Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2025 15:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í dómsal í New York í fyrra. AP/Seth Wenig Dómarar í áfrýjunardómstól í New York-ríki í Bandaríkjunum hafa fellt úr gildi fyrri úrskurð um að Donald Trump, forseti, skuldi ríkinu hálfan milljarð dala. Það hafði Trump verið dæmdur til að greiða vegna umfangsmikilla fjársvika sem hann var sakfelldur fyrir árið 2023. Fimm dómarar komust að þremur mismunandi niðurstöðum varðandi áfrýjunina en þrátt fyrir það fellur fyrri úrskurðurinn um sekt úr gildi. Sakfellingin stendur enn og mun málið líklega fara fyrir hæstarétt New York. Trump var í einföldu máli sagt sakfelldur fyrir að ofmeta virði eigna sinna til að fá hagstæðari lán og draga úr virði þeirra í öðrum gögnum, til að borga lægri skatta og opinber gjöld. Þannig komst Trump og fjölskylda hans hjá því að greiða fúlgur fjár. Var forsetanum núverandi gert að greiða 355 milljónir dala, sem er nú orðið að 515 milljónum vegna vaxta. Það samsvarar um 64 milljörðum króna. Sjá einnig: Trump sektaður um 355 milljónir dala í New York Sjálfur heldur Trump því fram að hann hafi ekkert gert af sér og að málið sé pólitísks eðlis. Demókratar hafi reynt að klekja á honum. Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins, undir stjórn Pam Bondi, fyrrverandi lögmanns Trumps, er nú að rannsaka rannsóknina gegn Trump, eins og mörg önnur slík mál, og hefur krafið Letitu James, saksóknara, um gögn hennar sem tengjast kærunni gegn Trump. Voru lengi að komast að niðurstöðu Dómararnir tóku sérstaklega langan tíma til að komast að niðurstöðu, en nærri því ár er liðið frá því málið var tekið fyrir í dómsal. Yfirleitt taka úrskurðir sem þessir nokkrar vikur, samkvæmt AP fréttaveitunni. Tveir dómaranna fimm sagði að sektin og það hve há hún væri, færi gegn áttunda viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem meinar hinu opinbera að beita óhóflegum og ósanngjörnum sektum. Saksóknarar hafa sagt að upphæðin sé í samræmi við hagnað Trumps og fyrirtækis hans af ósannindunum og taki meðal annars mið af hagnaði af eignum sem hann fjármagnaði með lánum sem hann fékk með lágum vöxtum, með því að segja ósatt um virði annarra eigna sinni. Við dómsuppkvaðningu í upphafi 2024 meinaði dómari málsins Trump og tveimur sonum hans að leiða fyrirtækið eða félög í New York í nokkur ár. Sá úrskurður hefur ekki tekið gildi enn vegna áfrýjunarinnar. Fleiri mál á borði dómara Trump var einnig sakfelldur í „þöggunarmálinu“ svokallaða, fyrir að falsa skjöl til að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu. Hann hefur áfrýjað þeim úrskurði. Þá komst dómari að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að fyrri úrskurður um að Trump hefði brotið kynferðislega á E. Jean Carroll á árum áður og svo farið með meiðyrði um hana stæði. Dómarinn staðfesti einnig að hann ætti að greiða henni fimm milljónir dala í skaðabætur. Æðri áfrýjunardómstóll neitaði að taka það mál fyrir aftur en Trump gæti áfrýjað því áfram til hæstaréttar. Hann hefur þegar áfrýjað öðrum úrskurði um að hann skuldi Carroll 83,3 milljónir dala fyrir önnur meiðyrði. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Fimm dómarar komust að þremur mismunandi niðurstöðum varðandi áfrýjunina en þrátt fyrir það fellur fyrri úrskurðurinn um sekt úr gildi. Sakfellingin stendur enn og mun málið líklega fara fyrir hæstarétt New York. Trump var í einföldu máli sagt sakfelldur fyrir að ofmeta virði eigna sinna til að fá hagstæðari lán og draga úr virði þeirra í öðrum gögnum, til að borga lægri skatta og opinber gjöld. Þannig komst Trump og fjölskylda hans hjá því að greiða fúlgur fjár. Var forsetanum núverandi gert að greiða 355 milljónir dala, sem er nú orðið að 515 milljónum vegna vaxta. Það samsvarar um 64 milljörðum króna. Sjá einnig: Trump sektaður um 355 milljónir dala í New York Sjálfur heldur Trump því fram að hann hafi ekkert gert af sér og að málið sé pólitísks eðlis. Demókratar hafi reynt að klekja á honum. Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins, undir stjórn Pam Bondi, fyrrverandi lögmanns Trumps, er nú að rannsaka rannsóknina gegn Trump, eins og mörg önnur slík mál, og hefur krafið Letitu James, saksóknara, um gögn hennar sem tengjast kærunni gegn Trump. Voru lengi að komast að niðurstöðu Dómararnir tóku sérstaklega langan tíma til að komast að niðurstöðu, en nærri því ár er liðið frá því málið var tekið fyrir í dómsal. Yfirleitt taka úrskurðir sem þessir nokkrar vikur, samkvæmt AP fréttaveitunni. Tveir dómaranna fimm sagði að sektin og það hve há hún væri, færi gegn áttunda viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem meinar hinu opinbera að beita óhóflegum og ósanngjörnum sektum. Saksóknarar hafa sagt að upphæðin sé í samræmi við hagnað Trumps og fyrirtækis hans af ósannindunum og taki meðal annars mið af hagnaði af eignum sem hann fjármagnaði með lánum sem hann fékk með lágum vöxtum, með því að segja ósatt um virði annarra eigna sinni. Við dómsuppkvaðningu í upphafi 2024 meinaði dómari málsins Trump og tveimur sonum hans að leiða fyrirtækið eða félög í New York í nokkur ár. Sá úrskurður hefur ekki tekið gildi enn vegna áfrýjunarinnar. Fleiri mál á borði dómara Trump var einnig sakfelldur í „þöggunarmálinu“ svokallaða, fyrir að falsa skjöl til að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu. Hann hefur áfrýjað þeim úrskurði. Þá komst dómari að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að fyrri úrskurður um að Trump hefði brotið kynferðislega á E. Jean Carroll á árum áður og svo farið með meiðyrði um hana stæði. Dómarinn staðfesti einnig að hann ætti að greiða henni fimm milljónir dala í skaðabætur. Æðri áfrýjunardómstóll neitaði að taka það mál fyrir aftur en Trump gæti áfrýjað því áfram til hæstaréttar. Hann hefur þegar áfrýjað öðrum úrskurði um að hann skuldi Carroll 83,3 milljónir dala fyrir önnur meiðyrði.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira