Birgitta þakkar lögreglunni fyrir að upplýsa hvarf föður hennar Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2020 20:44 Birgitta Jónsdóttir, fv. þingmaður, greinir frá því á Facebook að kennsl hafi verið borin á líkamsleifar föður hennar. Myndin er úr safni. Vísir/Stöð 2 Maður sem hvarf fyrir þrjátíu árum og kennsl voru borin á í dag var faðir Birgittu Jónsdóttur, fyrrverandi þingmanns Pírata. Birgitta þakkar lögreglunni á Suðurlandi fyrir að hafa loks skorið úr um afdrif föður hennar í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni í kvöld. Lögreglan á Suðurlandi tilkynnti í dag að tekist hefði að bera kennsl á höfuðkúpu manns sem var talinn hafa fallið í Sogið á aðfangadag árið 1987. Hluti höfuðkúpunnar fannst við Ölfusá árið 1994. DNA-sýni úr kúpunni sem var sent til rannsóknar í Svíþjóð leiddi í ljós að hún var úr Jóni Ólafssyni, föður Birgittu. Í Facebook-færslunni skrifar Birgitta að faðir hennar hafi nú loks fundið frið. „Við systkinin erum óendanlega þakklát yfirlögregluþjóni Suðurlands Oddi Árnasyni fyrir að fylgja þessu máli eftir alla leið svo að loks sé hægt að jarðsetja pabba og vera fullviss um afdrif hans,“ skrifar hún. Ekki reyndist hægt að bera kennsl á höfuðkúpuna með tækni þess tíma þegar hún fannst árið 1994. Ákveðið var að reyna aftur í lok mars í fyrra og var þá tekið sýni úr höfuðkúpunni til aldursgreiningar. Niðurstaðan barst í haust um að beinin væru að öllum líkindum frá árunum um og eftir 1970. Þá var sýnið sent til DNA-rannsóknar í Svíþjóð og barst niðurstaða úr henni í þessum mánuði. Í tilkynningu lögreglu kom fram að börn Jóns verði afhentar jarðneskar leifar föður þeirra á næstu dögum. Árborg Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu manns sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. 23. janúar 2020 15:17 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Maður sem hvarf fyrir þrjátíu árum og kennsl voru borin á í dag var faðir Birgittu Jónsdóttur, fyrrverandi þingmanns Pírata. Birgitta þakkar lögreglunni á Suðurlandi fyrir að hafa loks skorið úr um afdrif föður hennar í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni í kvöld. Lögreglan á Suðurlandi tilkynnti í dag að tekist hefði að bera kennsl á höfuðkúpu manns sem var talinn hafa fallið í Sogið á aðfangadag árið 1987. Hluti höfuðkúpunnar fannst við Ölfusá árið 1994. DNA-sýni úr kúpunni sem var sent til rannsóknar í Svíþjóð leiddi í ljós að hún var úr Jóni Ólafssyni, föður Birgittu. Í Facebook-færslunni skrifar Birgitta að faðir hennar hafi nú loks fundið frið. „Við systkinin erum óendanlega þakklát yfirlögregluþjóni Suðurlands Oddi Árnasyni fyrir að fylgja þessu máli eftir alla leið svo að loks sé hægt að jarðsetja pabba og vera fullviss um afdrif hans,“ skrifar hún. Ekki reyndist hægt að bera kennsl á höfuðkúpuna með tækni þess tíma þegar hún fannst árið 1994. Ákveðið var að reyna aftur í lok mars í fyrra og var þá tekið sýni úr höfuðkúpunni til aldursgreiningar. Niðurstaðan barst í haust um að beinin væru að öllum líkindum frá árunum um og eftir 1970. Þá var sýnið sent til DNA-rannsóknar í Svíþjóð og barst niðurstaða úr henni í þessum mánuði. Í tilkynningu lögreglu kom fram að börn Jóns verði afhentar jarðneskar leifar föður þeirra á næstu dögum.
Árborg Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu manns sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. 23. janúar 2020 15:17 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu manns sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. 23. janúar 2020 15:17