Þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. febrúar 2020 14:24 Dómurinn var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Bitter ehf, rekstraraðili verslunarinnar Parka, þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla sem sóttir voru á Skelfiskmarkaðinn og teknir upp í skuld eftir að staðurinn lokaði vegna rekstrarerfiðileika í mars á síðasta ári. Forsaga málsins er sú að fyrir opnun Skelfiskmarkaðarins sumarið 2018 keyptu forsvarsmenn hans margvíslegan búnað af Parka, þar á meðal 151 stól að andvirði 13,5 milljóna. Á reikningi sem gefinn var út vegna stólanna kom fram að varan væri eign söluaðila þangað til að hún væri að fullu greidd. Eftir að Skelfiskmarkaðinum var lokað höfðu forsvarsmenn verslunarinnar samband við eigenda húsnæðisins sem Skelfiskmarkaðurinn var til húsa. Hleypti hann starfsmönnum Parka inn og sóttu þeir 149 af 151 stól. Gefinn var út kreditreikningur til Skelfiskmarkaðrins þar sem kom fram að stólarnir væru teknir til baka með 50 prósent afföllum vegna slita og notkunar. Var verðmæti stólanna því 6,7 milljónir.Bitter lýsti í framhaldinu almennri kröfu í þrotabú Skelfiskmarkaðarins og nam hún 18,8 milljónum, að teknu tilliti til heildarinnborgana og frádregnum kreditreikningum að virði 6,7 milljóna, að mestu leyti vegna stólanna sem teknir höfðu verið til baka. Taldi ráðstöfunina skerða greiðslugetu þrotabúsins Skiptastjóri þrotabúsins taldi hins vegar að um ólögmæta ráðstöfun hafi verið að ræða og hafnaði hann skýringum forsvarsmanna verslunarinnar. Krafðist hann því að stólunum yrði skilað eða Bitter myndi greiða þrotabúinu virði þeirra. Ekki náðist samkomulag á milli deiluaðila og fór málið því fyrir dóm.Vildi skiptastjóri meina að umrædd ráðstöfun og greiðsla með stólunum hafi í senn verulega skert greiðslugetu þrotabúsins og möguleika annarra kröfuhafa til að fá fullnustu krafna sinna úr þrotabúinu. Þannig hafi Bitter ehf. með móttöku stólanna og útgáfu kreditreikningsis fengið fullnægt 6,7 milljón króna greiðslu upp í eigin kröfu á hendur búinu og um leið mismunað öðrum kröfuhöfum, en það stríði gegn meginreglu gjaldþrotaskiptaréttar um jafnræði kröfuhafa.Málsvörn Bitter ehf. beindist einkum að því að ekki hafi verið um ráðstöfun þrotamanns að ræða. Ítrekað hafi komið fram að menn á vegum félagsins hafi sjálfir sótt umrædda stóla og hafi sú afhending ekki verið fyrir atbeina fyrirsvarsmanna Skelfiskmarkaðarins.Féllst héraðsdómur á málatilbúnað þrotabúsins en í dómi héraðsdóms segir að sú ráðstöfun sem fólst í afhendingu á stólunum til Bitter ehf nokkrum dögum fyrir frestdag 29. mars 2019 verði talin greiðsla upp í skuld hins gjaldþrota félags við Bitter ehf. Því bæri að fallast á riftunarkröfu þrotabúsins, auk þess sem að tjón þrotabúsins var metið 6,7 milljónir króna, eða það sama og stólarnir voru metnir á þegar þeir voru teknir upp í skuld.Þarf Bitter ehf, því að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir króna, auk 1,6 milljóna króna í málskostnað. Dómsmál Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ostrur teknar af matseðli Skelfisksmarkaðarins vegna nóróveiru Minnst þrettán úr átján manna hópi veiktust. 