Ætla að taka sýni úr fleirum en áður vegna kórónuveirunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. mars 2020 16:12 Hingað til hafa verið nokkuð strangar kröfur gerðar um það úr hverjum er tekið sýni til að greina kórónuveiruna. Það hefur nú verið slakað á þeim kröfum og tekin verða sýni úr fleiri hópum en hingað til. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að búið sé að útvíkka ábendingar fyrir sýnatökur vegna kórónuveirunnar. Boðum um þetta hafi verið komið til heilbrigðisstarfsmanna og þeirra sem svara í síma 1700. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. Hingað til hafa aðeins verið tekin sýni úr þeim sem hafa verið að koma frá svæðum þar sem smitáhætta er talin mikil og svo úr þeim sem hafa haft við einstaklinga með staðfesta sýkingu. Nú sé hvatt til aukinnar sýnatöku hjá einstaklingum sem hafa hvorki verið að koma frá hættusvæðum né hafa haft tengsl við einstaklinga með staðfesta sýkingu en eru með öndunarfæraeinkenni eða hita. Þetta er gert til þess að hægt sé að fá betri vitneskju um samfélagslegt smit. „Eru aðrir hópar en þessir skíðamenn sem eru að koma frá Ölpunum, er hugsanlegt að það séu aðrir sem eru smitaðir og sýktir og það eru ýmsar aðferðir í því. Til dæmis að útvíkka ábendingar fyrir sýnatökum og við höfum gert það núna í dag og komið þeim boðum út til heilbrigðisstarfsmanna og 1700-símans að útvíkka aðeins sýnatökur, vera ekki alveg jafnströng og við höfum verið. Svo bindum við náttúrulega vonir við þetta samstarf sem veirufræðideildin, sóttvarnalæknir og Decode eru með í burðarliðnum en er ekki enn komið til framkvæmda og það á eftir að ganga frá nokkrum atriðum til að það hafi raungerst,“ sagði Þórólfur á fundinum í dag og vísaði þar í samstarf við Íslenska erfðagreiningu sem hyggst skima fyrir veirunni. „Við vitum ekki hvort útbreiðslan er meiri eða víðar“ Spurður hvort verið væri að taka nægilega stórt mengi til að hægt væri að segja að það væri að marka niðurstöðurnar sagði Þórólfur mengið ekki nógu stórt til þessa. Það væri hins vegar alveg að marka niðurstöðurnar. „Því að það er búið að taka 830 sýni hér innanlands og við höfum verið með tiltölulega strangar leiðbeiningar frá hverjum. En það er búið að taka af alls konar fólki og af þessum 830 eru 90 jákvæð sýni sem eru um 10 prósent. En það er alveg rétt að við vitum ekki hvort útbreiðslan er meiri eða víðar og það er þess vegna á þeim grunni sem við erum að hvetja til aukinnar sýnatöku hjá fleiri einstaklingum sem hafa ekki tengsl við þessi skíðasvæði eða hafa ekki tengsl við einstaklinga sem eru með staðfesta sýkingu en eru með öndunarfæraeinkenni eða hita og sjá hvernig staðan er þar,“ sagði Þórólfur. Með samstarfinu við Íslenska erfðagreiningu fáist betri upplýsingar um það hversu útbreidd veiran er. „Og það getur stýrt áframhaldandi sóttvarnaaðgerðum, til dæmis ef veiran er mjög útbreidd þá er ólíklegt að sóttkvíaðgerðir sem við höfum verið að beita mjög grimmt muni skila miklu og svo framvegis þannig að þetta getur hjálpað okkur í áframhaldinu.“ Þórólfur sagði nýja sendingu af veirupinnum komna til landsins og hann sæi ekki fyrirstöðu í því að taka mikið af sýnum. Þá væru sýnin þau nákvæmustu sem hægt væri að taka. Um væri að ræða erfðagreiningu veirunnar og ekki væri til nákvæmari aðferð. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að búið sé að útvíkka ábendingar fyrir sýnatökur vegna kórónuveirunnar. Boðum um þetta hafi verið komið til heilbrigðisstarfsmanna og þeirra sem svara í síma 1700. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. Hingað til hafa aðeins verið tekin sýni úr þeim sem hafa verið að koma frá svæðum þar sem smitáhætta er talin mikil og svo úr þeim sem hafa haft við einstaklinga með staðfesta sýkingu. Nú sé hvatt til aukinnar sýnatöku hjá einstaklingum sem hafa hvorki verið að koma frá hættusvæðum né hafa haft tengsl við einstaklinga með staðfesta sýkingu en eru með öndunarfæraeinkenni eða hita. Þetta er gert til þess að hægt sé að fá betri vitneskju um samfélagslegt smit. „Eru aðrir hópar en þessir skíðamenn sem eru að koma frá Ölpunum, er hugsanlegt að það séu aðrir sem eru smitaðir og sýktir og það eru ýmsar aðferðir í því. Til dæmis að útvíkka ábendingar fyrir sýnatökum og við höfum gert það núna í dag og komið þeim boðum út til heilbrigðisstarfsmanna og 1700-símans að útvíkka aðeins sýnatökur, vera ekki alveg jafnströng og við höfum verið. Svo bindum við náttúrulega vonir við þetta samstarf sem veirufræðideildin, sóttvarnalæknir og Decode eru með í burðarliðnum en er ekki enn komið til framkvæmda og það á eftir að ganga frá nokkrum atriðum til að það hafi raungerst,“ sagði Þórólfur á fundinum í dag og vísaði þar í samstarf við Íslenska erfðagreiningu sem hyggst skima fyrir veirunni. „Við vitum ekki hvort útbreiðslan er meiri eða víðar“ Spurður hvort verið væri að taka nægilega stórt mengi til að hægt væri að segja að það væri að marka niðurstöðurnar sagði Þórólfur mengið ekki nógu stórt til þessa. Það væri hins vegar alveg að marka niðurstöðurnar. „Því að það er búið að taka 830 sýni hér innanlands og við höfum verið með tiltölulega strangar leiðbeiningar frá hverjum. En það er búið að taka af alls konar fólki og af þessum 830 eru 90 jákvæð sýni sem eru um 10 prósent. En það er alveg rétt að við vitum ekki hvort útbreiðslan er meiri eða víðar og það er þess vegna á þeim grunni sem við erum að hvetja til aukinnar sýnatöku hjá fleiri einstaklingum sem hafa ekki tengsl við þessi skíðasvæði eða hafa ekki tengsl við einstaklinga sem eru með staðfesta sýkingu en eru með öndunarfæraeinkenni eða hita og sjá hvernig staðan er þar,“ sagði Þórólfur. Með samstarfinu við Íslenska erfðagreiningu fáist betri upplýsingar um það hversu útbreidd veiran er. „Og það getur stýrt áframhaldandi sóttvarnaaðgerðum, til dæmis ef veiran er mjög útbreidd þá er ólíklegt að sóttkvíaðgerðir sem við höfum verið að beita mjög grimmt muni skila miklu og svo framvegis þannig að þetta getur hjálpað okkur í áframhaldinu.“ Þórólfur sagði nýja sendingu af veirupinnum komna til landsins og hann sæi ekki fyrirstöðu í því að taka mikið af sýnum. Þá væru sýnin þau nákvæmustu sem hægt væri að taka. Um væri að ræða erfðagreiningu veirunnar og ekki væri til nákvæmari aðferð.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Sjá meira