Ætla að taka sýni úr fleirum en áður vegna kórónuveirunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. mars 2020 16:12 Hingað til hafa verið nokkuð strangar kröfur gerðar um það úr hverjum er tekið sýni til að greina kórónuveiruna. Það hefur nú verið slakað á þeim kröfum og tekin verða sýni úr fleiri hópum en hingað til. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að búið sé að útvíkka ábendingar fyrir sýnatökur vegna kórónuveirunnar. Boðum um þetta hafi verið komið til heilbrigðisstarfsmanna og þeirra sem svara í síma 1700. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. Hingað til hafa aðeins verið tekin sýni úr þeim sem hafa verið að koma frá svæðum þar sem smitáhætta er talin mikil og svo úr þeim sem hafa haft við einstaklinga með staðfesta sýkingu. Nú sé hvatt til aukinnar sýnatöku hjá einstaklingum sem hafa hvorki verið að koma frá hættusvæðum né hafa haft tengsl við einstaklinga með staðfesta sýkingu en eru með öndunarfæraeinkenni eða hita. Þetta er gert til þess að hægt sé að fá betri vitneskju um samfélagslegt smit. „Eru aðrir hópar en þessir skíðamenn sem eru að koma frá Ölpunum, er hugsanlegt að það séu aðrir sem eru smitaðir og sýktir og það eru ýmsar aðferðir í því. Til dæmis að útvíkka ábendingar fyrir sýnatökum og við höfum gert það núna í dag og komið þeim boðum út til heilbrigðisstarfsmanna og 1700-símans að útvíkka aðeins sýnatökur, vera ekki alveg jafnströng og við höfum verið. Svo bindum við náttúrulega vonir við þetta samstarf sem veirufræðideildin, sóttvarnalæknir og Decode eru með í burðarliðnum en er ekki enn komið til framkvæmda og það á eftir að ganga frá nokkrum atriðum til að það hafi raungerst,“ sagði Þórólfur á fundinum í dag og vísaði þar í samstarf við Íslenska erfðagreiningu sem hyggst skima fyrir veirunni. „Við vitum ekki hvort útbreiðslan er meiri eða víðar“ Spurður hvort verið væri að taka nægilega stórt mengi til að hægt væri að segja að það væri að marka niðurstöðurnar sagði Þórólfur mengið ekki nógu stórt til þessa. Það væri hins vegar alveg að marka niðurstöðurnar. „Því að það er búið að taka 830 sýni hér innanlands og við höfum verið með tiltölulega strangar leiðbeiningar frá hverjum. En það er búið að taka af alls konar fólki og af þessum 830 eru 90 jákvæð sýni sem eru um 10 prósent. En það er alveg rétt að við vitum ekki hvort útbreiðslan er meiri eða víðar og það er þess vegna á þeim grunni sem við erum að hvetja til aukinnar sýnatöku hjá fleiri einstaklingum sem hafa ekki tengsl við þessi skíðasvæði eða hafa ekki tengsl við einstaklinga sem eru með staðfesta sýkingu en eru með öndunarfæraeinkenni eða hita og sjá hvernig staðan er þar,“ sagði Þórólfur. Með samstarfinu við Íslenska erfðagreiningu fáist betri upplýsingar um það hversu útbreidd veiran er. „Og það getur stýrt áframhaldandi sóttvarnaaðgerðum, til dæmis ef veiran er mjög útbreidd þá er ólíklegt að sóttkvíaðgerðir sem við höfum verið að beita mjög grimmt muni skila miklu og svo framvegis þannig að þetta getur hjálpað okkur í áframhaldinu.“ Þórólfur sagði nýja sendingu af veirupinnum komna til landsins og hann sæi ekki fyrirstöðu í því að taka mikið af sýnum. Þá væru sýnin þau nákvæmustu sem hægt væri að taka. Um væri að ræða erfðagreiningu veirunnar og ekki væri til nákvæmari aðferð. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að búið sé að útvíkka ábendingar fyrir sýnatökur vegna kórónuveirunnar. Boðum um þetta hafi verið komið til heilbrigðisstarfsmanna og þeirra sem svara í síma 1700. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. Hingað til hafa aðeins verið tekin sýni úr þeim sem hafa verið að koma frá svæðum þar sem smitáhætta er talin mikil og svo úr þeim sem hafa haft við einstaklinga með staðfesta sýkingu. Nú sé hvatt til aukinnar sýnatöku hjá einstaklingum sem hafa hvorki verið að koma frá hættusvæðum né hafa haft tengsl við einstaklinga með staðfesta sýkingu en eru með öndunarfæraeinkenni eða hita. Þetta er gert til þess að hægt sé að fá betri vitneskju um samfélagslegt smit. „Eru aðrir hópar en þessir skíðamenn sem eru að koma frá Ölpunum, er hugsanlegt að það séu aðrir sem eru smitaðir og sýktir og það eru ýmsar aðferðir í því. Til dæmis að útvíkka ábendingar fyrir sýnatökum og við höfum gert það núna í dag og komið þeim boðum út til heilbrigðisstarfsmanna og 1700-símans að útvíkka aðeins sýnatökur, vera ekki alveg jafnströng og við höfum verið. Svo bindum við náttúrulega vonir við þetta samstarf sem veirufræðideildin, sóttvarnalæknir og Decode eru með í burðarliðnum en er ekki enn komið til framkvæmda og það á eftir að ganga frá nokkrum atriðum til að það hafi raungerst,“ sagði Þórólfur á fundinum í dag og vísaði þar í samstarf við Íslenska erfðagreiningu sem hyggst skima fyrir veirunni. „Við vitum ekki hvort útbreiðslan er meiri eða víðar“ Spurður hvort verið væri að taka nægilega stórt mengi til að hægt væri að segja að það væri að marka niðurstöðurnar sagði Þórólfur mengið ekki nógu stórt til þessa. Það væri hins vegar alveg að marka niðurstöðurnar. „Því að það er búið að taka 830 sýni hér innanlands og við höfum verið með tiltölulega strangar leiðbeiningar frá hverjum. En það er búið að taka af alls konar fólki og af þessum 830 eru 90 jákvæð sýni sem eru um 10 prósent. En það er alveg rétt að við vitum ekki hvort útbreiðslan er meiri eða víðar og það er þess vegna á þeim grunni sem við erum að hvetja til aukinnar sýnatöku hjá fleiri einstaklingum sem hafa ekki tengsl við þessi skíðasvæði eða hafa ekki tengsl við einstaklinga sem eru með staðfesta sýkingu en eru með öndunarfæraeinkenni eða hita og sjá hvernig staðan er þar,“ sagði Þórólfur. Með samstarfinu við Íslenska erfðagreiningu fáist betri upplýsingar um það hversu útbreidd veiran er. „Og það getur stýrt áframhaldandi sóttvarnaaðgerðum, til dæmis ef veiran er mjög útbreidd þá er ólíklegt að sóttkvíaðgerðir sem við höfum verið að beita mjög grimmt muni skila miklu og svo framvegis þannig að þetta getur hjálpað okkur í áframhaldinu.“ Þórólfur sagði nýja sendingu af veirupinnum komna til landsins og hann sæi ekki fyrirstöðu í því að taka mikið af sýnum. Þá væru sýnin þau nákvæmustu sem hægt væri að taka. Um væri að ræða erfðagreiningu veirunnar og ekki væri til nákvæmari aðferð.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira