Hundruð í haldi lögreglu eftir mótmæli Sylvía Hall skrifar 10. ágúst 2020 06:56 Frá mótmælunum í nótt. Vísir/AP Hundruð eru sögð í haldi lögreglu eftir mótmæli stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi í gærkvöldi og í nótt. Forsetakosningar fóru fram þar í landi í gær og benda opinberar tölur til þess að forsetinn Alexander Lúkasjenkó hafi hlotið yfir 80 prósent atkvæða. Stuðningsmenn mótframbjóðanda Lúkasjenkó, Svetlönu Tikhanovskaya, hópuðust saman á götum Minsk í gær og eru þúsundir sögð hafa mótmælt niðurstöðum kosninganna. Sjálf segist Tikhanovskaya vera efins um opinberar tölur og er haft eftir henni á vef AP að hún líti svo á að meirihlutinn sé á bak við hana í ljósi þess hversu margir hafa sýnt henni stuðning með mótmælum. Lúkasjenkó hefur verið við völd frá árinu 1994 og hefur hann verið kallaður „síðasti einræðisherra Evrópu“ af gagnrýnendum. Til að mynda hefur reynst erfitt fyrir andstæðinga hans að bjóða sig fram, einn hefur verið fangelsaður og neyddist annar til þess að flýja til Rússlands. Þrátt fyrir að framboð Tikhanovskaya hafi orðið að veruleika voru átta starfsmenn hennar handteknir í gær. Mikil harka færðist í mótmælin í nótt.Vísir/AP Veronika Tsepkalo, eiginkona eins þeirra sem stefndi á framboð í ár, sagði í samtali við AP að enginn hefði fylgst með kjörkössunum í fimm daga. Yfirvöld gætu því léttilega haft áhrif á niðurstöður kosninganna og efaðist hún stórlega um að þær tölur sem birtar voru væru réttar. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Útlit fyrir stórsigur Lúkasjenkó Útlit er fyrir að forseti Hvíta-Rússlands, hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó hafi tryggt sér forsetastólinn í eitt kjörtímabil í viðbót. 9. ágúst 2020 20:27 Forsetakosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun en þar fara forsetakosningar fram í dag. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseta, er spáð sigri þrátt fyrir að mótframboð Svetlana Tikhanovskaya njóti töluverðs fylgis og Lúkasjenkó mæti þannig meiri andstöðu en áður. 9. ágúst 2020 15:30 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Hundruð eru sögð í haldi lögreglu eftir mótmæli stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi í gærkvöldi og í nótt. Forsetakosningar fóru fram þar í landi í gær og benda opinberar tölur til þess að forsetinn Alexander Lúkasjenkó hafi hlotið yfir 80 prósent atkvæða. Stuðningsmenn mótframbjóðanda Lúkasjenkó, Svetlönu Tikhanovskaya, hópuðust saman á götum Minsk í gær og eru þúsundir sögð hafa mótmælt niðurstöðum kosninganna. Sjálf segist Tikhanovskaya vera efins um opinberar tölur og er haft eftir henni á vef AP að hún líti svo á að meirihlutinn sé á bak við hana í ljósi þess hversu margir hafa sýnt henni stuðning með mótmælum. Lúkasjenkó hefur verið við völd frá árinu 1994 og hefur hann verið kallaður „síðasti einræðisherra Evrópu“ af gagnrýnendum. Til að mynda hefur reynst erfitt fyrir andstæðinga hans að bjóða sig fram, einn hefur verið fangelsaður og neyddist annar til þess að flýja til Rússlands. Þrátt fyrir að framboð Tikhanovskaya hafi orðið að veruleika voru átta starfsmenn hennar handteknir í gær. Mikil harka færðist í mótmælin í nótt.Vísir/AP Veronika Tsepkalo, eiginkona eins þeirra sem stefndi á framboð í ár, sagði í samtali við AP að enginn hefði fylgst með kjörkössunum í fimm daga. Yfirvöld gætu því léttilega haft áhrif á niðurstöður kosninganna og efaðist hún stórlega um að þær tölur sem birtar voru væru réttar.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Útlit fyrir stórsigur Lúkasjenkó Útlit er fyrir að forseti Hvíta-Rússlands, hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó hafi tryggt sér forsetastólinn í eitt kjörtímabil í viðbót. 9. ágúst 2020 20:27 Forsetakosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun en þar fara forsetakosningar fram í dag. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseta, er spáð sigri þrátt fyrir að mótframboð Svetlana Tikhanovskaya njóti töluverðs fylgis og Lúkasjenkó mæti þannig meiri andstöðu en áður. 9. ágúst 2020 15:30 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Útlit fyrir stórsigur Lúkasjenkó Útlit er fyrir að forseti Hvíta-Rússlands, hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó hafi tryggt sér forsetastólinn í eitt kjörtímabil í viðbót. 9. ágúst 2020 20:27
Forsetakosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun en þar fara forsetakosningar fram í dag. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseta, er spáð sigri þrátt fyrir að mótframboð Svetlana Tikhanovskaya njóti töluverðs fylgis og Lúkasjenkó mæti þannig meiri andstöðu en áður. 9. ágúst 2020 15:30