Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2025 10:31 Tony Adams vill að Declan Rice sé fyrirliði Arsenal en ekki Martin Ödegaard. EPA/TOLGA AKMEN Ein mesta goðsögnin í sögu Arsenal er ekki ánægður með fyrirliða liðsins í dag og vill að knattspyrnustjórinn Mikel Arteta taki fyrirliðabandið hreinlega af Martin Ödegaard. Tony Adams þekkir vel hvað það er að vera fyrirliði Arsenal enda var hann orðinn fyrirliði liðsins 21 árs gamall og gegndi því hlutverki í fjórtán ár. Hann fékk viðurnefnið herra Arsenal. Það er því öruggt að stuðningsmenn Arsenal og fleiri hlusta þegar Adams talar enda lyfti hann mörgum bikurum sem fyrirliði liðsins. Adams mætti á opinn umræðufund um stöðuna á Arsenal liðinu og var óhræddur við að tjá sig um fyrirliðastöðuna. Hann var ekkert mikið að fela það að hann gæti verið sáttari með knattspyrnustjórann. Arsenal hefur orðið í öðru sæti þrjú tímabil í röð og hefur ekki orðið enskur meistari í meira en tuttugu ár. Adams varð spurður beint út hvort hann væri aðdáandi Arteta en hikaði og fékk að launum mikinn hlátur úr salnum. „Arteta þarf að taka virkilega stóra ákvörðun í ár og að mínu mati hefur hann ekki tekið hana,“ sagði Tony Adams. „Ákvörðunin er að gera Declan Rice að fyrirliða liðsins. Declan er fyrirliði eins og ég vill sjá þá. Með þessu þá gæti Ödegaard líka verið frjálsari inn á vellinum,“ sagði Adams. Norðmaðurinn hefur verið fyrirliði Arsenal síðustu ár. Adams nefndi dæmi þegar hann tók við fyrirliðastöðu enska landsliðsins af David Platt og þegar hann missti hana líka. Hann er á því að það sé mikilvægt að finna hinn sanna leiðtoga hvers liðs. „Ég held að Declan Rice sé betri en Mikel Arteta og mér finnst hann vera sigurvegari. Hann er leiðtogi í þessu Arsenal liði, í klefanum, á æfingasvæðinu og alls staðar. Hann hefur sterk gildi og hann er prinsipp maður,“ sagði Adams. „Stórir knattspyrnustjórar eru fljótir að sjá það: Þú ert minn maður núna,“ sagði Adams. Það má sjá hann tjá sig um þetta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Independent.ie Sport (@independent.ie_sport) Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Sjá meira
Tony Adams þekkir vel hvað það er að vera fyrirliði Arsenal enda var hann orðinn fyrirliði liðsins 21 árs gamall og gegndi því hlutverki í fjórtán ár. Hann fékk viðurnefnið herra Arsenal. Það er því öruggt að stuðningsmenn Arsenal og fleiri hlusta þegar Adams talar enda lyfti hann mörgum bikurum sem fyrirliði liðsins. Adams mætti á opinn umræðufund um stöðuna á Arsenal liðinu og var óhræddur við að tjá sig um fyrirliðastöðuna. Hann var ekkert mikið að fela það að hann gæti verið sáttari með knattspyrnustjórann. Arsenal hefur orðið í öðru sæti þrjú tímabil í röð og hefur ekki orðið enskur meistari í meira en tuttugu ár. Adams varð spurður beint út hvort hann væri aðdáandi Arteta en hikaði og fékk að launum mikinn hlátur úr salnum. „Arteta þarf að taka virkilega stóra ákvörðun í ár og að mínu mati hefur hann ekki tekið hana,“ sagði Tony Adams. „Ákvörðunin er að gera Declan Rice að fyrirliða liðsins. Declan er fyrirliði eins og ég vill sjá þá. Með þessu þá gæti Ödegaard líka verið frjálsari inn á vellinum,“ sagði Adams. Norðmaðurinn hefur verið fyrirliði Arsenal síðustu ár. Adams nefndi dæmi þegar hann tók við fyrirliðastöðu enska landsliðsins af David Platt og þegar hann missti hana líka. Hann er á því að það sé mikilvægt að finna hinn sanna leiðtoga hvers liðs. „Ég held að Declan Rice sé betri en Mikel Arteta og mér finnst hann vera sigurvegari. Hann er leiðtogi í þessu Arsenal liði, í klefanum, á æfingasvæðinu og alls staðar. Hann hefur sterk gildi og hann er prinsipp maður,“ sagði Adams. „Stórir knattspyrnustjórar eru fljótir að sjá það: Þú ert minn maður núna,“ sagði Adams. Það má sjá hann tjá sig um þetta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Independent.ie Sport (@independent.ie_sport)
Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Sjá meira