Borgin sýknuð í dómsmálinu um innviðagjöldin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. júní 2020 17:57 Borgin hefur innheimt innviðagjöld vegna uppbyggingar nýrra hverfa. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Reykjavíkurborg af kröfu verktakafyrirtækisins Sérverk ehf. sem krafði borgina um endurgreiðslu á rétt rúmlega 120 milljóna króna innviðagjaldi sem fyrirtækið hafði greitt borginni í tengslum við uppbyggingu í Vogabyggð. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg gerði samninga við lóðarhafa í Vogabyggð um þátttöku þeirra í kostnaði af uppbyggingu hverfisins með útgáfu skuldabréfs. Miðaðist greiðslan við stærð þeirra fasteigna sem heimilt var að reisa á hverri lóð samkvæmt nýju deiliskipulagi. Sérverk keypti lóðaréttindi af einum viðsemjanda borgarinnar, meðal annars með yfirtöku greiðsluskyldu samkvæmt skuldabréfinu. Um prófmál var að ræða en í haust var greint frá því að stór hópur verktakafyrirtækja innan vébanda Samtaka iðnaðarins stæði að málarekstri gegn borginni, þar sem fyrirtækin og samtökin töldu lagalega óvissa ríkja um lögmæti innheimtu borgarinnar á innviðagjöldum í tengslum við uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Verktakafyrirtækið Sérverk tók að sér að formlega stefna borginni í málinu sem dæmt var í fyrir helgi. Aðalkrafa fyrirtækisins var sú að Reykjavíkurborg yrði dæmt til að endugreiða rétt rúmlega 120 milljónir sem fyrirtækið hafði greitt í innviðagjöld í tengslum við uppbyggingu félagsins í Vogabyggð. Til vara krafðist fyrirtækið að innviðagjald sem fyrirtækið greiddi vegna lóðar í Voðabyggð yrði dæmt ólöglegt að því leyti sem því var ráðstafað til lögbundinna verkefna Reykjavíkurborgar sem ættu að vera fullfjármögnuð með mörkuðum tekjustofnum borgarinnar. Reykjavíkurborg krafðist hins vegar sýknu í málinu. Sem fyrr segir var dómur í málinu kveðinn upp fyrir helgi og hafnaði héraðsdómur kröfu Sérverks um endurgreiðslu fjárhæðarinnar á grundvelli reglna um endurgreiðslu oftekinna skatta. Ekki var fallist á málsástæður fyrirtækisins sem byggðu á því að umdeild greiðsla væri skattur eða ígildi skatts, sem ekki ætti sér stoð í lögum. Niðurstaða dómsins var sú að greiðsluskyldan hvíldi á gagnkvæmum samningi og væri ekki skattur. Því var jafnframt hafnað að borginni væri óheimilt að ráðstafa greiðslunni til lögbundinna verkefna sinna eða verkefna sem í lögum væri markaður sérstakur tekjustofn. Ennfremur var því hafnað að forsendur samningsákvæðisins byggði á ómálefnalegum eða ólögmætum sjónarmiðum sem og þeim málsástæðum að samningurinn bryti í bága við reglu stjórnsýsluréttar um jafnræði og meðalhóf. Þar að auki þarf Sérverk að greiða Reykjavíkurborg 1,9 milljónir í málkostnað vegna málsins. Dómsmál Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Reykjavíkurborg af kröfu verktakafyrirtækisins Sérverk ehf. sem krafði borgina um endurgreiðslu á rétt rúmlega 120 milljóna króna innviðagjaldi sem fyrirtækið hafði greitt borginni í tengslum við uppbyggingu í Vogabyggð. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg gerði samninga við lóðarhafa í Vogabyggð um þátttöku þeirra í kostnaði af uppbyggingu hverfisins með útgáfu skuldabréfs. Miðaðist greiðslan við stærð þeirra fasteigna sem heimilt var að reisa á hverri lóð samkvæmt nýju deiliskipulagi. Sérverk keypti lóðaréttindi af einum viðsemjanda borgarinnar, meðal annars með yfirtöku greiðsluskyldu samkvæmt skuldabréfinu. Um prófmál var að ræða en í haust var greint frá því að stór hópur verktakafyrirtækja innan vébanda Samtaka iðnaðarins stæði að málarekstri gegn borginni, þar sem fyrirtækin og samtökin töldu lagalega óvissa ríkja um lögmæti innheimtu borgarinnar á innviðagjöldum í tengslum við uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Verktakafyrirtækið Sérverk tók að sér að formlega stefna borginni í málinu sem dæmt var í fyrir helgi. Aðalkrafa fyrirtækisins var sú að Reykjavíkurborg yrði dæmt til að endugreiða rétt rúmlega 120 milljónir sem fyrirtækið hafði greitt í innviðagjöld í tengslum við uppbyggingu félagsins í Vogabyggð. Til vara krafðist fyrirtækið að innviðagjald sem fyrirtækið greiddi vegna lóðar í Voðabyggð yrði dæmt ólöglegt að því leyti sem því var ráðstafað til lögbundinna verkefna Reykjavíkurborgar sem ættu að vera fullfjármögnuð með mörkuðum tekjustofnum borgarinnar. Reykjavíkurborg krafðist hins vegar sýknu í málinu. Sem fyrr segir var dómur í málinu kveðinn upp fyrir helgi og hafnaði héraðsdómur kröfu Sérverks um endurgreiðslu fjárhæðarinnar á grundvelli reglna um endurgreiðslu oftekinna skatta. Ekki var fallist á málsástæður fyrirtækisins sem byggðu á því að umdeild greiðsla væri skattur eða ígildi skatts, sem ekki ætti sér stoð í lögum. Niðurstaða dómsins var sú að greiðsluskyldan hvíldi á gagnkvæmum samningi og væri ekki skattur. Því var jafnframt hafnað að borginni væri óheimilt að ráðstafa greiðslunni til lögbundinna verkefna sinna eða verkefna sem í lögum væri markaður sérstakur tekjustofn. Ennfremur var því hafnað að forsendur samningsákvæðisins byggði á ómálefnalegum eða ólögmætum sjónarmiðum sem og þeim málsástæðum að samningurinn bryti í bága við reglu stjórnsýsluréttar um jafnræði og meðalhóf. Þar að auki þarf Sérverk að greiða Reykjavíkurborg 1,9 milljónir í málkostnað vegna málsins.
Dómsmál Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði