Kennir Solskjær um meiðsli Marcus Rashford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2020 10:00 Marcus Rashford liggur hér sárþjáður í grasinu eftir að hafa meiðst á baki í bikarleik á móti Úlfunum. Getty/Alex Livesey Manchester United varð fyrir miklu áfalli um helgina þegar í ljós kom að Marcus Rashford yrði frá í þrjá mánuði vegna bakmeiðsla. Einn af mestu markaskorurunum í sögu ensku deildarinnar vill skrifa meiðslin að hluta á knattspyrnustjóra Manchester United, Ole Gunnar Solskjær. Ian Wright er á því að Ole Gunnar Solskjær hafi þarna verið að hugsa um sjálfan sig frekar en um velferð leikmannsins síns. Ástæðan er að Ole Gunnar Solskjær tók mikla áhættu með því að setja tæpan Marcus Rashford inn á sem varamann í bikarleik á móti Wolves í síðustu viku. United skoraði eina mark leiksins á meðan Rashford sem þurfti síðan fljótlega að fara meiddur af velli. „Ole Gunnar Solskjær talaði um að hann vissi að Marcus Rashford væri í vandræðum með bakið á sér og spilaði honum engu að síður. Núna er hann frá í þrjá mánuði,“ sagði Ian Wright í útvarpsþættinum Monday Night Club á BBC Radio 5 Live. "He's thought about himself before he thought about the player." Ian Wright says that Ole Gunnar Solskjaer 'has to take some blame' over Marcus Rashford's injuryhttps://t.co/8OcntAszF3pic.twitter.com/GdhvZE2bLg— BBC Sport (@BBCSport) January 21, 2020 „Við erum að tala um kraftmikinn leikmann sem verður að vera í lagi. Það er mikil pressa á Solskjær að koma United aftur á þann stall sem þeir voru og í þessu tilfelli hugsaði hann um sjálfan sig frekar en að hugsa um leikmanninn. Solskjær setti sig ofar en heilsu Marcus Rashford,“ sagði Ian Wright. „Núna er einn efnilegasti og mikilvægasti leikmaður þeirra frá og það er knattspyrnustjóranum að kenna,“ sagði Wright. Marcus Rashford hafði tekið þátt í 13 leikjum frá desemberbyrjun þar af var hann í byrjunarliðinu í ellefu þeirra. Hann hefur skorað níu mörk í leikjunum og enn á ný sannað mikilvægi sitt í sóknarleik liðsins. „Rashford hefur byrjað alla leiki og það er ótrúlegt að hann hafi spilað svona marga leiki þegar hann var í vandræðum með bakið á sér. Það gengur ekki að menn séu að taka áhættu með slík meiðslu og Solskjær verður bara að taka einhverja ábyrgð á því hvernig fór,“ sagði Wright. Manchester United er nú í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum á eftir Chelsea í fjórða sætinu en 30 stigum á eftir toppliði Liverpool. Liðið þarf væntanlega að spila án Marcus Rashford þar til í apríl. Þetta eru líka slæmar fréttir fyrir enska landsliðið í aðdraganda Evrópumótsins því Harry Kane er einnig frá í langan tíma vegna meiðsla. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira
Manchester United varð fyrir miklu áfalli um helgina þegar í ljós kom að Marcus Rashford yrði frá í þrjá mánuði vegna bakmeiðsla. Einn af mestu markaskorurunum í sögu ensku deildarinnar vill skrifa meiðslin að hluta á knattspyrnustjóra Manchester United, Ole Gunnar Solskjær. Ian Wright er á því að Ole Gunnar Solskjær hafi þarna verið að hugsa um sjálfan sig frekar en um velferð leikmannsins síns. Ástæðan er að Ole Gunnar Solskjær tók mikla áhættu með því að setja tæpan Marcus Rashford inn á sem varamann í bikarleik á móti Wolves í síðustu viku. United skoraði eina mark leiksins á meðan Rashford sem þurfti síðan fljótlega að fara meiddur af velli. „Ole Gunnar Solskjær talaði um að hann vissi að Marcus Rashford væri í vandræðum með bakið á sér og spilaði honum engu að síður. Núna er hann frá í þrjá mánuði,“ sagði Ian Wright í útvarpsþættinum Monday Night Club á BBC Radio 5 Live. "He's thought about himself before he thought about the player." Ian Wright says that Ole Gunnar Solskjaer 'has to take some blame' over Marcus Rashford's injuryhttps://t.co/8OcntAszF3pic.twitter.com/GdhvZE2bLg— BBC Sport (@BBCSport) January 21, 2020 „Við erum að tala um kraftmikinn leikmann sem verður að vera í lagi. Það er mikil pressa á Solskjær að koma United aftur á þann stall sem þeir voru og í þessu tilfelli hugsaði hann um sjálfan sig frekar en að hugsa um leikmanninn. Solskjær setti sig ofar en heilsu Marcus Rashford,“ sagði Ian Wright. „Núna er einn efnilegasti og mikilvægasti leikmaður þeirra frá og það er knattspyrnustjóranum að kenna,“ sagði Wright. Marcus Rashford hafði tekið þátt í 13 leikjum frá desemberbyrjun þar af var hann í byrjunarliðinu í ellefu þeirra. Hann hefur skorað níu mörk í leikjunum og enn á ný sannað mikilvægi sitt í sóknarleik liðsins. „Rashford hefur byrjað alla leiki og það er ótrúlegt að hann hafi spilað svona marga leiki þegar hann var í vandræðum með bakið á sér. Það gengur ekki að menn séu að taka áhættu með slík meiðslu og Solskjær verður bara að taka einhverja ábyrgð á því hvernig fór,“ sagði Wright. Manchester United er nú í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum á eftir Chelsea í fjórða sætinu en 30 stigum á eftir toppliði Liverpool. Liðið þarf væntanlega að spila án Marcus Rashford þar til í apríl. Þetta eru líka slæmar fréttir fyrir enska landsliðið í aðdraganda Evrópumótsins því Harry Kane er einnig frá í langan tíma vegna meiðsla.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira