Slagkraftur þorpsins bjargar öðru barni Eva Bjarnadóttir skrifar 3. febrúar 2020 14:00 Stundum er sagt að það þurfi þorp til að ala upp barn og undanfarna daga hefur Vesturbæjarskóli og nærumhverfi verið það þorp. Í annað sinn á stuttum tíma sameinast Réttindaskóli UNICEF með börnum á flótta, sem er til marks um mikilvægi þess að fólk læri um réttindi sín og annarra. Þekking er vogarafl gagnvart valdhöfum og með betri þekkingu á mannréttindum fækkar líklega þeim tilvikum þar sem börnum er vísað á brott þegjandi og hljóðalaust. Í þetta sinn bar samtakamátturinn árangur og ráðherra boðar breytingar, sem er vel. Það er hins vegar orðið þreytt stef, að almenningur þurfi að gæta réttinda barna í kerfinu og að börn þurfi að opinbera líf sitt í fjölmiðlum til að fá áheyrn. Þegar 19 þúsund manns skrifa undir áskorun til stjórnvalda að snúa ákvörðun sinni er það birtingarmynd þess að ekki ríki nauðsynlegt traust. Í viðbrögðum dómsmálaráðherra horfir hún réttilega til lengdar málsmeðferðartíma, þ.e. hversu langan tíma tekur að fá lokaniðurstöðu í umsókn barns um vernd. Það má ef til vill kjarna stefnu stjórnvalda í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd með einmitt þessum tveimur orðum: stytting málsmeðferðartíma, sem er vissulega mikilvægt hagsmunamál umsækjenda en á sama tíma þarf jafnframt að gæta að gæðum ferlisins. Einn mikilvægur hlekkur í því er að fræða starfsfólk um réttindi barna og búa til formlega verkferla fyrir mat á því sem barni er fyrir bestu. Þekking á mannréttindum er ekki aðeins mikilvæg almenningi, hún þarf að vera til staðar innan stjórnkerfisins. Ef starfsfólk fær ekki þekkinguna og verkfærin til að vinna að mannréttindum, er ljóst að önnur sjónarmið fá forgang. Við verðum að geta treyst því að réttindi allra barna séu virt, en Barnasáttmálinn er meira í orði en á borði eins og er og því þarf að breyta fyrir öll börn sem sækja um vernd. Dómsmálaráðherra hefur falið þingmannanefnd um málefni útlendinga að fylgja eftir vinnu varðandi stöðu barna og fólks í viðkvæmri stöðu. Þar þarf að huga að stefnumótun og framkvæmd, með virðingu fyrir réttindum barna að leiðarljósi, og með það í huga að efla réttindamiðaða þekkingu, stefnumótun og verkferla innan stjórnkerfisins. Höfundur er sérfræðingur hjá UNICEF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Eva Bjarnadóttir Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Stundum er sagt að það þurfi þorp til að ala upp barn og undanfarna daga hefur Vesturbæjarskóli og nærumhverfi verið það þorp. Í annað sinn á stuttum tíma sameinast Réttindaskóli UNICEF með börnum á flótta, sem er til marks um mikilvægi þess að fólk læri um réttindi sín og annarra. Þekking er vogarafl gagnvart valdhöfum og með betri þekkingu á mannréttindum fækkar líklega þeim tilvikum þar sem börnum er vísað á brott þegjandi og hljóðalaust. Í þetta sinn bar samtakamátturinn árangur og ráðherra boðar breytingar, sem er vel. Það er hins vegar orðið þreytt stef, að almenningur þurfi að gæta réttinda barna í kerfinu og að börn þurfi að opinbera líf sitt í fjölmiðlum til að fá áheyrn. Þegar 19 þúsund manns skrifa undir áskorun til stjórnvalda að snúa ákvörðun sinni er það birtingarmynd þess að ekki ríki nauðsynlegt traust. Í viðbrögðum dómsmálaráðherra horfir hún réttilega til lengdar málsmeðferðartíma, þ.e. hversu langan tíma tekur að fá lokaniðurstöðu í umsókn barns um vernd. Það má ef til vill kjarna stefnu stjórnvalda í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd með einmitt þessum tveimur orðum: stytting málsmeðferðartíma, sem er vissulega mikilvægt hagsmunamál umsækjenda en á sama tíma þarf jafnframt að gæta að gæðum ferlisins. Einn mikilvægur hlekkur í því er að fræða starfsfólk um réttindi barna og búa til formlega verkferla fyrir mat á því sem barni er fyrir bestu. Þekking á mannréttindum er ekki aðeins mikilvæg almenningi, hún þarf að vera til staðar innan stjórnkerfisins. Ef starfsfólk fær ekki þekkinguna og verkfærin til að vinna að mannréttindum, er ljóst að önnur sjónarmið fá forgang. Við verðum að geta treyst því að réttindi allra barna séu virt, en Barnasáttmálinn er meira í orði en á borði eins og er og því þarf að breyta fyrir öll börn sem sækja um vernd. Dómsmálaráðherra hefur falið þingmannanefnd um málefni útlendinga að fylgja eftir vinnu varðandi stöðu barna og fólks í viðkvæmri stöðu. Þar þarf að huga að stefnumótun og framkvæmd, með virðingu fyrir réttindum barna að leiðarljósi, og með það í huga að efla réttindamiðaða þekkingu, stefnumótun og verkferla innan stjórnkerfisins. Höfundur er sérfræðingur hjá UNICEF.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun