Segir að þó Ísland yrði gert að sænskri hippakommúnu væri það ekkert á móti lokun álvera á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2020 16:36 Sigmundur Davíð telur málflutning yfirlýstra umhverfissinna barnalegan. „Þótt allar öfgakenndustu hugmyndir, til næstu áratuga, um að setja alla á reiðhjól, gera alla vegan og breyta Íslandi í „sænska hippakommúnu” myndu rætast næði það aldrei að vega upp þá aukningu sem verður á losun gróðurhúsalofttegunda ef álver flyst frá Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Sigmundur Davíð segir það einfaldlega svo að álverið í Straumsvík, þegar allt er talið, sé ákaflega umhverfisvænt. Og hann segir það furðulegt að sjá fólk sem telur sig umhverfisverndarsinna skuli óska þess að álverinu í Straumsvík verði lokað. „Á Íslandi losna sem nemur um 2 tonnum af CO2 fyrir hvert framleitt tonn af áli. Í Kína, þar sem framleiðslan er knúin með kolabruna, losar sama framleiðsla um 21 tonn af CO2 eða um tífalt meira,“ skrifar Sigmundur Davíð á Facebooksíðu sína. Hann heldur áfram og segir að í fyrra hafi álverið í Straumsvík framleitt 212 þúsund tonn af áli. „Ef sú framleiðsla flyttist til Kína, eins og hún myndi gera við lokun í Straumsvík, færi magn losunar úr 424 kt. af CO2 í 4.452 kt. Munurinn á þessu nemur margfaldri losun vegna umferðar á Íslandi. Það má svo bæta við flugi, skipum, heimilum, landbúnaði, hinum ýmsu iðnfyrirtækjum osfrv. án þess að það jafnaðist á við þá aukningu sem yrði á losun ef framleiðsla eins álvers flyttist frá Íslandi.“ Sigmundur segir að í ljósi þessa megi telja alla þá sem hafa starfað í álveri hetjur. „Það ætti að sæma alla sem starfa í álveri á Íslandi orðu fyrir framlag sitt til loftslagsmála.“ Hafnarfjörður Loftslagsmál Miðflokkurinn Stóriðja Umhverfismál Tengdar fréttir Starfsfólk Isal í tvöföldu áfalli vegna mögulegrar lokunar og kjarasamninga Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. 12. febrúar 2020 20:00 Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Mikið áfall fyrir efnahagslífið ef ISAL hættir starfsemi Forstjóri ISAL segir það skýrast um mitt þetta ár hvort starfsemi fyrirtækisins verði lögð niður. ISAL búi við mun óhagkvæmari raforkuverðs samning við Landsvirkjun en önnur álver í landinu. 12. febrúar 2020 12:15 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
„Þótt allar öfgakenndustu hugmyndir, til næstu áratuga, um að setja alla á reiðhjól, gera alla vegan og breyta Íslandi í „sænska hippakommúnu” myndu rætast næði það aldrei að vega upp þá aukningu sem verður á losun gróðurhúsalofttegunda ef álver flyst frá Íslandi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Sigmundur Davíð segir það einfaldlega svo að álverið í Straumsvík, þegar allt er talið, sé ákaflega umhverfisvænt. Og hann segir það furðulegt að sjá fólk sem telur sig umhverfisverndarsinna skuli óska þess að álverinu í Straumsvík verði lokað. „Á Íslandi losna sem nemur um 2 tonnum af CO2 fyrir hvert framleitt tonn af áli. Í Kína, þar sem framleiðslan er knúin með kolabruna, losar sama framleiðsla um 21 tonn af CO2 eða um tífalt meira,“ skrifar Sigmundur Davíð á Facebooksíðu sína. Hann heldur áfram og segir að í fyrra hafi álverið í Straumsvík framleitt 212 þúsund tonn af áli. „Ef sú framleiðsla flyttist til Kína, eins og hún myndi gera við lokun í Straumsvík, færi magn losunar úr 424 kt. af CO2 í 4.452 kt. Munurinn á þessu nemur margfaldri losun vegna umferðar á Íslandi. Það má svo bæta við flugi, skipum, heimilum, landbúnaði, hinum ýmsu iðnfyrirtækjum osfrv. án þess að það jafnaðist á við þá aukningu sem yrði á losun ef framleiðsla eins álvers flyttist frá Íslandi.“ Sigmundur segir að í ljósi þessa megi telja alla þá sem hafa starfað í álveri hetjur. „Það ætti að sæma alla sem starfa í álveri á Íslandi orðu fyrir framlag sitt til loftslagsmála.“
Hafnarfjörður Loftslagsmál Miðflokkurinn Stóriðja Umhverfismál Tengdar fréttir Starfsfólk Isal í tvöföldu áfalli vegna mögulegrar lokunar og kjarasamninga Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. 12. febrúar 2020 20:00 Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Mikið áfall fyrir efnahagslífið ef ISAL hættir starfsemi Forstjóri ISAL segir það skýrast um mitt þetta ár hvort starfsemi fyrirtækisins verði lögð niður. ISAL búi við mun óhagkvæmari raforkuverðs samning við Landsvirkjun en önnur álver í landinu. 12. febrúar 2020 12:15 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Starfsfólk Isal í tvöföldu áfalli vegna mögulegrar lokunar og kjarasamninga Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. 12. febrúar 2020 20:00
Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43
Mikið áfall fyrir efnahagslífið ef ISAL hættir starfsemi Forstjóri ISAL segir það skýrast um mitt þetta ár hvort starfsemi fyrirtækisins verði lögð niður. ISAL búi við mun óhagkvæmari raforkuverðs samning við Landsvirkjun en önnur álver í landinu. 12. febrúar 2020 12:15
Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45