Þúsundir Breta hyggja á vetrarferð til Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2020 07:24 Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Snæland-Grímssonar segir þúsundir breskra ferðamanna stefna hingað til lands í vetur. Vísir/Vilhelm Breskir ferðamenn í þúsundatali hafa bókað ferðir hingað til lands næsta vetur í gegnum ferðaskrifstofuna Tui. Þetta hefur Morgunblaðið eftir Hallgrími Lárussyni, framkvæmdastjóra ferðaþjónustufyrirtækisins Snæland-Grímssonar. Fyrirtækið er samstarfsaðili Tui, sem er stærsta ferðaskrifstofa í heimi og flytur tugi þúsunda ferðamanna hingað til lands á ári hverju. Hallgrímur segir breska ferðamenn hafa sérstakan áhuga á Íslandi yfir vetrartímann. Spila norðurljósin þar stórt hlutverk. Hann segir fólk í ferðaþjónustu vera farið að sjá til sólar, og að mikið af fyrirspurnum frá erlendum ferðaskrifstofum hafi borist til fyrirtækis hans. Hallgrímur segist binda töluverðar vonir við að umferð ferðamanna hingað til lands verði talsverð í vetur. Hann sé bjartsýnn, þó kórónuveirufaraldurinn hafi, líkt og annars staðar í ferðaþjónustu, valdið samdrætti í sölu. Sérstaklega segir Hallgrímur að viðskiptavinir sínir í Þýskalandi séu orðnir óþreyjufullir að geta boðið upp á ferðir til Íslands, en ferðatakmörkunum frá Þýskalandi til Íslands verður aflétt 15. júní næstkomandi. Þá segir hann að margir ferðamenn sem átt hafi ferðir hingað til lands í sumar hafi fært þær fram á haust, frekar en að afbóka. Hann segir áhuga ferðamanna á Íslandi vera mikinn, og telur að umfjöllun um viðbrögð stjórnvalda og heilbrigðiskerfisins við kórónuveirufaraldrinum hafi skilað sér út á ferðamannamarkaðinn. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Breskir ferðamenn í þúsundatali hafa bókað ferðir hingað til lands næsta vetur í gegnum ferðaskrifstofuna Tui. Þetta hefur Morgunblaðið eftir Hallgrími Lárussyni, framkvæmdastjóra ferðaþjónustufyrirtækisins Snæland-Grímssonar. Fyrirtækið er samstarfsaðili Tui, sem er stærsta ferðaskrifstofa í heimi og flytur tugi þúsunda ferðamanna hingað til lands á ári hverju. Hallgrímur segir breska ferðamenn hafa sérstakan áhuga á Íslandi yfir vetrartímann. Spila norðurljósin þar stórt hlutverk. Hann segir fólk í ferðaþjónustu vera farið að sjá til sólar, og að mikið af fyrirspurnum frá erlendum ferðaskrifstofum hafi borist til fyrirtækis hans. Hallgrímur segist binda töluverðar vonir við að umferð ferðamanna hingað til lands verði talsverð í vetur. Hann sé bjartsýnn, þó kórónuveirufaraldurinn hafi, líkt og annars staðar í ferðaþjónustu, valdið samdrætti í sölu. Sérstaklega segir Hallgrímur að viðskiptavinir sínir í Þýskalandi séu orðnir óþreyjufullir að geta boðið upp á ferðir til Íslands, en ferðatakmörkunum frá Þýskalandi til Íslands verður aflétt 15. júní næstkomandi. Þá segir hann að margir ferðamenn sem átt hafi ferðir hingað til lands í sumar hafi fært þær fram á haust, frekar en að afbóka. Hann segir áhuga ferðamanna á Íslandi vera mikinn, og telur að umfjöllun um viðbrögð stjórnvalda og heilbrigðiskerfisins við kórónuveirufaraldrinum hafi skilað sér út á ferðamannamarkaðinn.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur