KSÍ kynnir nýja landsliðsmerkið 1. júlí næstkomandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2020 14:44 Myndin sem birtist á vef Puma en var svo tekin út. Mynd/Puma Knattspyrnusamband Íslands gaf það út að 1. júlí næstkomandi verði nýtt merki íslensku landsliða kynnt. Eins og hefur komið fram munu auðkenni KSÍ verða tvö í grunninn til í stað eins áður. Merki KSÍ, sem hefur verið kynnt, og svo merki landsliðanna. Í tilkynningu KSÍ á samfélagsmiðlum í dag er síðan birt mynd af tveimur merkjum hjá þýska knattspyrnusambandinu sem dæmi um hvernig þessi tvö merki virka saman. Þar má sjá annars vegar merki þýska sambandsins sem er byggt upp á skammstöfun þess og svo merki landsliðanna með heimsmeistarastjörnurnar fyrir ofan þýska örninn. 1.júlí verður nýtt merki landsliða kynnt. Eins og hefur komið fram munu auðkenni KSÍ verða tvö í grunninn til í stað eins áður. Merki KSÍ, sem hefur verið kynnt, og svo merki landsliðanna. Þessi aðgreining er algeng, sérstaklega í Evrópu. Sjá dæmi frá Þýskalandi.#1júlí pic.twitter.com/2VWOhdgglZ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 23, 2020 Merki KSÍ sem hefur verið kynnt er í íslensku fánalitunum þar sem rauð komman er um leið kyndill íslenskrar knattspyrnu. Nýja landsliðsmerkið lak út í einhverri mynd fyrr í sumar þegar KSÍ kynnti samstarf sitt og Puma. Mynd af nýja búningnum var þá sett inn á heimasíðu Puma þar sem mátti sjá Guðna Bergsson, formann KSÍ og Bjorn Gulden, framkvæmdastjóra PUMA, með búning á milli sín. Á búningnum mátti líka greina nýtt merki sem hafi ekki sést áður. Menn voru fljótir að leggja saman tvo og tvo og komast að því að þar færi nýtt merki íslensku landsliðanna. Á myndinni af merkinu mátti meðal annars greina landvættina fjóra. „Þetta eru fallegar pælingar úr sögu lands og þjóðar enda mikil hugmyndavinna þarna á bak við. Ef ég man rétt voru þrjár auglýsingastofur sem komu inn í undirbúningsvinnuna með okkur og síðan var valin ein tillaga sem unnið var áfram með, með aðstoð UEFA," sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, á sínum tíma í samtali við Viðskiptablaðið. KSÍ Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands gaf það út að 1. júlí næstkomandi verði nýtt merki íslensku landsliða kynnt. Eins og hefur komið fram munu auðkenni KSÍ verða tvö í grunninn til í stað eins áður. Merki KSÍ, sem hefur verið kynnt, og svo merki landsliðanna. Í tilkynningu KSÍ á samfélagsmiðlum í dag er síðan birt mynd af tveimur merkjum hjá þýska knattspyrnusambandinu sem dæmi um hvernig þessi tvö merki virka saman. Þar má sjá annars vegar merki þýska sambandsins sem er byggt upp á skammstöfun þess og svo merki landsliðanna með heimsmeistarastjörnurnar fyrir ofan þýska örninn. 1.júlí verður nýtt merki landsliða kynnt. Eins og hefur komið fram munu auðkenni KSÍ verða tvö í grunninn til í stað eins áður. Merki KSÍ, sem hefur verið kynnt, og svo merki landsliðanna. Þessi aðgreining er algeng, sérstaklega í Evrópu. Sjá dæmi frá Þýskalandi.#1júlí pic.twitter.com/2VWOhdgglZ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 23, 2020 Merki KSÍ sem hefur verið kynnt er í íslensku fánalitunum þar sem rauð komman er um leið kyndill íslenskrar knattspyrnu. Nýja landsliðsmerkið lak út í einhverri mynd fyrr í sumar þegar KSÍ kynnti samstarf sitt og Puma. Mynd af nýja búningnum var þá sett inn á heimasíðu Puma þar sem mátti sjá Guðna Bergsson, formann KSÍ og Bjorn Gulden, framkvæmdastjóra PUMA, með búning á milli sín. Á búningnum mátti líka greina nýtt merki sem hafi ekki sést áður. Menn voru fljótir að leggja saman tvo og tvo og komast að því að þar færi nýtt merki íslensku landsliðanna. Á myndinni af merkinu mátti meðal annars greina landvættina fjóra. „Þetta eru fallegar pælingar úr sögu lands og þjóðar enda mikil hugmyndavinna þarna á bak við. Ef ég man rétt voru þrjár auglýsingastofur sem komu inn í undirbúningsvinnuna með okkur og síðan var valin ein tillaga sem unnið var áfram með, með aðstoð UEFA," sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, á sínum tíma í samtali við Viðskiptablaðið.
KSÍ Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Sjá meira