Bæta þarf sóttvarnir í fyrirtækjum og verslunum en dæmi eru um að víða séu sprittbrúsar tómir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. júlí 2020 18:44 Fimm greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. Beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælinga í tveimur af smitunum fimm en mótefni mældust í sýnum þriggja aðila. Ekkert innanlandssmit greindist á landinu í gær. Fjölmenn mannamót fara fram um helgina. Meðal annars N1 mótið í knattspyrnu sem fer fram á Akureyri en í gær þurfti að kalla til lögreglu þar sem gestir virtu ekki hólfaskiptingu. „Mér skilst að það hafi gengið aðeins betur í dag. Okkur langar að halda að þetta hafi verið meiri klaufaskapur heldur en að fólk hafi verið að leika sér að því að fara framhjá þessum sóttvarnarreglum,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. N1 mótið fer fram á Akureyri um helgina. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir vonbrigði að gestir mótsins, þá sérstakega foreldrar fari ekki eftir fyrirmælum um hólfaskiptingu.AÐSEND Hann segir að skipulag mótsins hafi verið gott þrátt fyrir nokkra hnökra. Þó megi velta ýmsu fyrir sér. „Það má kannski velta fyrir sér hvort að foreldrarnir hefðu átt að vera heima. Það er hugmynd sem hefur komið fram og hefði mögulega getað hjálpað eitthvað í þessu tilviki allavegana,“ sagði Rögnvaldur. Næstu helgi fer fram fjölmennt knattspyrnumót á Höfuðborgarsvæðinu. Ákjósanlegt væri ef foreldrar héldu sig heima. „Ég veit að hluti af því fólki sem er að skipuleggja það mót var fyrir norðan og við höfum verið í sambandi við þau og það er ýmislegt sem þau ætla að taka til sín og draga lærdóm af því sem átti sér stað á Akureyri. Skipulagningin mótsins sem fram fer í Kópavogi næstu helgi er með öðrum hætti en var fyrir norðan. Þannig vonandi ætti að ganga betur þar. Ef foreldrar sjá færi á að vera heima og leyfa börnunum að fara sjálf á mótið þá væri að ákjósanlegt,“ sagði Rögnvaldur. Hann segir fólk orðið ansi værukært í einstaklingsbundnum smitvörnum. Þá hvetur hann fyrirtæki til að efla smitvarnir. „Maður sér líka í fyrirtækjum sem öll voru að standa sig svo svakalega vel í vetur að sprittbrúsar eru jafnvel tómir eða hreinlega ekki til staðar þannig við þurfum aðeins að fara til baka í þann góða gír sem við vorum í í vetur,“ sagði Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Akureyri Fótbolti Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Sjá meira
Fimm greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. Beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælinga í tveimur af smitunum fimm en mótefni mældust í sýnum þriggja aðila. Ekkert innanlandssmit greindist á landinu í gær. Fjölmenn mannamót fara fram um helgina. Meðal annars N1 mótið í knattspyrnu sem fer fram á Akureyri en í gær þurfti að kalla til lögreglu þar sem gestir virtu ekki hólfaskiptingu. „Mér skilst að það hafi gengið aðeins betur í dag. Okkur langar að halda að þetta hafi verið meiri klaufaskapur heldur en að fólk hafi verið að leika sér að því að fara framhjá þessum sóttvarnarreglum,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. N1 mótið fer fram á Akureyri um helgina. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir vonbrigði að gestir mótsins, þá sérstakega foreldrar fari ekki eftir fyrirmælum um hólfaskiptingu.AÐSEND Hann segir að skipulag mótsins hafi verið gott þrátt fyrir nokkra hnökra. Þó megi velta ýmsu fyrir sér. „Það má kannski velta fyrir sér hvort að foreldrarnir hefðu átt að vera heima. Það er hugmynd sem hefur komið fram og hefði mögulega getað hjálpað eitthvað í þessu tilviki allavegana,“ sagði Rögnvaldur. Næstu helgi fer fram fjölmennt knattspyrnumót á Höfuðborgarsvæðinu. Ákjósanlegt væri ef foreldrar héldu sig heima. „Ég veit að hluti af því fólki sem er að skipuleggja það mót var fyrir norðan og við höfum verið í sambandi við þau og það er ýmislegt sem þau ætla að taka til sín og draga lærdóm af því sem átti sér stað á Akureyri. Skipulagningin mótsins sem fram fer í Kópavogi næstu helgi er með öðrum hætti en var fyrir norðan. Þannig vonandi ætti að ganga betur þar. Ef foreldrar sjá færi á að vera heima og leyfa börnunum að fara sjálf á mótið þá væri að ákjósanlegt,“ sagði Rögnvaldur. Hann segir fólk orðið ansi værukært í einstaklingsbundnum smitvörnum. Þá hvetur hann fyrirtæki til að efla smitvarnir. „Maður sér líka í fyrirtækjum sem öll voru að standa sig svo svakalega vel í vetur að sprittbrúsar eru jafnvel tómir eða hreinlega ekki til staðar þannig við þurfum aðeins að fara til baka í þann góða gír sem við vorum í í vetur,“ sagði Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Akureyri Fótbolti Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu