Krefja yfirvöld svara um meðferð á fólki af írönskum ættum Kjartan Kjartansson skrifar 7. janúar 2020 10:53 Negah Hekmati (t.h.) lýsti reynslu sinni af landamæravörðum á blaðamannafundi sem þingkona demókrata, Pramila Jayapal (t.h.), boðaði til í Seattle í gær. AP/Elaine Thompson Mannréttindasamtök og þingmenn í Bandaríkjunum hafa krafið alríkisyfirvöld svara eftir að fregnir bárust af því að tugir bandarískra borgarar af írönskum ættum hefðu verið stöðvaðir og yfirheyrðir um helgina. Aukin spenna hefur færst í samskipti Bandaríkjanna og Írans eftir að Bandaríkjaher réði einn hæsta setta mann stjórnvalda í Teheran af dögum á föstudag. Um sextíu Íranir og bandarískir ríkisborgarar af írönskum ættum greindu Ráði um samskipti Bandaríkjanna og íslams í Washington-ríki frá því að þeir hefðu verið stöðvaðir og yfirheyrðir klukkustundum saman þegar þeir komu yfir landamærin frá Kanada um helgina. Sumir þeirra voru að koma af tónleikum íranskrar poppstjörnu í Vancouver í Kanada á laugardagskvöld en aðrir höfðu verið í fríi eða að heimsækja ættingja norðan landamæranna, að sögn AP-fréttastofunnar. Varað hefur verið við því að írönsk stjórnvöld gætu ráðist í hefndaraðgerðir vegna morðs Bandaríkjahers á Qasem Soleimani, yfirmaður sérsveita íranska byltingarvarðarins, fyrir helgi. Negah Hekmati, 38 ára gömul kona, fullyrti að hún, eiginmaður hennar og tvö börn, 5 og 8 ára, hefðu verið stöðvuð í fimm klukkustundir þegar þau komu úr skíðaferð á aðfararnótt sunnudags. Öll eru þau bandarískir ríkisborgarar þó að þau hjónin hafi bæði fæðst í Íran. „Dóttir mín sagði mér: „Ekki tala farsí. Kannski ef þú talar ekki farsí taka þeir þig ekki“. Þetta er ekki í lagi,“ sagði Hekmati á blaðamannafundi sem Pramile Jayapal, fulltrúadeildarþingmaður, boðaði til í gær. Landamæraverðir spurðu Hekmati út í foreldra hennar, menntun og Facebook- og tölvupóstreikninga. Eiginmaður hennar var spurður út í herþjónustu sem hann var látinn gegna í Íran þegar hann var ungur maður. Friðarbogalandamærastöðin á milli Bandaríkjanna og Kanada í Washington-ríki þar sem tugir íranskra ættaðra Bandaríkjamanna eru sagðir hafa verið stöðvaðir sérstaklega um helgina.AP/Elaine Thompson Ýjar að því að ráðuneytið ljúgi Talsmaður tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna fullyrðir að það sé ekki satt að fólk af írönskum ættum hafi verið stöðvað eða meinað um að koma inn í landið á grundvelli þjóðernis þess. Vísaði hann til aukins viðbúnaðar vegna ástandsins í samskiptum Bandaríkjanna við Íran. Aukið álag hafi jafnframt verið á landamærastöðinni sem um ræðir vegna fría og manneklu. Jayapal og aðrir hafna þeim rökum. Þingkonan gaf í skyn að heimavarnaráðuneytið sem fer með landamæraeftirlit lygi til um að þjóðerni fólksins hefði verið ástæða þess að það var stöðvað. „Heimavarnaráðuneytið er sama stofnunin og neitaði því að verið væri að skilja að fjölskyldur,“ sagði Jayapal og vísaði til stefnunnar sem ríkisstjórn Donalds Trump forseta rak í innflytjendamálum og gekk út á að stía fjölskyldum sem komu yfir suðurlandamærin í sundur til þess að fæla fólk frá því að reyna að komast til Bandaríkjanna. Í fyrstu þvertóku yfirvöld fyrir að börn innflytjenda væru skilin frá foreldrum sínum. Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Skilgreinir bandaríska hermenn sem hryðjuverkamenn Íranska þingið hefur samþykkt lagafrumvarp þar sem bandaríska varnarmálaráðuneytið og hermenn eru skilgreind sem "hryðjuverkamenn“. 7. janúar 2020 07:43 Stendur við orð sín um árásir á menningarmannvirki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við hótanir sínar um að ráðast á staði og byggingar sem hafa mikið menningarlegt gildi í Íran, geri Íranir árásir á Bandaríkin. 6. janúar 2020 09:20 Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39 Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Mannréttindasamtök og þingmenn í Bandaríkjunum hafa krafið alríkisyfirvöld svara eftir að fregnir bárust af því að tugir bandarískra borgarar af írönskum ættum hefðu verið stöðvaðir og yfirheyrðir um helgina. Aukin spenna hefur færst í samskipti Bandaríkjanna og Írans eftir að Bandaríkjaher réði einn hæsta setta mann stjórnvalda í Teheran af dögum á föstudag. Um sextíu Íranir og bandarískir ríkisborgarar af írönskum ættum greindu Ráði um samskipti Bandaríkjanna og íslams í Washington-ríki frá því að þeir hefðu verið stöðvaðir og yfirheyrðir klukkustundum saman þegar þeir komu yfir landamærin frá Kanada um helgina. Sumir þeirra voru að koma af tónleikum íranskrar poppstjörnu í Vancouver í Kanada á laugardagskvöld en aðrir höfðu verið í fríi eða að heimsækja ættingja norðan landamæranna, að sögn AP-fréttastofunnar. Varað hefur verið við því að írönsk stjórnvöld gætu ráðist í hefndaraðgerðir vegna morðs Bandaríkjahers á Qasem Soleimani, yfirmaður sérsveita íranska byltingarvarðarins, fyrir helgi. Negah Hekmati, 38 ára gömul kona, fullyrti að hún, eiginmaður hennar og tvö börn, 5 og 8 ára, hefðu verið stöðvuð í fimm klukkustundir þegar þau komu úr skíðaferð á aðfararnótt sunnudags. Öll eru þau bandarískir ríkisborgarar þó að þau hjónin hafi bæði fæðst í Íran. „Dóttir mín sagði mér: „Ekki tala farsí. Kannski ef þú talar ekki farsí taka þeir þig ekki“. Þetta er ekki í lagi,“ sagði Hekmati á blaðamannafundi sem Pramile Jayapal, fulltrúadeildarþingmaður, boðaði til í gær. Landamæraverðir spurðu Hekmati út í foreldra hennar, menntun og Facebook- og tölvupóstreikninga. Eiginmaður hennar var spurður út í herþjónustu sem hann var látinn gegna í Íran þegar hann var ungur maður. Friðarbogalandamærastöðin á milli Bandaríkjanna og Kanada í Washington-ríki þar sem tugir íranskra ættaðra Bandaríkjamanna eru sagðir hafa verið stöðvaðir sérstaklega um helgina.AP/Elaine Thompson Ýjar að því að ráðuneytið ljúgi Talsmaður tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna fullyrðir að það sé ekki satt að fólk af írönskum ættum hafi verið stöðvað eða meinað um að koma inn í landið á grundvelli þjóðernis þess. Vísaði hann til aukins viðbúnaðar vegna ástandsins í samskiptum Bandaríkjanna við Íran. Aukið álag hafi jafnframt verið á landamærastöðinni sem um ræðir vegna fría og manneklu. Jayapal og aðrir hafna þeim rökum. Þingkonan gaf í skyn að heimavarnaráðuneytið sem fer með landamæraeftirlit lygi til um að þjóðerni fólksins hefði verið ástæða þess að það var stöðvað. „Heimavarnaráðuneytið er sama stofnunin og neitaði því að verið væri að skilja að fjölskyldur,“ sagði Jayapal og vísaði til stefnunnar sem ríkisstjórn Donalds Trump forseta rak í innflytjendamálum og gekk út á að stía fjölskyldum sem komu yfir suðurlandamærin í sundur til þess að fæla fólk frá því að reyna að komast til Bandaríkjanna. Í fyrstu þvertóku yfirvöld fyrir að börn innflytjenda væru skilin frá foreldrum sínum.
Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Skilgreinir bandaríska hermenn sem hryðjuverkamenn Íranska þingið hefur samþykkt lagafrumvarp þar sem bandaríska varnarmálaráðuneytið og hermenn eru skilgreind sem "hryðjuverkamenn“. 7. janúar 2020 07:43 Stendur við orð sín um árásir á menningarmannvirki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við hótanir sínar um að ráðast á staði og byggingar sem hafa mikið menningarlegt gildi í Íran, geri Íranir árásir á Bandaríkin. 6. janúar 2020 09:20 Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39 Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Skilgreinir bandaríska hermenn sem hryðjuverkamenn Íranska þingið hefur samþykkt lagafrumvarp þar sem bandaríska varnarmálaráðuneytið og hermenn eru skilgreind sem "hryðjuverkamenn“. 7. janúar 2020 07:43
Stendur við orð sín um árásir á menningarmannvirki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við hótanir sínar um að ráðast á staði og byggingar sem hafa mikið menningarlegt gildi í Íran, geri Íranir árásir á Bandaríkin. 6. janúar 2020 09:20
Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39
Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42