Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2025 07:00 Yves Bissouma fékk óvænt ekki að fara með Tottenham liðinu til Ítalíu. EPA/VINCE MIGNOTT Yves Bissouma verður ekki með Tottenham í fyrsta stórleik tímabilsins í kvöld þegar liðið mætir Paris Saint-Germain í leiknum um Ofurbikar Evrópu. Í kvöld mætast í beinni á Sýn Sport nefnilega liðin sem unnu Meistaradeildina og Evrópudeildina síðasta vor í árlegum leik sem að þessu sinni fer fram á Stadio Friuli í Udine á Ítalíu. Þetta verður fyrsti keppnisleikur Tottenham undir stjórn nýja knattspyrnustjórans Thomas Frank og Frank er þegar byrjaður að taka á agamálum innan liðsins. Frank staðfesti það á blaðamannafundi fyrir leikinn að hann hefði skilið Bissouma eftir heima. 🚨🇲🇱 𝐎𝐅𝐅𝐈𝐂𝐈𝐀𝐋 | Yves Bissouma (28) has been left out of Tottenham's squad to face PSG in the Super Cup final. ❌⛔️Manager Thomas Frank: "He's been late several times, the latest time was just one too many." (@footballontnt) pic.twitter.com/g3OVWBTdmg— EuroFoot (@eurofootcom) August 12, 2025 Frank sagði ástæðuna vera þá að Bissouma hafi mætt mörgum sinnum of seint í sumar. Bissouma er 28 ára miðjumaður sem spilaði 44 leiki með Tottenham í öllum keppnum á síðustu leiktíð og spilaði allar níutíu mínúturnar í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á móti Manchester United í vor. „Bissouma ferðaðist ekki með okkur vegna agabrots,“ sagði Thomas Frank. „Hann er búinn að mæta mörgum sinnum of seint og í þetta skiptið var það bara einu skipti of mikið,“ sagði Frank. „Þú þarft að sýna leikmönnum þínum heilmikla ást en það eru líka kröfur og það þurfa að vera afleiðingar. Að þessu sinni er þetta afleiðingin,“ sagði Frank. „Ég mun fylgja þessu eftir þegar ég kem heim. Ég ætla að setja þetta til hliðar núna því það er tiltölulega mikilvægur leikur annað kvöld (Í kvöld),“ sagði Frank. "The latest time was just one too many."Thomas Frank explains why Yves Bissouma hasn't travelled with Tottenham's squad for the Super Cup final. pic.twitter.com/DLoLuQYAVf— BBC Sport (@BBCSport) August 12, 2025 Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Sjá meira
Í kvöld mætast í beinni á Sýn Sport nefnilega liðin sem unnu Meistaradeildina og Evrópudeildina síðasta vor í árlegum leik sem að þessu sinni fer fram á Stadio Friuli í Udine á Ítalíu. Þetta verður fyrsti keppnisleikur Tottenham undir stjórn nýja knattspyrnustjórans Thomas Frank og Frank er þegar byrjaður að taka á agamálum innan liðsins. Frank staðfesti það á blaðamannafundi fyrir leikinn að hann hefði skilið Bissouma eftir heima. 🚨🇲🇱 𝐎𝐅𝐅𝐈𝐂𝐈𝐀𝐋 | Yves Bissouma (28) has been left out of Tottenham's squad to face PSG in the Super Cup final. ❌⛔️Manager Thomas Frank: "He's been late several times, the latest time was just one too many." (@footballontnt) pic.twitter.com/g3OVWBTdmg— EuroFoot (@eurofootcom) August 12, 2025 Frank sagði ástæðuna vera þá að Bissouma hafi mætt mörgum sinnum of seint í sumar. Bissouma er 28 ára miðjumaður sem spilaði 44 leiki með Tottenham í öllum keppnum á síðustu leiktíð og spilaði allar níutíu mínúturnar í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á móti Manchester United í vor. „Bissouma ferðaðist ekki með okkur vegna agabrots,“ sagði Thomas Frank. „Hann er búinn að mæta mörgum sinnum of seint og í þetta skiptið var það bara einu skipti of mikið,“ sagði Frank. „Þú þarft að sýna leikmönnum þínum heilmikla ást en það eru líka kröfur og það þurfa að vera afleiðingar. Að þessu sinni er þetta afleiðingin,“ sagði Frank. „Ég mun fylgja þessu eftir þegar ég kem heim. Ég ætla að setja þetta til hliðar núna því það er tiltölulega mikilvægur leikur annað kvöld (Í kvöld),“ sagði Frank. "The latest time was just one too many."Thomas Frank explains why Yves Bissouma hasn't travelled with Tottenham's squad for the Super Cup final. pic.twitter.com/DLoLuQYAVf— BBC Sport (@BBCSport) August 12, 2025
Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Sjá meira