Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2025 07:00 Yves Bissouma fékk óvænt ekki að fara með Tottenham liðinu til Ítalíu. EPA/VINCE MIGNOTT Yves Bissouma verður ekki með Tottenham í fyrsta stórleik tímabilsins í kvöld þegar liðið mætir Paris Saint-Germain í leiknum um Ofurbikar Evrópu. Í kvöld mætast í beinni á Sýn Sport nefnilega liðin sem unnu Meistaradeildina og Evrópudeildina síðasta vor í árlegum leik sem að þessu sinni fer fram á Stadio Friuli í Udine á Ítalíu. Þetta verður fyrsti keppnisleikur Tottenham undir stjórn nýja knattspyrnustjórans Thomas Frank og Frank er þegar byrjaður að taka á agamálum innan liðsins. Frank staðfesti það á blaðamannafundi fyrir leikinn að hann hefði skilið Bissouma eftir heima. 🚨🇲🇱 𝐎𝐅𝐅𝐈𝐂𝐈𝐀𝐋 | Yves Bissouma (28) has been left out of Tottenham's squad to face PSG in the Super Cup final. ❌⛔️Manager Thomas Frank: "He's been late several times, the latest time was just one too many." (@footballontnt) pic.twitter.com/g3OVWBTdmg— EuroFoot (@eurofootcom) August 12, 2025 Frank sagði ástæðuna vera þá að Bissouma hafi mætt mörgum sinnum of seint í sumar. Bissouma er 28 ára miðjumaður sem spilaði 44 leiki með Tottenham í öllum keppnum á síðustu leiktíð og spilaði allar níutíu mínúturnar í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á móti Manchester United í vor. „Bissouma ferðaðist ekki með okkur vegna agabrots,“ sagði Thomas Frank. „Hann er búinn að mæta mörgum sinnum of seint og í þetta skiptið var það bara einu skipti of mikið,“ sagði Frank. „Þú þarft að sýna leikmönnum þínum heilmikla ást en það eru líka kröfur og það þurfa að vera afleiðingar. Að þessu sinni er þetta afleiðingin,“ sagði Frank. „Ég mun fylgja þessu eftir þegar ég kem heim. Ég ætla að setja þetta til hliðar núna því það er tiltölulega mikilvægur leikur annað kvöld (Í kvöld),“ sagði Frank. "The latest time was just one too many."Thomas Frank explains why Yves Bissouma hasn't travelled with Tottenham's squad for the Super Cup final. pic.twitter.com/DLoLuQYAVf— BBC Sport (@BBCSport) August 12, 2025 Enski boltinn Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira
Í kvöld mætast í beinni á Sýn Sport nefnilega liðin sem unnu Meistaradeildina og Evrópudeildina síðasta vor í árlegum leik sem að þessu sinni fer fram á Stadio Friuli í Udine á Ítalíu. Þetta verður fyrsti keppnisleikur Tottenham undir stjórn nýja knattspyrnustjórans Thomas Frank og Frank er þegar byrjaður að taka á agamálum innan liðsins. Frank staðfesti það á blaðamannafundi fyrir leikinn að hann hefði skilið Bissouma eftir heima. 🚨🇲🇱 𝐎𝐅𝐅𝐈𝐂𝐈𝐀𝐋 | Yves Bissouma (28) has been left out of Tottenham's squad to face PSG in the Super Cup final. ❌⛔️Manager Thomas Frank: "He's been late several times, the latest time was just one too many." (@footballontnt) pic.twitter.com/g3OVWBTdmg— EuroFoot (@eurofootcom) August 12, 2025 Frank sagði ástæðuna vera þá að Bissouma hafi mætt mörgum sinnum of seint í sumar. Bissouma er 28 ára miðjumaður sem spilaði 44 leiki með Tottenham í öllum keppnum á síðustu leiktíð og spilaði allar níutíu mínúturnar í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á móti Manchester United í vor. „Bissouma ferðaðist ekki með okkur vegna agabrots,“ sagði Thomas Frank. „Hann er búinn að mæta mörgum sinnum of seint og í þetta skiptið var það bara einu skipti of mikið,“ sagði Frank. „Þú þarft að sýna leikmönnum þínum heilmikla ást en það eru líka kröfur og það þurfa að vera afleiðingar. Að þessu sinni er þetta afleiðingin,“ sagði Frank. „Ég mun fylgja þessu eftir þegar ég kem heim. Ég ætla að setja þetta til hliðar núna því það er tiltölulega mikilvægur leikur annað kvöld (Í kvöld),“ sagði Frank. "The latest time was just one too many."Thomas Frank explains why Yves Bissouma hasn't travelled with Tottenham's squad for the Super Cup final. pic.twitter.com/DLoLuQYAVf— BBC Sport (@BBCSport) August 12, 2025
Enski boltinn Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira