Konan sem slasaðist á Sandgerðisvegi úr lífshættu Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2020 15:45 Áreksturinn varð skammt frá hringtorgi við Keflavíkurflugvöll laugardaginn 18. janúar. Grafík/Hafsteinn Rannsókn á árekstri tveggja bifreiða á Sandgerðisvegi þegar lögreglumenn veitti öðrum þeirra eftirför miðar vel, að sögn lögreglu. Kona á fimmtugsaldri sem var farþegi í öðrum bílnum er sögð mikið slösuð en ekki lengur í lífshættu. Þrír voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn á Sandgerðisvegi 18. janúar, ökumaður bílsins sem lögreglan veitti eftirför og tvennt sem var í bílnum sem hann ók á. Konan var farþegi í bílnum sem varð fyrir þeim sem var veitt eftirför. Loka þurfti veginum um tíma vegna slyssins. Ökumaðurinn sem lögreglan elti var á stolnum bíl og er sagður hafa ekið á miklum hraða. Lögreglan á Suðurnesjum hefur sagt að hann sé grunaður um ofsaakstur undir áhrifum fíkniefna. Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu hefur eftirförina til rannsóknar en henni ber að rannsaka mál þar sem fólk lætur lífið eða verður fyrir stórfelldu líkamstjóni við störf lögreglu. Lögreglan sagði að lögreglumenn sem eltu ökumanninn hafi dregið verulega úr hraða skömmu fyrir áreksturinn. Ók í gegnum hringtorgið Stefán Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður rannsóknadeildar lögreglunnar á Suðurnesjum, segir við Vísi að rannsókninni á árekstrinum miði vel. Maðurinn sitji í gæsluvarðhaldi vegna endurtekinna brota. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum renni út á föstudag en að öllum líkindum verði farið fram á framlengingu á honum. Stefnt sé að því að halda honum í varðhaldi fram að dómi í máli hans. Ökumaðurinn sem situr nú í varðhaldi fór í gegnum hringtorgið nærri Keflavíkurflugvelli og inn á Sandgerðisveg. Þegar hann hafði ekið rúman hálfan kílómetra á Sandgerðisvegi, við slæm akstursskilyrði, fór hann yfir á rangan vegarhelming. Við það rakst hann á bifreiðina sem konan var farþegi í. Konan er mikið slösuð en ekki lengur í lífshættu. Stefán segir að henni hafi verið haldið sofandi lengi en hún hafi nú verið vakin. Báðir bílarnir sem lentu í árekstrinum segir hann illa farna, ef ekki ónýta. Lögreglumál Samgönguslys Suðurnesjabær Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Tengdar fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Sandgerðisvegi Sandgerðisvegi hefur verið lokað vegna umferðaróhapps. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar verður vegurinn lokaður um tíma vegna óhappsins. 18. janúar 2020 15:47 Segja lögreglumennina hafa „dregið verulega úr hraða“ áður en áreksturinn varð Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þá ók hann einnig sviptur ökuréttindum, undir áhrifum fíkniefna og of hratt. 20. janúar 2020 11:17 Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu skoðar eftirför á Sandgerðisvegi Kona liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að ökumaðurinn sem lögreglan veitti eftirför, lenti í hörðum árekstri við bíl sem konan var farþegi í. 24. janúar 2020 09:00 Lögregla veitti bílnum sem lenti í hörðum árekstri eftirför Lögregla veitti öðrum bílnum sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í gær eftirför. 19. janúar 2020 18:03 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Rannsókn á árekstri tveggja bifreiða á Sandgerðisvegi þegar lögreglumenn veitti öðrum þeirra eftirför miðar vel, að sögn lögreglu. Kona á fimmtugsaldri sem var farþegi í öðrum bílnum er sögð mikið slösuð en ekki lengur í lífshættu. Þrír voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn á Sandgerðisvegi 18. janúar, ökumaður bílsins sem lögreglan veitti eftirför og tvennt sem var í bílnum sem hann ók á. Konan var farþegi í bílnum sem varð fyrir þeim sem var veitt eftirför. Loka þurfti veginum um tíma vegna slyssins. Ökumaðurinn sem lögreglan elti var á stolnum bíl og er sagður hafa ekið á miklum hraða. Lögreglan á Suðurnesjum hefur sagt að hann sé grunaður um ofsaakstur undir áhrifum fíkniefna. Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu hefur eftirförina til rannsóknar en henni ber að rannsaka mál þar sem fólk lætur lífið eða verður fyrir stórfelldu líkamstjóni við störf lögreglu. Lögreglan sagði að lögreglumenn sem eltu ökumanninn hafi dregið verulega úr hraða skömmu fyrir áreksturinn. Ók í gegnum hringtorgið Stefán Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður rannsóknadeildar lögreglunnar á Suðurnesjum, segir við Vísi að rannsókninni á árekstrinum miði vel. Maðurinn sitji í gæsluvarðhaldi vegna endurtekinna brota. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum renni út á föstudag en að öllum líkindum verði farið fram á framlengingu á honum. Stefnt sé að því að halda honum í varðhaldi fram að dómi í máli hans. Ökumaðurinn sem situr nú í varðhaldi fór í gegnum hringtorgið nærri Keflavíkurflugvelli og inn á Sandgerðisveg. Þegar hann hafði ekið rúman hálfan kílómetra á Sandgerðisvegi, við slæm akstursskilyrði, fór hann yfir á rangan vegarhelming. Við það rakst hann á bifreiðina sem konan var farþegi í. Konan er mikið slösuð en ekki lengur í lífshættu. Stefán segir að henni hafi verið haldið sofandi lengi en hún hafi nú verið vakin. Báðir bílarnir sem lentu í árekstrinum segir hann illa farna, ef ekki ónýta.
Lögreglumál Samgönguslys Suðurnesjabær Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Tengdar fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Sandgerðisvegi Sandgerðisvegi hefur verið lokað vegna umferðaróhapps. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar verður vegurinn lokaður um tíma vegna óhappsins. 18. janúar 2020 15:47 Segja lögreglumennina hafa „dregið verulega úr hraða“ áður en áreksturinn varð Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þá ók hann einnig sviptur ökuréttindum, undir áhrifum fíkniefna og of hratt. 20. janúar 2020 11:17 Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu skoðar eftirför á Sandgerðisvegi Kona liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að ökumaðurinn sem lögreglan veitti eftirför, lenti í hörðum árekstri við bíl sem konan var farþegi í. 24. janúar 2020 09:00 Lögregla veitti bílnum sem lenti í hörðum árekstri eftirför Lögregla veitti öðrum bílnum sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í gær eftirför. 19. janúar 2020 18:03 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Sandgerðisvegi Sandgerðisvegi hefur verið lokað vegna umferðaróhapps. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar verður vegurinn lokaður um tíma vegna óhappsins. 18. janúar 2020 15:47
Segja lögreglumennina hafa „dregið verulega úr hraða“ áður en áreksturinn varð Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þá ók hann einnig sviptur ökuréttindum, undir áhrifum fíkniefna og of hratt. 20. janúar 2020 11:17
Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu skoðar eftirför á Sandgerðisvegi Kona liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að ökumaðurinn sem lögreglan veitti eftirför, lenti í hörðum árekstri við bíl sem konan var farþegi í. 24. janúar 2020 09:00
Lögregla veitti bílnum sem lenti í hörðum árekstri eftirför Lögregla veitti öðrum bílnum sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í gær eftirför. 19. janúar 2020 18:03