Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. ágúst 2025 15:04 Stór ökutæki eru á bílastæði Ástjarnarkirkju. Ástjarnarkirkja Bílastæðið við Ástjarnarkirkju hefur verið tekið yfir af stórum atvinnutækum sem leggja yfir þvert bílastæðið. Prestur í kirkjunni segir slíkt ekki gerast oft. Bílastæði kirkjunnar er ekki það eina þar sem fullt er af ökutækjum. „Við í Ástjarnarkirkju erum öll af vilja gerð til að vera fólki að liði. Oft - og eiginlega oftast horfum við í gegnum fingur okkar með það þegar bílastæðin við kirkjuna fyllast af bílum af ýmsum stærðum og gerðum - öndum með nefinu og bíðum eftir að þeir verði færðir svo fólk sem kemur í kirkjuna geti lagt bílunum sínum við kirkjuna,“ skrifar Arnór Bjarki Blomsterberg, prestur í Ástjarnarkirkju, á Facebook. Í færslunni biður hann þá sem eiga umrædd ökutæki að finna önnur bílastæði. Það sé leiðinlegt að fólk sem sæki kirkjuna fái ekki stæði. „Þetta er ekki algengt og við höfum yfirleitt horft í gegnum fingur okkar,“ segir Arnór í samtali við fréttastofu. Hann þurfi nokkrum sinnum á ári að birta slíkar færslur í hóp íbúa í Hafnarfirði á Facebook, aðallega þegar viðburðir eru fram undan. Hann segist þó skilja ökumenn farartækjanna sem leggi á bílastæði kirkjunnar. Þeir keyri stór ökutæki sem almennt sé erfitt að finna stæði fyrir. Þá sé kirkjan ef til vill nær heimilum viðkomandi og því freistandi að leggja nær heimilum þeirra. Arnór Bjarki segir ökumennina alltaf hafa brugðist vel við og fært bílana samstundis. Hann segir í færslunni að hann vonist til að allir bílarnir verði farnir fyrir morgundaginn. Ferðavagnar taka yfir bílastæði grunnskóla Bílastæði Ástjarnarkirkju er ekki það eina á höfuðborgarsvæðinu sem á í slíkum vanda. Í færslu á Facebook-síðu Garðabæjar biðja bæjaryfirvöld íbúa um að sækja ferðavagna sem geymdir eru á skólalóðum grunnskólanna. „Það er enn fullt af ferðavögnum við grunnskóla bæjarins, sérstaklega við Sjálandsskóla,“ segir í færslunni. Skólastarf hefst á morgun og þurfi starfsfólk og nemendur greitt aðgengi að skólanum og bílastæði hans. „Göngum í málið og sækjum tækin strax í dag.“ Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og Kópavogi hafa áður boðið íbúum að geyma hjól- og fellihýsi á svæðum í eigu sveitarfélaganna. Í svari við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur, þáverandi áherynarfulltrúa í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar frá árinu 2022 sagði að ekki væri á dagskrá að útvega eigendum hjól- og fellihýsa sérstakt geymslupláss yfir sumartímann. Sjá nánar: Ekki á dagskrá að sjá hjól- og fellihýsaeigendum fyrir geymsluplássi á sumrin Hafnarfjörður Garðabær Bílastæði Bílar Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
„Við í Ástjarnarkirkju erum öll af vilja gerð til að vera fólki að liði. Oft - og eiginlega oftast horfum við í gegnum fingur okkar með það þegar bílastæðin við kirkjuna fyllast af bílum af ýmsum stærðum og gerðum - öndum með nefinu og bíðum eftir að þeir verði færðir svo fólk sem kemur í kirkjuna geti lagt bílunum sínum við kirkjuna,“ skrifar Arnór Bjarki Blomsterberg, prestur í Ástjarnarkirkju, á Facebook. Í færslunni biður hann þá sem eiga umrædd ökutæki að finna önnur bílastæði. Það sé leiðinlegt að fólk sem sæki kirkjuna fái ekki stæði. „Þetta er ekki algengt og við höfum yfirleitt horft í gegnum fingur okkar,“ segir Arnór í samtali við fréttastofu. Hann þurfi nokkrum sinnum á ári að birta slíkar færslur í hóp íbúa í Hafnarfirði á Facebook, aðallega þegar viðburðir eru fram undan. Hann segist þó skilja ökumenn farartækjanna sem leggi á bílastæði kirkjunnar. Þeir keyri stór ökutæki sem almennt sé erfitt að finna stæði fyrir. Þá sé kirkjan ef til vill nær heimilum viðkomandi og því freistandi að leggja nær heimilum þeirra. Arnór Bjarki segir ökumennina alltaf hafa brugðist vel við og fært bílana samstundis. Hann segir í færslunni að hann vonist til að allir bílarnir verði farnir fyrir morgundaginn. Ferðavagnar taka yfir bílastæði grunnskóla Bílastæði Ástjarnarkirkju er ekki það eina á höfuðborgarsvæðinu sem á í slíkum vanda. Í færslu á Facebook-síðu Garðabæjar biðja bæjaryfirvöld íbúa um að sækja ferðavagna sem geymdir eru á skólalóðum grunnskólanna. „Það er enn fullt af ferðavögnum við grunnskóla bæjarins, sérstaklega við Sjálandsskóla,“ segir í færslunni. Skólastarf hefst á morgun og þurfi starfsfólk og nemendur greitt aðgengi að skólanum og bílastæði hans. „Göngum í málið og sækjum tækin strax í dag.“ Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og Kópavogi hafa áður boðið íbúum að geyma hjól- og fellihýsi á svæðum í eigu sveitarfélaganna. Í svari við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur, þáverandi áherynarfulltrúa í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar frá árinu 2022 sagði að ekki væri á dagskrá að útvega eigendum hjól- og fellihýsa sérstakt geymslupláss yfir sumartímann. Sjá nánar: Ekki á dagskrá að sjá hjól- og fellihýsaeigendum fyrir geymsluplássi á sumrin
Hafnarfjörður Garðabær Bílastæði Bílar Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira