Hæstiréttur tekur ákvörðun um birtingu skattskýrslu Trump í dag Andri Eysteinsson skrifar 9. júlí 2020 11:23 Talið er ljóst að Bandaríkjaforseti verði ekki glaður ef ákvörðunin fellur gegn honum. Getty/Win McNamee Fyrirhugað er að Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington ákvarði í dag hvort að fulltrúadeild Bandaríkjaþings verði veittur aðgangur að persónuupplýsingum þeim sem Bandaríkjaforseti hefur reynt að leyna frá því að framboði hans var hrundið af stað árið 2015. Dagurinn í dag er síðasti starfsdagur Hæstaréttar fyrir tímabilið 2019-20 og mun rétturinn ákvarða um tvo keimlík mál sem koma að skattaskýrslum Donald Trump. Auk þess sem að Bandaríkjaþing sækist eftir upplýsingunum hafa saksóknarar í New York einnig leitast eftir aðgangi að skýrslunum. Talið er að ef þinginu verði veittur aðgangur gæti það gjörbreytt landslaginu í Washington og segir Politico breytingarnar geta orðið þær mestu frá Watergate hneykslinu árið 1974. Löngum hefur verið rætt um skattaskýrslur Bandaríkjaforseta en frambjóðendur til embættisins hafa iðulega birt gögnin á meðan að á framboðinu stendur. Trump sem kjörinn var til embættisins árið 2016 hefur hins vegar ávallt staðfastlega neitað að veita þessar upplýsingar og barist með kjafti og klóm gegn tilraunum til þess að opinbera skýrslurnar. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur því stefnt Trump með það að markmiði að nálgast skattaskýrslurnar þá stefndu saksóknarar í New York-ríki gert slíkt hið sama. Krafan var gerð sem hluti af rannsókn á mögulegu skattamisferli Trump og viðskiptaveldis hans. Lögmenn Trump hafa barist fyrir hagsmunum forsetans fyrir réttinum en talið er víst að ef ákvörðun réttarins fer á versta veg fyrir Trump muni forsetinn ekki hika við að láta málsaðila heyra það óþvegið. Forsetinn fór einmitt mikinn á Twitter-síðu sinni eftir ákvarðanir réttarins sem fóru gegn stefnum ríkisstjórnarinnar í júní. „Þessar hræðilegu ákvarðanir Hæstaréttarins eru sem högl beint í andlit þeirra sem kalla sig Repúblikana eða Íhaldsmanna. Við þurfum fleiri Hæstaréttardómara eða við munum missa 2. Viðauka stjórnarskrárinnar. Kjósið Trump2020,“ tísti forsetinn. Talið er að niðurstöður dómsins muni hafa mikil áhrif á líkur forsetans til að ná endurkjöri og sömu segja má segja til um eftirlitsheimildir löggjafans og möguleika saksóknara á að sækja forsetann til saka. Vegna kórónuveirufaraldursins fór málsmeðferð ekki fram með hefðbundnum hætti. Lögmenn fluttu málið símleiðis en aðalmeðferð átti í fyrstu að fara fram 31. Mars en fór að lokum fram 12. maí síðastliðinn. Ljóst er að þó að áhrif ákvörðunarinnar geti verið mikil eru líkur taldar á því að gögnin yrðu ekki birt þinginu strax. Mögulega myndu andstæðingar forsetans bíða með birtinguna þar til að nær dregur forsetakosningum í nóvember. Talið er víst að dómararnir Clarence Thomas og Samuel Alito muni taka afstöðu með forsetanum en þeir eru tveir af fimm dómurum sem Repúblikanaforseti hefur skipað. Forseti réttarins, John Roberts og dómararnir Neil Gorsuch og Brett Kavanaugh eru sagðir hafa virst óvissir þegar málið var tekið fyrir. Líklegast þykir að fjórir frjálslyndari dómarar muni vilja að skýrslurnar verði birtar. Donald Trump Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Fyrirhugað er að Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington ákvarði í dag hvort að fulltrúadeild Bandaríkjaþings verði veittur aðgangur að persónuupplýsingum þeim sem Bandaríkjaforseti hefur reynt að leyna frá því að framboði hans var hrundið af stað árið 2015. Dagurinn í dag er síðasti starfsdagur Hæstaréttar fyrir tímabilið 2019-20 og mun rétturinn ákvarða um tvo keimlík mál sem koma að skattaskýrslum Donald Trump. Auk þess sem að Bandaríkjaþing sækist eftir upplýsingunum hafa saksóknarar í New York einnig leitast eftir aðgangi að skýrslunum. Talið er að ef þinginu verði veittur aðgangur gæti það gjörbreytt landslaginu í Washington og segir Politico breytingarnar geta orðið þær mestu frá Watergate hneykslinu árið 1974. Löngum hefur verið rætt um skattaskýrslur Bandaríkjaforseta en frambjóðendur til embættisins hafa iðulega birt gögnin á meðan að á framboðinu stendur. Trump sem kjörinn var til embættisins árið 2016 hefur hins vegar ávallt staðfastlega neitað að veita þessar upplýsingar og barist með kjafti og klóm gegn tilraunum til þess að opinbera skýrslurnar. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur því stefnt Trump með það að markmiði að nálgast skattaskýrslurnar þá stefndu saksóknarar í New York-ríki gert slíkt hið sama. Krafan var gerð sem hluti af rannsókn á mögulegu skattamisferli Trump og viðskiptaveldis hans. Lögmenn Trump hafa barist fyrir hagsmunum forsetans fyrir réttinum en talið er víst að ef ákvörðun réttarins fer á versta veg fyrir Trump muni forsetinn ekki hika við að láta málsaðila heyra það óþvegið. Forsetinn fór einmitt mikinn á Twitter-síðu sinni eftir ákvarðanir réttarins sem fóru gegn stefnum ríkisstjórnarinnar í júní. „Þessar hræðilegu ákvarðanir Hæstaréttarins eru sem högl beint í andlit þeirra sem kalla sig Repúblikana eða Íhaldsmanna. Við þurfum fleiri Hæstaréttardómara eða við munum missa 2. Viðauka stjórnarskrárinnar. Kjósið Trump2020,“ tísti forsetinn. Talið er að niðurstöður dómsins muni hafa mikil áhrif á líkur forsetans til að ná endurkjöri og sömu segja má segja til um eftirlitsheimildir löggjafans og möguleika saksóknara á að sækja forsetann til saka. Vegna kórónuveirufaraldursins fór málsmeðferð ekki fram með hefðbundnum hætti. Lögmenn fluttu málið símleiðis en aðalmeðferð átti í fyrstu að fara fram 31. Mars en fór að lokum fram 12. maí síðastliðinn. Ljóst er að þó að áhrif ákvörðunarinnar geti verið mikil eru líkur taldar á því að gögnin yrðu ekki birt þinginu strax. Mögulega myndu andstæðingar forsetans bíða með birtinguna þar til að nær dregur forsetakosningum í nóvember. Talið er víst að dómararnir Clarence Thomas og Samuel Alito muni taka afstöðu með forsetanum en þeir eru tveir af fimm dómurum sem Repúblikanaforseti hefur skipað. Forseti réttarins, John Roberts og dómararnir Neil Gorsuch og Brett Kavanaugh eru sagðir hafa virst óvissir þegar málið var tekið fyrir. Líklegast þykir að fjórir frjálslyndari dómarar muni vilja að skýrslurnar verði birtar.
Donald Trump Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira