Snjókorn falla Björn Berg Gunnarsson skrifar 24. janúar 2020 07:00 Hvernig getur aftur verið kominn föstudagur? Lífið er svo sem notalegt í föstudagslandi, þar sem helgin er alltaf framundan, en það er eins og ég fái það æ oftar á tilfinninguna að vikan hafi fuðrað upp fyrirvaralaust. Kannski tekur því varla að taka niður seríuna. Rennur árið ekki með sama hætti og vikan þegar við verðum eldri og sífellt er sem jólin séu handan við hornið? Þrátt fyrir að með nokkurri vissu megi bóka komu jólanna ár hvert virðast jólaútgjöldin vera eins og flensan; koma Íslendingum alltaf jafn mikið á óvart en þeim farnast best sem bólusetja sig. Jólin geta verið dýr, sem ætti ekki að vera fréttnæmt en er það nú samt. Í desember síðastliðnum renndum við kreditkortum í verslunum fyrir um fjórðungi hærri fjárhæð en aðra mánuði ársins. Stór hluti þjóðarinnar greiðir jólareikninginn seint og síðar meir með heilmiklum kostnaði og óþægindum mánuðina á eftir. Vestanhafs nær til dæmis minnihluti bandarískra kreditkortanotenda að greiða niður jólaskuldirnar á innan við þremur mánuðum. Þetta er bagalegt vandamál en lausnin er einföld. Þó jólahátíðin sé nýliðin byrjum við strax að undirbúa þá næstu. Ef við gefum okkur að útgjöld vegna jólanna séu hér á landi þau sömu og í Bandaríkjunum má áætla að hver fullorðinn Íslendingur verji um 120 þ. kr. til hátíðarinnar, þar af um 80 þ. kr. í jólagjafir. Hagkvæmasta leiðin til að komast hjá kostnaðarsamri greiðsludreifingu er að sjálfsögðu að draga úr útgjöldunum en þó umræða um slíkt hafi verið nokkuð áberandi að undanförnu jókst jólaneysla okkar samt sem áður í fyrra frá árinu á undan. Ef veislunni skal haldið til streitu er ekkert annað að gera en að byrja strax að spara fyrir jólunum. Í dag eru ekki nema sléttir 11 mánuðir í aðfangadag. Að leggja fyrir 10.000 kr. á mánuði og eiga fyrir jólunum er betra en að fá hnút í magann og þurfa að greiða tugum prósenta meira seinna meir. Þá getum við líka verið í jólaskapi allan ársins hring, drukkið Malt og Appelsín með öllu og raulað Snjókorn falla í tíma og ótíma. Það hugnast mér alveg ágætlega þó mér verði sennilega gert að flytja út í bílskúr með jólaskapið fyrr en síðar. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Neytendur Verslun Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Hvernig getur aftur verið kominn föstudagur? Lífið er svo sem notalegt í föstudagslandi, þar sem helgin er alltaf framundan, en það er eins og ég fái það æ oftar á tilfinninguna að vikan hafi fuðrað upp fyrirvaralaust. Kannski tekur því varla að taka niður seríuna. Rennur árið ekki með sama hætti og vikan þegar við verðum eldri og sífellt er sem jólin séu handan við hornið? Þrátt fyrir að með nokkurri vissu megi bóka komu jólanna ár hvert virðast jólaútgjöldin vera eins og flensan; koma Íslendingum alltaf jafn mikið á óvart en þeim farnast best sem bólusetja sig. Jólin geta verið dýr, sem ætti ekki að vera fréttnæmt en er það nú samt. Í desember síðastliðnum renndum við kreditkortum í verslunum fyrir um fjórðungi hærri fjárhæð en aðra mánuði ársins. Stór hluti þjóðarinnar greiðir jólareikninginn seint og síðar meir með heilmiklum kostnaði og óþægindum mánuðina á eftir. Vestanhafs nær til dæmis minnihluti bandarískra kreditkortanotenda að greiða niður jólaskuldirnar á innan við þremur mánuðum. Þetta er bagalegt vandamál en lausnin er einföld. Þó jólahátíðin sé nýliðin byrjum við strax að undirbúa þá næstu. Ef við gefum okkur að útgjöld vegna jólanna séu hér á landi þau sömu og í Bandaríkjunum má áætla að hver fullorðinn Íslendingur verji um 120 þ. kr. til hátíðarinnar, þar af um 80 þ. kr. í jólagjafir. Hagkvæmasta leiðin til að komast hjá kostnaðarsamri greiðsludreifingu er að sjálfsögðu að draga úr útgjöldunum en þó umræða um slíkt hafi verið nokkuð áberandi að undanförnu jókst jólaneysla okkar samt sem áður í fyrra frá árinu á undan. Ef veislunni skal haldið til streitu er ekkert annað að gera en að byrja strax að spara fyrir jólunum. Í dag eru ekki nema sléttir 11 mánuðir í aðfangadag. Að leggja fyrir 10.000 kr. á mánuði og eiga fyrir jólunum er betra en að fá hnút í magann og þurfa að greiða tugum prósenta meira seinna meir. Þá getum við líka verið í jólaskapi allan ársins hring, drukkið Malt og Appelsín með öllu og raulað Snjókorn falla í tíma og ótíma. Það hugnast mér alveg ágætlega þó mér verði sennilega gert að flytja út í bílskúr með jólaskapið fyrr en síðar. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar