Trump lætur enn einn háttsetta embættismanninn fjúka Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2020 09:12 Steve Linick, aðaleftirlitsmann í bandaríska utanríkisráðuneytinu. Vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið Steve Linick, aðaleftirlitsmann í utanríkisráðuneytinu, sem sagður er hafa staðið að rannsókn á mögulegum embættisbrotum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Linick var látinn vita af starfslokunum seint í gærkvöldi en eftirmaður hans verður Stephen Akard, náinn bandamaður Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Erlendir fjölmiðlar hafa eftir heimildum innan bandaríska stjórnkerfisins að rétt áður en Linick var látinn fjúka fyrirvaralaust hafi hann hafið rannsókn á ásökunum í garð Pompeo. Ásakanirnar sneru að því að Pompeo hefði látið pólitískt skipaðan embættismann í utanríkisráðuneytinu sinna persónulegum útréttingum fyrir sig og eiginkonu sína, Susan. Trump greindi frá starfslokum Linick í bréfi til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Þar lýsti hann mikilvægi þess að bera fullt traust til aðaleftirlitsmanna sinna. „Sú er ekki lengur raunin í tilfelli þessa aðaleftirlitsmanns,“ sagði Trump í bréfinu. Trump hefur í embættistíð sinni rekið fjölda embættismanna sem sinnt hafa eftirliti með störfum ríkisstjórnarinnar. Í þeirra stað hafa iðulega verið skipaðir bandamenn forsetans, sem leggur mikla áherslu á að embættismenn sýni sér tryggð í starfi. Andstæðingar Trumps hafa gagnrýnt uppsögn Linicks harðlega. „Brottreksturinn er forkastanleg aðgerð forseta í viðleitni til að hlífa einum af sínum tryggustu stuðningsmönnum, utanríkisráðherranum,“ sagði Eliot Engel, Demókrati og formaður utanríkisnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið Steve Linick, aðaleftirlitsmann í utanríkisráðuneytinu, sem sagður er hafa staðið að rannsókn á mögulegum embættisbrotum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Linick var látinn vita af starfslokunum seint í gærkvöldi en eftirmaður hans verður Stephen Akard, náinn bandamaður Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Erlendir fjölmiðlar hafa eftir heimildum innan bandaríska stjórnkerfisins að rétt áður en Linick var látinn fjúka fyrirvaralaust hafi hann hafið rannsókn á ásökunum í garð Pompeo. Ásakanirnar sneru að því að Pompeo hefði látið pólitískt skipaðan embættismann í utanríkisráðuneytinu sinna persónulegum útréttingum fyrir sig og eiginkonu sína, Susan. Trump greindi frá starfslokum Linick í bréfi til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Þar lýsti hann mikilvægi þess að bera fullt traust til aðaleftirlitsmanna sinna. „Sú er ekki lengur raunin í tilfelli þessa aðaleftirlitsmanns,“ sagði Trump í bréfinu. Trump hefur í embættistíð sinni rekið fjölda embættismanna sem sinnt hafa eftirliti með störfum ríkisstjórnarinnar. Í þeirra stað hafa iðulega verið skipaðir bandamenn forsetans, sem leggur mikla áherslu á að embættismenn sýni sér tryggð í starfi. Andstæðingar Trumps hafa gagnrýnt uppsögn Linicks harðlega. „Brottreksturinn er forkastanleg aðgerð forseta í viðleitni til að hlífa einum af sínum tryggustu stuðningsmönnum, utanríkisráðherranum,“ sagði Eliot Engel, Demókrati og formaður utanríkisnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Sjá meira