Reykjavíkurborg áfrýjar dómi í Shaken Baby-máli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2020 17:01 Reikna má með að málið verði tekið fyrir á Landsrétti síðar á árinu. Vísir/Egill Reykjavíkurborg hefur ákveðið að áfrýja dómi í Shaken Baby-máli sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 19. desember. Dómurinn sagði Barnavernd Reykjavíkur hafa brugðist skyldum sínum gagnvart fjölskyldunni. Var fjögurra manna fjölskyldunni dæmdar samtals átta milljónir króna í bætur. Frestur til að áfrýja dómum úr héraði til Landsréttar er fjórar vikur. Foreldrarnir voru sakaðir um að hafa hrist níu mánaða gamlan son þeirra í júní árið 2013. Lögreglan hætti rannsókn málsins tæpu ári síðar vegna þess að sönnunargögn þóttu ekki líkleg til sakfellingar. Svo fór að íslenska ríkið greiddi foreldrunum skaðabætur vegna ólögmætra aðgerða lögreglu og Barnaverndarstofu. Reykjavíkurborg hafnaði hins vegar bótakröfu foreldranna og barna þeirra vegna framferði Barnaverndar Reykjavíkur sem heyrir undir Barnaverndarstofu. Höfðaði fjögurra manna fjölskyldan mál á hendur Reykjavíkurborg sem lauk með sigri fjölskyldunnar. Foreldrarnir grétu í faðmlögum við dómsuppkvaðninguna. „Ég veit ekki hvort það voru gleðitár, spennufall, blanda af hvoru tveggja. En auðvitað ofboðslega mikil sorg að það hafi þurft þetta til. Það á ekki að vera þannig að almennir borgarar þurfi að ganga svona stíft á eftir rétti sínum gagnvart stjórnvaldi,“ segir móðir barnsins við fréttastofu. Fjölskyldan er nú á leið í næstu umferð fyrir Landsrétti. Barnavernd Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Fjölskylda í sárum hafði sigur gegn Reykjavíkurborg í Shaken Baby-máli Fjögurra manna fjölskylda hafði sigur í skaðabótamáli gegn Reykjavíkurborg. Foreldrarnir höfðu verið sakaðir um að hafa hrist barn sitt þannig að skaði hefði hlotist af. Málið umturnaði veröld fjölskyldunnar sem fékk dæmdar háar bætur í dag. 19. desember 2019 11:24 Móðirin sem lagði barnavernd í Shaken Baby-máli: Líður enn eins og fylgst sé með henni Foreldrar sem voru sakaðir um að hafa hrist ungbarn sitt harkalega táruðust þegar þau unnu mál sitt gegn barnavernd Reykjavíkur í dag. 19. desember 2019 19:00 Barnavernd brást skyldu sinni og málsmeðferðin fór úrskeiðis Barnavernd Reykjavíkur brást skyldu sinni í Shaken-baby máli en kveðinn var upp dómur í morgun í skaðabótamáli sem foreldrar og tvö börn þeirra höfðuðu á hendur íslenska ríkinu. 19. desember 2019 13:26 Fjölskylda sækir bætur vegna Shaken Baby-máls sem umturnaði lífi hennar Íslenska ríkið viðurkenndi að aðgerðir lögreglu og Barnaverndarstofu stofu hefðu verið ólögmætar en Reykjavíkurborgar neitar sök. 27. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að áfrýja dómi í Shaken Baby-máli sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 19. desember. Dómurinn sagði Barnavernd Reykjavíkur hafa brugðist skyldum sínum gagnvart fjölskyldunni. Var fjögurra manna fjölskyldunni dæmdar samtals átta milljónir króna í bætur. Frestur til að áfrýja dómum úr héraði til Landsréttar er fjórar vikur. Foreldrarnir voru sakaðir um að hafa hrist níu mánaða gamlan son þeirra í júní árið 2013. Lögreglan hætti rannsókn málsins tæpu ári síðar vegna þess að sönnunargögn þóttu ekki líkleg til sakfellingar. Svo fór að íslenska ríkið greiddi foreldrunum skaðabætur vegna ólögmætra aðgerða lögreglu og Barnaverndarstofu. Reykjavíkurborg hafnaði hins vegar bótakröfu foreldranna og barna þeirra vegna framferði Barnaverndar Reykjavíkur sem heyrir undir Barnaverndarstofu. Höfðaði fjögurra manna fjölskyldan mál á hendur Reykjavíkurborg sem lauk með sigri fjölskyldunnar. Foreldrarnir grétu í faðmlögum við dómsuppkvaðninguna. „Ég veit ekki hvort það voru gleðitár, spennufall, blanda af hvoru tveggja. En auðvitað ofboðslega mikil sorg að það hafi þurft þetta til. Það á ekki að vera þannig að almennir borgarar þurfi að ganga svona stíft á eftir rétti sínum gagnvart stjórnvaldi,“ segir móðir barnsins við fréttastofu. Fjölskyldan er nú á leið í næstu umferð fyrir Landsrétti.
Barnavernd Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Fjölskylda í sárum hafði sigur gegn Reykjavíkurborg í Shaken Baby-máli Fjögurra manna fjölskylda hafði sigur í skaðabótamáli gegn Reykjavíkurborg. Foreldrarnir höfðu verið sakaðir um að hafa hrist barn sitt þannig að skaði hefði hlotist af. Málið umturnaði veröld fjölskyldunnar sem fékk dæmdar háar bætur í dag. 19. desember 2019 11:24 Móðirin sem lagði barnavernd í Shaken Baby-máli: Líður enn eins og fylgst sé með henni Foreldrar sem voru sakaðir um að hafa hrist ungbarn sitt harkalega táruðust þegar þau unnu mál sitt gegn barnavernd Reykjavíkur í dag. 19. desember 2019 19:00 Barnavernd brást skyldu sinni og málsmeðferðin fór úrskeiðis Barnavernd Reykjavíkur brást skyldu sinni í Shaken-baby máli en kveðinn var upp dómur í morgun í skaðabótamáli sem foreldrar og tvö börn þeirra höfðuðu á hendur íslenska ríkinu. 19. desember 2019 13:26 Fjölskylda sækir bætur vegna Shaken Baby-máls sem umturnaði lífi hennar Íslenska ríkið viðurkenndi að aðgerðir lögreglu og Barnaverndarstofu stofu hefðu verið ólögmætar en Reykjavíkurborgar neitar sök. 27. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Sjá meira
Fjölskylda í sárum hafði sigur gegn Reykjavíkurborg í Shaken Baby-máli Fjögurra manna fjölskylda hafði sigur í skaðabótamáli gegn Reykjavíkurborg. Foreldrarnir höfðu verið sakaðir um að hafa hrist barn sitt þannig að skaði hefði hlotist af. Málið umturnaði veröld fjölskyldunnar sem fékk dæmdar háar bætur í dag. 19. desember 2019 11:24
Móðirin sem lagði barnavernd í Shaken Baby-máli: Líður enn eins og fylgst sé með henni Foreldrar sem voru sakaðir um að hafa hrist ungbarn sitt harkalega táruðust þegar þau unnu mál sitt gegn barnavernd Reykjavíkur í dag. 19. desember 2019 19:00
Barnavernd brást skyldu sinni og málsmeðferðin fór úrskeiðis Barnavernd Reykjavíkur brást skyldu sinni í Shaken-baby máli en kveðinn var upp dómur í morgun í skaðabótamáli sem foreldrar og tvö börn þeirra höfðuðu á hendur íslenska ríkinu. 19. desember 2019 13:26
Fjölskylda sækir bætur vegna Shaken Baby-máls sem umturnaði lífi hennar Íslenska ríkið viðurkenndi að aðgerðir lögreglu og Barnaverndarstofu stofu hefðu verið ólögmætar en Reykjavíkurborgar neitar sök. 27. nóvember 2019 07:00