16. nóvember 2018 17:41 Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Bitter ehf, rekstraraðili verslunarinnar Parka, þarf að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir vegna 149 stóla sem sóttir voru á Skelfiskmarkaðinn og teknir upp í skuld eftir að staðurinn lokaði vegna rekstrarerfiðileika í mars á síðasta ári. Forsaga málsins er sú að fyrir opnun Skelfiskmarkaðarins sumarið 2018 keyptu forsvarsmenn hans margvíslegan búnað af Parka, þar á meðal 151 stól að andvirði 13,5 milljóna. Á reikningi sem gefinn var út vegna stólanna kom fram að varan væri eign söluaðila þangað til að hún væri að fullu greidd. Eftir að Skelfiskmarkaðinum var lokað höfðu forsvarsmenn verslunarinnar samband við eigenda húsnæðisins sem Skelfiskmarkaðurinn var til húsa. Hleypti hann starfsmönnum Parka inn og sóttu þeir 149 af 151 stól. Gefinn var út kreditreikningur til Skelfiskmarkaðrins þar sem kom fram að stólarnir væru teknir til baka með 50 prósent afföllum vegna slita og notkunar. Var verðmæti stólanna því 6,7 milljónir.Bitter lýsti í framhaldinu almennri kröfu í þrotabú Skelfiskmarkaðarins og nam hún 18,8 milljónum, að teknu tilliti til heildarinnborgana og frádregnum kreditreikningum að virði 6,7 milljóna, að mestu leyti vegna stólanna sem teknir höfðu verið til baka. Taldi ráðstöfunina skerða greiðslugetu þrotabúsins Skiptastjóri þrotabúsins taldi hins vegar að um ólögmæta ráðstöfun hafi verið að ræða og hafnaði hann skýringum forsvarsmanna verslunarinnar. Krafðist hann því að stólunum yrði skilað eða Bitter myndi greiða þrotabúinu virði þeirra. Ekki náðist samkomulag á milli deiluaðila og fór málið því fyrir dóm.Vildi skiptastjóri meina að umrædd ráðstöfun og greiðsla með stólunum hafi í senn verulega skert greiðslugetu þrotabúsins og möguleika annarra kröfuhafa til að fá fullnustu krafna sinna úr þrotabúinu. Þannig hafi Bitter ehf. með móttöku stólanna og útgáfu kreditreikningsis fengið fullnægt 6,7 milljón króna greiðslu upp í eigin kröfu á hendur búinu og um leið mismunað öðrum kröfuhöfum, en það stríði gegn meginreglu gjaldþrotaskiptaréttar um jafnræði kröfuhafa.Málsvörn Bitter ehf. beindist einkum að því að ekki hafi verið um ráðstöfun þrotamanns að ræða. Ítrekað hafi komið fram að menn á vegum félagsins hafi sjálfir sótt umrædda stóla og hafi sú afhending ekki verið fyrir atbeina fyrirsvarsmanna Skelfiskmarkaðarins.Féllst héraðsdómur á málatilbúnað þrotabúsins en í dómi héraðsdóms segir að sú ráðstöfun sem fólst í afhendingu á stólunum til Bitter ehf nokkrum dögum fyrir frestdag 29. mars 2019 verði talin greiðsla upp í skuld hins gjaldþrota félags við Bitter ehf. Því bæri að fallast á riftunarkröfu þrotabúsins, auk þess sem að tjón þrotabúsins var metið 6,7 milljónir króna, eða það sama og stólarnir voru metnir á þegar þeir voru teknir upp í skuld.Þarf Bitter ehf, því að greiða þrotabúi Skelfiskmarkaðarins 6,7 milljónir króna, auk 1,6 milljóna króna í málskostnað.
Dómsmál Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ostrur teknar af matseðli Skelfisksmarkaðarins vegna nóróveiru Minnst þrettán úr átján manna hópi veiktust. 16. nóvember 2018 17:41 Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Ostrur teknar af matseðli Skelfisksmarkaðarins vegna nóróveiru Minnst þrettán úr átján manna hópi veiktust. 16. nóvember 2018 17:41
Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent