Úr gæsluvarðhaldi í farbann vegna andlátsins í Úlfarsárdal Kjartan Kjartansson skrifar 21. janúar 2020 17:35 Maðurinn sem lést féll fram af svölum fjölbýlishúss í Úlfarárdal 8. desember. Vísir/Frikki Landsréttur hafnaði kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni um fimmtugt sem er grunaður um að hafa valdið dauða manns í Úlfarsárdal í desember. Þess í stað var sá grunaði úrskurðaður í farbann til 13. febrúar. Karlmaður á sextugsaldri lést af meiðslum sínum eftir að hann féll fram af svölum fjölbýlishúss í Úlfarsárdal 8. desember. Fimm karlmenn frá Litháen voru handteknir í tengslum við dauða mannsins. Einn þeirra var í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum í síðustu viku en Landsréttur felldi úrskurðinn úr gildi í dag. Töldu dómarar við Landsrétt að óvissa væri um atburðarásin sem leiddi til dauða mannsins. Vitnum beri ekki saman um þýðingarmikil atriði. Því hefði lögreglan ekki sýnt fram á að sterkur grunur væri um að maðurinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi hefði brotið lög. Þá taldi rétturinn ekki lengur rannsóknarhagsmuni til staðar sem réttlættu áframhaldandi gæsluvarðhald. Maðurinn var hins vegar úrskurðaður í farbann til 13. febrúar. Vísaði Landsréttur til þess að maðurinn sé erlendur ríkisborgari sem hafi óveruleg tengsl við landið og eigi enga fjölskyldu hér á landi. Því sé talin hætta á að hann reyni að komast úr landi, leynast eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða refsingu. Fyrir hendi sér rökstuddur grunur um að hann hafi gerst sekur um hegningarlagabrot sem geti varðað fangelsisrefsingu. Dómsmál Reykjavík Andlát í Úlfarsárdal Tengdar fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna andláts í Úlfarsárdal Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í gærkvöldi og í morgun yfirheyrt mennina fimm sem handteknir voru í Úlfarsárdal, síðdegis í gær eftir að maður féll fram af svölum fjölbýlishúss. 9. desember 2019 14:32 Kærir gæsluvarðhaldsúrskurð vegna andlátsins í Úlfársárdal Maðurinn sem er grunaður um að hafa átt þátt í dauðsfalli manns í Úlfársárdal síðasta sunnudag hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir sér til Landsréttar. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum á mánudag eftir að maður á sextugsaldri lést af sárum sínum þegar hann féll af svölum fjölbýlishúss 13. desember 2019 22:20 Íbúar í Úlfarsárdal harmi slegnir vegna andlátsins Karlmaður um fimmtugt var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að eiga aðild að andláti manns sem féll fram af svölum fjölbýlishúss í Úlfarsárdal í gær. Fjórum öðrum, sem handteknir voru í tengslum við málið, hefur verið sleppt. 9. desember 2019 18:51 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Landsréttur hafnaði kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni um fimmtugt sem er grunaður um að hafa valdið dauða manns í Úlfarsárdal í desember. Þess í stað var sá grunaði úrskurðaður í farbann til 13. febrúar. Karlmaður á sextugsaldri lést af meiðslum sínum eftir að hann féll fram af svölum fjölbýlishúss í Úlfarsárdal 8. desember. Fimm karlmenn frá Litháen voru handteknir í tengslum við dauða mannsins. Einn þeirra var í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum í síðustu viku en Landsréttur felldi úrskurðinn úr gildi í dag. Töldu dómarar við Landsrétt að óvissa væri um atburðarásin sem leiddi til dauða mannsins. Vitnum beri ekki saman um þýðingarmikil atriði. Því hefði lögreglan ekki sýnt fram á að sterkur grunur væri um að maðurinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi hefði brotið lög. Þá taldi rétturinn ekki lengur rannsóknarhagsmuni til staðar sem réttlættu áframhaldandi gæsluvarðhald. Maðurinn var hins vegar úrskurðaður í farbann til 13. febrúar. Vísaði Landsréttur til þess að maðurinn sé erlendur ríkisborgari sem hafi óveruleg tengsl við landið og eigi enga fjölskyldu hér á landi. Því sé talin hætta á að hann reyni að komast úr landi, leynast eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða refsingu. Fyrir hendi sér rökstuddur grunur um að hann hafi gerst sekur um hegningarlagabrot sem geti varðað fangelsisrefsingu.
Dómsmál Reykjavík Andlát í Úlfarsárdal Tengdar fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna andláts í Úlfarsárdal Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í gærkvöldi og í morgun yfirheyrt mennina fimm sem handteknir voru í Úlfarsárdal, síðdegis í gær eftir að maður féll fram af svölum fjölbýlishúss. 9. desember 2019 14:32 Kærir gæsluvarðhaldsúrskurð vegna andlátsins í Úlfársárdal Maðurinn sem er grunaður um að hafa átt þátt í dauðsfalli manns í Úlfársárdal síðasta sunnudag hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir sér til Landsréttar. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum á mánudag eftir að maður á sextugsaldri lést af sárum sínum þegar hann féll af svölum fjölbýlishúss 13. desember 2019 22:20 Íbúar í Úlfarsárdal harmi slegnir vegna andlátsins Karlmaður um fimmtugt var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að eiga aðild að andláti manns sem féll fram af svölum fjölbýlishúss í Úlfarsárdal í gær. Fjórum öðrum, sem handteknir voru í tengslum við málið, hefur verið sleppt. 9. desember 2019 18:51 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna andláts í Úlfarsárdal Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í gærkvöldi og í morgun yfirheyrt mennina fimm sem handteknir voru í Úlfarsárdal, síðdegis í gær eftir að maður féll fram af svölum fjölbýlishúss. 9. desember 2019 14:32
Kærir gæsluvarðhaldsúrskurð vegna andlátsins í Úlfársárdal Maðurinn sem er grunaður um að hafa átt þátt í dauðsfalli manns í Úlfársárdal síðasta sunnudag hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir sér til Landsréttar. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum á mánudag eftir að maður á sextugsaldri lést af sárum sínum þegar hann féll af svölum fjölbýlishúss 13. desember 2019 22:20
Íbúar í Úlfarsárdal harmi slegnir vegna andlátsins Karlmaður um fimmtugt var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að eiga aðild að andláti manns sem féll fram af svölum fjölbýlishúss í Úlfarsárdal í gær. Fjórum öðrum, sem handteknir voru í tengslum við málið, hefur verið sleppt. 9. desember 2019 18:51