjóri lét falla í Silfrinu um helgina ekki gefa tilefni fyrir bjartsýni er varðar framhaldið í kjaraviðræðum við borgina. Að óbreyttu leggja félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg niður störf í hádeginu á morgun og verða í verkfalli fram til miðnættis á fimmtudaginn kemur. Ríkissáttasemjari frestaði með skömmum fyrirvara samningafundi sem átti að fara fram klukkan tvö og boðaði ekki nýjan. Fréttastofa fékk þau svör frá embætti ríkissáttasemjara að samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar hefðu þurft að undirbúa sig betur fyrir frekari viðræður. Sjá nánar: Samningafundi Eflingar og borgarinnar frestað Viðar tekur mið af orðum sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, lét falla í Silfrinu þegar hann gagnrýndi ákveðið „forystuleysi“ í tengslum við Lífskjarasamningana sem voru undirritaðir í vor. „Það sem hefur breyst á þessum tíma er að hluti vandans er ákveðið forystuleysi. Það er einhvern veginn enginn að útskýra hvað verkalýðshreyfingin, vinnuveitendur og ríkisstjórnin var að gera síðastliðið vor; hvað það felur í sér, hver hugsunin með því er þannig að þó að lífskjarasamningarnir séu mikið nefndir þá eru almennt fáir sem tala fyrir þeim og útskýra hvað í þeim fólst,“ sagði Dagur. Viðari fannst ummælin skjóta skökku við í ljósi þeirrar stöðu sem Dagur gegnir. „Mér finnst það kannski skjóta pínulítið skökku við að borgarstjóri sé að gagnrýna aðra aðila fyrir það sem hann kallar forystuleysi en er síðan á sama tíma sjálfur að smíða hina og þessa ómöguleika í kringum það að koma til móts við kröfur Eflingarfólks, sem eru þó, eins og við höfum sýnt fram á að eru að okkar mati fullkomlega raunhæfar og gerlegar lausnir.“ Borgarstjóri sagði í Silfrinu í gær að hluti af vandanum væri fólginn í ákveðnu forystuleysi. Útskýra hefði þurft betur hvað í Lífskjarasamningnum fólst að mati hans.Vísir/vilhelm Viðar segir að afstaða borgarinnar sé með öllu óskiljanleg. Krafa Eflingar sé eðlileg aðlögun á hugmyndafræði Lífskjarasamningsins með tilliti til sérstakrar stöðu láglaunahópsins sem um ræðir. „Við bendum á að nú þegar hafa verið gerðir kjarasamningar - við vísum auðvitað til samningana sem BHM gerði við fjármálaráðuneytið nú fyrir jól - þar sem var sýndur mikill sveigjanleiki af hálfu ríkisins í því að mæta ákveðinni túlkun þess hóps á Lífskjarasamningnum og okkur finnst það vera ansi napurlegt ef það er svo ekki hægt fyrir þann hóp sem ég held að engum dyljist og allir eru sammála um að eru í þeirri stöðu að geta hreinlega ekki lifað af laununum sínum þrátt fyrir að vera í fullri vinnu.“ Viðar segir að mikill baráttuandi sé í félagsmönnum og að þeir finni fyrir miklum og sterkum hljómgrunni alls staðar í samfélaginu. „Mér er til efs að á síðustu áratugum hafi stigið fram hópur með annan eins einbeittan baráttuvilja og baráttuþrek eins og félagsmenn okkar hjá borginni og ég held það skýrist því miður af þeim óboðlegu aðstæðum og launum sem þessi hópur hefur verið látinn búa við en um leið held ég að megi sækja innblástur í það að sjá þennan hóp sem lætur það ekki berja sig niður heldur þvert á móti.“ Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Deildu um höfrungahlaup á vinnumarkaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni. 9. febrúar 2020 20:22 3.500 leikskólabörn send heim á hádegi á morgun 3.500 leikskólabörn verða senda heim á hádegi á morgun vegna verkfallsaðgerða Eflingar. Enginn árangur náðist á samningafundi félagsins og borgarinnar hjá sáttasemjara í dag. 3. febrúar 2020 20:00 Formanni Eflingar finnst launakröfur ófaglærðra ekki of nálægt launum leikskólakennara Sólveig Anna segir starfsfólk leikskóla sem er í Eflingu ganga í störf leikskólakennara og bera í mörgum tilvikum sömu ábyrgð. 6. febrúar 2020 18:55 Sólarhringsverkfall Eflingar hófst á miðnætti Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hófst á miðnætti og stendur til miðnættis í kvöld. 6. febrúar 2020 07:26 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir ummæli sem borgarstjóri lét falla í Silfrinu um helgina ekki gefa tilefni fyrir bjartsýni er varðar framhaldið í kjaraviðræðum við borgina. Að óbreyttu leggja félagsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg niður störf í hádeginu á morgun og verða í verkfalli fram til miðnættis á fimmtudaginn kemur. Ríkissáttasemjari frestaði með skömmum fyrirvara samningafundi sem átti að fara fram klukkan tvö og boðaði ekki nýjan. Fréttastofa fékk þau svör frá embætti ríkissáttasemjara að samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar hefðu þurft að undirbúa sig betur fyrir frekari viðræður. Sjá nánar: Samningafundi Eflingar og borgarinnar frestað Viðar tekur mið af orðum sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, lét falla í Silfrinu þegar hann gagnrýndi ákveðið „forystuleysi“ í tengslum við Lífskjarasamningana sem voru undirritaðir í vor. „Það sem hefur breyst á þessum tíma er að hluti vandans er ákveðið forystuleysi. Það er einhvern veginn enginn að útskýra hvað verkalýðshreyfingin, vinnuveitendur og ríkisstjórnin var að gera síðastliðið vor; hvað það felur í sér, hver hugsunin með því er þannig að þó að lífskjarasamningarnir séu mikið nefndir þá eru almennt fáir sem tala fyrir þeim og útskýra hvað í þeim fólst,“ sagði Dagur. Viðari fannst ummælin skjóta skökku við í ljósi þeirrar stöðu sem Dagur gegnir. „Mér finnst það kannski skjóta pínulítið skökku við að borgarstjóri sé að gagnrýna aðra aðila fyrir það sem hann kallar forystuleysi en er síðan á sama tíma sjálfur að smíða hina og þessa ómöguleika í kringum það að koma til móts við kröfur Eflingarfólks, sem eru þó, eins og við höfum sýnt fram á að eru að okkar mati fullkomlega raunhæfar og gerlegar lausnir.“ Borgarstjóri sagði í Silfrinu í gær að hluti af vandanum væri fólginn í ákveðnu forystuleysi. Útskýra hefði þurft betur hvað í Lífskjarasamningnum fólst að mati hans.Vísir/vilhelm Viðar segir að afstaða borgarinnar sé með öllu óskiljanleg. Krafa Eflingar sé eðlileg aðlögun á hugmyndafræði Lífskjarasamningsins með tilliti til sérstakrar stöðu láglaunahópsins sem um ræðir. „Við bendum á að nú þegar hafa verið gerðir kjarasamningar - við vísum auðvitað til samningana sem BHM gerði við fjármálaráðuneytið nú fyrir jól - þar sem var sýndur mikill sveigjanleiki af hálfu ríkisins í því að mæta ákveðinni túlkun þess hóps á Lífskjarasamningnum og okkur finnst það vera ansi napurlegt ef það er svo ekki hægt fyrir þann hóp sem ég held að engum dyljist og allir eru sammála um að eru í þeirri stöðu að geta hreinlega ekki lifað af laununum sínum þrátt fyrir að vera í fullri vinnu.“ Viðar segir að mikill baráttuandi sé í félagsmönnum og að þeir finni fyrir miklum og sterkum hljómgrunni alls staðar í samfélaginu. „Mér er til efs að á síðustu áratugum hafi stigið fram hópur með annan eins einbeittan baráttuvilja og baráttuþrek eins og félagsmenn okkar hjá borginni og ég held það skýrist því miður af þeim óboðlegu aðstæðum og launum sem þessi hópur hefur verið látinn búa við en um leið held ég að megi sækja innblástur í það að sjá þennan hóp sem lætur það ekki berja sig niður heldur þvert á móti.“
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Deildu um höfrungahlaup á vinnumarkaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni. 9. febrúar 2020 20:22 3.500 leikskólabörn send heim á hádegi á morgun 3.500 leikskólabörn verða senda heim á hádegi á morgun vegna verkfallsaðgerða Eflingar. Enginn árangur náðist á samningafundi félagsins og borgarinnar hjá sáttasemjara í dag. 3. febrúar 2020 20:00 Formanni Eflingar finnst launakröfur ófaglærðra ekki of nálægt launum leikskólakennara Sólveig Anna segir starfsfólk leikskóla sem er í Eflingu ganga í störf leikskólakennara og bera í mörgum tilvikum sömu ábyrgð. 6. febrúar 2020 18:55 Sólarhringsverkfall Eflingar hófst á miðnætti Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hófst á miðnætti og stendur til miðnættis í kvöld. 6. febrúar 2020 07:26 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Deildu um höfrungahlaup á vinnumarkaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni. 9. febrúar 2020 20:22
3.500 leikskólabörn send heim á hádegi á morgun 3.500 leikskólabörn verða senda heim á hádegi á morgun vegna verkfallsaðgerða Eflingar. Enginn árangur náðist á samningafundi félagsins og borgarinnar hjá sáttasemjara í dag. 3. febrúar 2020 20:00
Formanni Eflingar finnst launakröfur ófaglærðra ekki of nálægt launum leikskólakennara Sólveig Anna segir starfsfólk leikskóla sem er í Eflingu ganga í störf leikskólakennara og bera í mörgum tilvikum sömu ábyrgð. 6. febrúar 2020 18:55
Sólarhringsverkfall Eflingar hófst á miðnætti Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hófst á miðnætti og stendur til miðnættis í kvöld. 6. febrúar 2020 07:26