Trump tilkynnir breytingar á löggæslu Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2020 21:13 Donald Trump skrifaði undir tilskipunina umkringdur löggæsluaðilum. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði í dag undir forsetatilskipun sem ætlað er að leiða til endurbóta á löggæslu þar í landi. Meðal annars á tilskipunin að banna lögregluþjónum að notast við hálstök, nema þegar lífi þeirra er ógnað, og stendur til að stofna gagnagrunn þar sem haldið er utan um brot lögregluþjóna í starfi. Umfangsmikil mótmæli gegn ofbeldi lögregluþjóna og kerfisbundinni mismunun gagnvart þeldökku fólki hefur átt sér stað á undanförnum vikum. Á mjög skömmum tíma virðist sem að almenningsálit í Bandaríkjunum hafi tekið stakkaskiptum, samhliða mótmælum þessum. Repúblikanar hafa lagt kapp á að koma til móts við mótmælendur og almenning, samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump sjálfur hefur þó ekki sagt að lögreglan eigi við kerfisbundinn vanda að etja og hefur hann margsinnis sagt að lögreglan þurfi að taka harðar á óeirðarseggjum og öðrum. Hann segist einnig sannfærður um að litlum fjölda vondra lögregluþjóna sé um að kenna. Ítrekaði hann það í dag. „Það að draga úr glæpum og bæta staðla eru ekki andstæð markmið,“ sagði forsetinn áður en hann skrifaði undir tilskipunina. Breytingar Trump og Repúblikana eru ekki jafn umfangsmiklar og Demókratar og aðrir höfðu vonast eftir. Báðar deildar þingsins vinna nú að eigin frumvarpi og óljóst er hvort að Demókratar, sem stjórna fulltrúadeildinni, og Repúblikanar, sem stjórna öldungadeildinni, getu komist að sameiginlegri niðurstöðu. Frá því að George Floyd dó á grimmilegan máta í haldi lögreglu hafa hundruð þúsunda mótmælt á götum Bandaríkjanna. Í fyrstu var nokkuð um óeirðir og hefur til átaka komið á milli mótmælenda og lögreglu. Meðal þess sem mótmælendur hafa farið fram á er að grundvallarbreytingar verði gerðar á löggæslu í Bandaríkjunum. Dregið verði úr fjármagni til lögreglu, hlutverk hennar endurskoðað og meira fé veitt í samfélagslega mikilvæg málefni eins og geðheilsu og aðstoð við heimilislaust fólk. Borgaryfirvöld hafa víða gripið til aðgerða og gert breytingar á löggæslu í viðkomandi borgum. Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Tengdar fréttir Réttarmeinafræðingur segir dauða Brooks hafa verið manndráp Dauði Rayshard Brooks, svarts manns sem var skotinn til bana af hvítum lögregluþjóni í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum á föstudag, var manndráp. 15. júní 2020 08:41 Forsetinn hótar að sniðganga fótbolta algjörlega Donald Trump segist ætla að sniðganga fótbolta algjörlega vegna þeirra mótmæla sem hafa átt sér stað undanfarið. 14. júní 2020 12:35 Lætur af störfum eftir að lögregla skaut svartan mann til bana í Atlanta Lögreglustjóri Atlanta-borgar í Georgíu í Bandaríkjunum hefur látið af störfum eftir að lögreglumaður skaut svartan mann til bana á föstudagsskvöldið. 14. júní 2020 07:45 Lögreglustjórar landsins fá fræðslu um fordóma í lögreglustarfinu Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við Dr. Margréti Valdimarsdóttur, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, að hún hitti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra landsins til þess að fræða þá um rannsóknir á fordómum í lögreglustarfinu. 11. júní 2020 12:36 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði í dag undir forsetatilskipun sem ætlað er að leiða til endurbóta á löggæslu þar í landi. Meðal annars á tilskipunin að banna lögregluþjónum að notast við hálstök, nema þegar lífi þeirra er ógnað, og stendur til að stofna gagnagrunn þar sem haldið er utan um brot lögregluþjóna í starfi. Umfangsmikil mótmæli gegn ofbeldi lögregluþjóna og kerfisbundinni mismunun gagnvart þeldökku fólki hefur átt sér stað á undanförnum vikum. Á mjög skömmum tíma virðist sem að almenningsálit í Bandaríkjunum hafi tekið stakkaskiptum, samhliða mótmælum þessum. Repúblikanar hafa lagt kapp á að koma til móts við mótmælendur og almenning, samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump sjálfur hefur þó ekki sagt að lögreglan eigi við kerfisbundinn vanda að etja og hefur hann margsinnis sagt að lögreglan þurfi að taka harðar á óeirðarseggjum og öðrum. Hann segist einnig sannfærður um að litlum fjölda vondra lögregluþjóna sé um að kenna. Ítrekaði hann það í dag. „Það að draga úr glæpum og bæta staðla eru ekki andstæð markmið,“ sagði forsetinn áður en hann skrifaði undir tilskipunina. Breytingar Trump og Repúblikana eru ekki jafn umfangsmiklar og Demókratar og aðrir höfðu vonast eftir. Báðar deildar þingsins vinna nú að eigin frumvarpi og óljóst er hvort að Demókratar, sem stjórna fulltrúadeildinni, og Repúblikanar, sem stjórna öldungadeildinni, getu komist að sameiginlegri niðurstöðu. Frá því að George Floyd dó á grimmilegan máta í haldi lögreglu hafa hundruð þúsunda mótmælt á götum Bandaríkjanna. Í fyrstu var nokkuð um óeirðir og hefur til átaka komið á milli mótmælenda og lögreglu. Meðal þess sem mótmælendur hafa farið fram á er að grundvallarbreytingar verði gerðar á löggæslu í Bandaríkjunum. Dregið verði úr fjármagni til lögreglu, hlutverk hennar endurskoðað og meira fé veitt í samfélagslega mikilvæg málefni eins og geðheilsu og aðstoð við heimilislaust fólk. Borgaryfirvöld hafa víða gripið til aðgerða og gert breytingar á löggæslu í viðkomandi borgum.
Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Tengdar fréttir Réttarmeinafræðingur segir dauða Brooks hafa verið manndráp Dauði Rayshard Brooks, svarts manns sem var skotinn til bana af hvítum lögregluþjóni í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum á föstudag, var manndráp. 15. júní 2020 08:41 Forsetinn hótar að sniðganga fótbolta algjörlega Donald Trump segist ætla að sniðganga fótbolta algjörlega vegna þeirra mótmæla sem hafa átt sér stað undanfarið. 14. júní 2020 12:35 Lætur af störfum eftir að lögregla skaut svartan mann til bana í Atlanta Lögreglustjóri Atlanta-borgar í Georgíu í Bandaríkjunum hefur látið af störfum eftir að lögreglumaður skaut svartan mann til bana á föstudagsskvöldið. 14. júní 2020 07:45 Lögreglustjórar landsins fá fræðslu um fordóma í lögreglustarfinu Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við Dr. Margréti Valdimarsdóttur, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, að hún hitti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra landsins til þess að fræða þá um rannsóknir á fordómum í lögreglustarfinu. 11. júní 2020 12:36 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira
Réttarmeinafræðingur segir dauða Brooks hafa verið manndráp Dauði Rayshard Brooks, svarts manns sem var skotinn til bana af hvítum lögregluþjóni í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum á föstudag, var manndráp. 15. júní 2020 08:41
Forsetinn hótar að sniðganga fótbolta algjörlega Donald Trump segist ætla að sniðganga fótbolta algjörlega vegna þeirra mótmæla sem hafa átt sér stað undanfarið. 14. júní 2020 12:35
Lætur af störfum eftir að lögregla skaut svartan mann til bana í Atlanta Lögreglustjóri Atlanta-borgar í Georgíu í Bandaríkjunum hefur látið af störfum eftir að lögreglumaður skaut svartan mann til bana á föstudagsskvöldið. 14. júní 2020 07:45
Lögreglustjórar landsins fá fræðslu um fordóma í lögreglustarfinu Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við Dr. Margréti Valdimarsdóttur, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, að hún hitti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra landsins til þess að fræða þá um rannsóknir á fordómum í lögreglustarfinu. 11. júní 2020 12:36