Mennirnir tveir sem voru handteknir eru með virk smit Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júní 2020 19:46 Mennirnir verða fluttir á farsóttarhúsið við Rauðarárstíg á morgun. Vísir/Friðrik Þór Mennirnir tveir sem voru handteknir á Suðurlandi vegna búðarhnupls í gær og greindust með kórónuveiruna í dag verða fluttir í farsóttarhúsið við Rauðarárstíg á morgun. Þeir reyndust ekki vera með mótefni við veirunni og eru því með virk smit og geta smitað aðra. Alls voru þrír handteknir í gær, en tveir þeirra reyndust smitaðir. Þetta staðfesti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir að mennirnir verði á Selfossi í nótt. Á morgun verður þeim komið í farsóttarhúsið þar sem þeir verða í einangrun. „Á morgun þá hitta þeir lækni og það verður farið yfir málið með þeim. Þeir eru ekki orðnir veikir en þurfa að komast undir læknishendur til skoðunar.“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.Vísir/Vilhelm Alvarlegasta brotið á sóttkví Víðir segir að málið sé langalvarlegasta brot á sóttkví sem komið hefur upp hér á landi síðan samfélagslegum takmörkunum var komið á vegna faraldurs kórónuveirunnar. Hann segir að mennirnir geti átt von á sektum vegna brots á sóttkví. „Það má reikna með því að þeir þurfi að ganga frá þeim málum þegar fram í sækir,“ segir Víðir. Hann segir málið vera á frumstigi, en að brotið á sóttkví sé rannsakað samhliða öðrum brotum sem mennirnir eru grunaðir um, það er að segja búðarhnuplinu. Vita hverjir hinir mennirnir eru en ekki hvar Víðir segir að nú sé þriggja annarra manna leitað vegna málsins. Þeir komu til landsins ásamt þeim þremur sem voru handteknir. „Þeir voru sex saman sem komu til landsins og við erum að reyna að ná til þeirra þriggja sem voru ekki með í þessu verkefni þeirra. Bæði viljum við ná til þeirra því þeir eiga að vera í sóttkví, en ekki síst vegna þess að við teljum hættu á því að þeir séu hugsanlega veikir líka,“ segir Víðir. Hann segir vitað um hvaða menn ræðir, en ekki sé vitað hvar þeir haldi sig nú. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Almannavarnir Lögreglumál Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu sem handteknir voru fyrir þjófnað á Selfossi á grundvelli sóttvarnalaga. 13. júní 2020 17:40 Fjórtán lögreglumenn í sóttkví vegna tveggja smitaðra þjófa Við rannsókn málsins kom í ljós að hinir handteknu áttu að vera í sóttkví. 13. júní 2020 16:48 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
Mennirnir tveir sem voru handteknir á Suðurlandi vegna búðarhnupls í gær og greindust með kórónuveiruna í dag verða fluttir í farsóttarhúsið við Rauðarárstíg á morgun. Þeir reyndust ekki vera með mótefni við veirunni og eru því með virk smit og geta smitað aðra. Alls voru þrír handteknir í gær, en tveir þeirra reyndust smitaðir. Þetta staðfesti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir að mennirnir verði á Selfossi í nótt. Á morgun verður þeim komið í farsóttarhúsið þar sem þeir verða í einangrun. „Á morgun þá hitta þeir lækni og það verður farið yfir málið með þeim. Þeir eru ekki orðnir veikir en þurfa að komast undir læknishendur til skoðunar.“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.Vísir/Vilhelm Alvarlegasta brotið á sóttkví Víðir segir að málið sé langalvarlegasta brot á sóttkví sem komið hefur upp hér á landi síðan samfélagslegum takmörkunum var komið á vegna faraldurs kórónuveirunnar. Hann segir að mennirnir geti átt von á sektum vegna brots á sóttkví. „Það má reikna með því að þeir þurfi að ganga frá þeim málum þegar fram í sækir,“ segir Víðir. Hann segir málið vera á frumstigi, en að brotið á sóttkví sé rannsakað samhliða öðrum brotum sem mennirnir eru grunaðir um, það er að segja búðarhnuplinu. Vita hverjir hinir mennirnir eru en ekki hvar Víðir segir að nú sé þriggja annarra manna leitað vegna málsins. Þeir komu til landsins ásamt þeim þremur sem voru handteknir. „Þeir voru sex saman sem komu til landsins og við erum að reyna að ná til þeirra þriggja sem voru ekki með í þessu verkefni þeirra. Bæði viljum við ná til þeirra því þeir eiga að vera í sóttkví, en ekki síst vegna þess að við teljum hættu á því að þeir séu hugsanlega veikir líka,“ segir Víðir. Hann segir vitað um hvaða menn ræðir, en ekki sé vitað hvar þeir haldi sig nú.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Almannavarnir Lögreglumál Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu sem handteknir voru fyrir þjófnað á Selfossi á grundvelli sóttvarnalaga. 13. júní 2020 17:40 Fjórtán lögreglumenn í sóttkví vegna tveggja smitaðra þjófa Við rannsókn málsins kom í ljós að hinir handteknu áttu að vera í sóttkví. 13. júní 2020 16:48 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu Sóttvarnalæknir hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir hinum smituðu sem handteknir voru fyrir þjófnað á Selfossi á grundvelli sóttvarnalaga. 13. júní 2020 17:40
Fjórtán lögreglumenn í sóttkví vegna tveggja smitaðra þjófa Við rannsókn málsins kom í ljós að hinir handteknu áttu að vera í sóttkví. 13. júní 2020 16:48