Bæta þarf sóttvarnir í fyrirtækjum og verslunum en dæmi eru um að víða séu sprittbrúsar tómir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. júlí 2020 18:44 Fimm greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. Beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælinga í tveimur af smitunum fimm en mótefni mældust í sýnum þriggja aðila. Ekkert innanlandssmit greindist á landinu í gær. Fjölmenn mannamót fara fram um helgina. Meðal annars N1 mótið í knattspyrnu sem fer fram á Akureyri en í gær þurfti að kalla til lögreglu þar sem gestir virtu ekki hólfaskiptingu. „Mér skilst að það hafi gengið aðeins betur í dag. Okkur langar að halda að þetta hafi verið meiri klaufaskapur heldur en að fólk hafi verið að leika sér að því að fara framhjá þessum sóttvarnarreglum,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. N1 mótið fer fram á Akureyri um helgina. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir vonbrigði að gestir mótsins, þá sérstakega foreldrar fari ekki eftir fyrirmælum um hólfaskiptingu.AÐSEND Hann segir að skipulag mótsins hafi verið gott þrátt fyrir nokkra hnökra. Þó megi velta ýmsu fyrir sér. „Það má kannski velta fyrir sér hvort að foreldrarnir hefðu átt að vera heima. Það er hugmynd sem hefur komið fram og hefði mögulega getað hjálpað eitthvað í þessu tilviki allavegana,“ sagði Rögnvaldur. Næstu helgi fer fram fjölmennt knattspyrnumót á Höfuðborgarsvæðinu. Ákjósanlegt væri ef foreldrar héldu sig heima. „Ég veit að hluti af því fólki sem er að skipuleggja það mót var fyrir norðan og við höfum verið í sambandi við þau og það er ýmislegt sem þau ætla að taka til sín og draga lærdóm af því sem átti sér stað á Akureyri. Skipulagningin mótsins sem fram fer í Kópavogi næstu helgi er með öðrum hætti en var fyrir norðan. Þannig vonandi ætti að ganga betur þar. Ef foreldrar sjá færi á að vera heima og leyfa börnunum að fara sjálf á mótið þá væri að ákjósanlegt,“ sagði Rögnvaldur. Hann segir fólk orðið ansi værukært í einstaklingsbundnum smitvörnum. Þá hvetur hann fyrirtæki til að efla smitvarnir. „Maður sér líka í fyrirtækjum sem öll voru að standa sig svo svakalega vel í vetur að sprittbrúsar eru jafnvel tómir eða hreinlega ekki til staðar þannig við þurfum aðeins að fara til baka í þann góða gír sem við vorum í í vetur,“ sagði Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Akureyri Fótbolti Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Fimm greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. Beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælinga í tveimur af smitunum fimm en mótefni mældust í sýnum þriggja aðila. Ekkert innanlandssmit greindist á landinu í gær. Fjölmenn mannamót fara fram um helgina. Meðal annars N1 mótið í knattspyrnu sem fer fram á Akureyri en í gær þurfti að kalla til lögreglu þar sem gestir virtu ekki hólfaskiptingu. „Mér skilst að það hafi gengið aðeins betur í dag. Okkur langar að halda að þetta hafi verið meiri klaufaskapur heldur en að fólk hafi verið að leika sér að því að fara framhjá þessum sóttvarnarreglum,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. N1 mótið fer fram á Akureyri um helgina. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir vonbrigði að gestir mótsins, þá sérstakega foreldrar fari ekki eftir fyrirmælum um hólfaskiptingu.AÐSEND Hann segir að skipulag mótsins hafi verið gott þrátt fyrir nokkra hnökra. Þó megi velta ýmsu fyrir sér. „Það má kannski velta fyrir sér hvort að foreldrarnir hefðu átt að vera heima. Það er hugmynd sem hefur komið fram og hefði mögulega getað hjálpað eitthvað í þessu tilviki allavegana,“ sagði Rögnvaldur. Næstu helgi fer fram fjölmennt knattspyrnumót á Höfuðborgarsvæðinu. Ákjósanlegt væri ef foreldrar héldu sig heima. „Ég veit að hluti af því fólki sem er að skipuleggja það mót var fyrir norðan og við höfum verið í sambandi við þau og það er ýmislegt sem þau ætla að taka til sín og draga lærdóm af því sem átti sér stað á Akureyri. Skipulagningin mótsins sem fram fer í Kópavogi næstu helgi er með öðrum hætti en var fyrir norðan. Þannig vonandi ætti að ganga betur þar. Ef foreldrar sjá færi á að vera heima og leyfa börnunum að fara sjálf á mótið þá væri að ákjósanlegt,“ sagði Rögnvaldur. Hann segir fólk orðið ansi værukært í einstaklingsbundnum smitvörnum. Þá hvetur hann fyrirtæki til að efla smitvarnir. „Maður sér líka í fyrirtækjum sem öll voru að standa sig svo svakalega vel í vetur að sprittbrúsar eru jafnvel tómir eða hreinlega ekki til staðar þannig við þurfum aðeins að fara til baka í þann góða gír sem við vorum í í vetur,“ sagði Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Akureyri Fótbolti Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent