„Nær öruggt“ að Rússar hafi reynt að skipta sér af kosningum á Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2020 12:59 Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, fordæmir afskipti Rússa af bresku lýðræði. Vísir/EPA Utanríkisráðherra Bretlands segir „nær öruggt“ að útsendarar Rússlands hafi reynt að hafa afskipti af þingkosningunum þar í landi í fyrra með opinberum skjölum sem þeir komust yfir á ólöglegan hátt. Von er á skýrslu af afskipti Rússa af breskum stjórnmálum í næstu viku. Gögnin sem Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segir að Rússar hafi komist yfir vörðuðu viðræður breskra og bandarískra stjórnvalda um fríverslunarsamning. Um var að ræða á fimmta hundrað blaðsíðna af tölvupóstum sem breska leyniþjónustan telur að hafi verið stolið úr persónulegu tölvupósthólfi ráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Póstarnir voru birtir á samfélagsmiðlinum Reddit og dreift á Twitter áður en þeir bárust í hendur Jeremys Corbyn, þáverandi leiðtoga Verkamannaflokksins, að sögn The Guardian. Hann vísaði til póstanna sem var lekið um að Íhaldsflokkurinn ætlaði sér að opna bresku heilbrigðisþjónustuna fyrir bandarískum markaði í kosningabaráttunni í fyrra. Raab fordæmdi afskipti Rússa sem hann sagði „algerlega óásættanleg“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Miklar tafir hafa orðið á útkomu skýrslu um afskipti Rússa af breskum stjórnmálum en hún er nú sögð væntanleg í næstu viku. Boris Johnson, forsætisráðherra, kom í veg fyrir birtingu skýrslunnar fyrir kosningar í vetur. „Á grundvelli ítarlegrar greiningar hefur ríkisstjórnin komist að þeirri niðurstöðu að það er nær öruggt að rússneskir útsendarar reyndu að hafa áhrif á þingkosningarnar árið 2019 með því að bera út á netinu illa fengin gögn frá ríkisstjórninni sem var lekið,“ sagði Raab í yfirlýsingu. Sakamálarannsókn er nú sögð í gangi á þjófnaðinum á gögnunum og lekanum. Grunnt hefur verið á því góða á milli breskra og rússneskra stjórnvalda undanfarið. Bretar sökuðu stjórnvöld í Kreml um að hafa staðið að taugaeitursárás gegn rússneskum fyrrverandi njósnara og dóttur hans í bænum Salisbury fyrir tveimur árum. Því hafa Rússar harðneitað. Bretland Rússland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Utanríkisráðherra Bretlands segir „nær öruggt“ að útsendarar Rússlands hafi reynt að hafa afskipti af þingkosningunum þar í landi í fyrra með opinberum skjölum sem þeir komust yfir á ólöglegan hátt. Von er á skýrslu af afskipti Rússa af breskum stjórnmálum í næstu viku. Gögnin sem Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segir að Rússar hafi komist yfir vörðuðu viðræður breskra og bandarískra stjórnvalda um fríverslunarsamning. Um var að ræða á fimmta hundrað blaðsíðna af tölvupóstum sem breska leyniþjónustan telur að hafi verið stolið úr persónulegu tölvupósthólfi ráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Póstarnir voru birtir á samfélagsmiðlinum Reddit og dreift á Twitter áður en þeir bárust í hendur Jeremys Corbyn, þáverandi leiðtoga Verkamannaflokksins, að sögn The Guardian. Hann vísaði til póstanna sem var lekið um að Íhaldsflokkurinn ætlaði sér að opna bresku heilbrigðisþjónustuna fyrir bandarískum markaði í kosningabaráttunni í fyrra. Raab fordæmdi afskipti Rússa sem hann sagði „algerlega óásættanleg“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Miklar tafir hafa orðið á útkomu skýrslu um afskipti Rússa af breskum stjórnmálum en hún er nú sögð væntanleg í næstu viku. Boris Johnson, forsætisráðherra, kom í veg fyrir birtingu skýrslunnar fyrir kosningar í vetur. „Á grundvelli ítarlegrar greiningar hefur ríkisstjórnin komist að þeirri niðurstöðu að það er nær öruggt að rússneskir útsendarar reyndu að hafa áhrif á þingkosningarnar árið 2019 með því að bera út á netinu illa fengin gögn frá ríkisstjórninni sem var lekið,“ sagði Raab í yfirlýsingu. Sakamálarannsókn er nú sögð í gangi á þjófnaðinum á gögnunum og lekanum. Grunnt hefur verið á því góða á milli breskra og rússneskra stjórnvalda undanfarið. Bretar sökuðu stjórnvöld í Kreml um að hafa staðið að taugaeitursárás gegn rússneskum fyrrverandi njósnara og dóttur hans í bænum Salisbury fyrir tveimur árum. Því hafa Rússar harðneitað.
Bretland Rússland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira