Trump gefur í skyn að brottrekstur sóttvarnasérfræðings sé yfirvofandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. apríl 2020 10:57 Trump (t.v.) og Fauci. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti deildi í gær tísti á Twitter-síðu sinni þar sem kallað var eftir brottrekstri Anthonys Fauci, forstöðumanns Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Í tístinu sem Trump deildi var Fauci gagnrýndur fyrir ummæli sem hann lét falla um viðbrögð Bandaríkjastjórnar við faraldri kórónuveirunnar sem nú geisar víðs vegar um heiminn. Hann sagði að ef fyrr hefði verið gripið til aðgerða hefði mátt bjarga lífi margra Bandaríkjamanna. Sjá einnig: Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um er að ræða tíst frá Repúblikananum DeAnna Lorraine. Hún bauð sig fram í síðustu kosningum til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings en hafði ekki erindi sem erfiði. Í tísti sínu segir hún skjóta skökku við að Fauci segi nú að Trump hefði átt að hlusta á sérfræðinga, þar sem Fauci hafi sjálfur í lok febrúar sagt að Bandaríkjamenn hefðu ekkert að óttast. Sorry Fake News, it s all on tape. I banned China long before people spoke up. Thank you @OANN https://t.co/d40JQkUZg5— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 12, 2020 Þá sagði hún kominn tíma til að reka Fauci, sem gegnt hefur embætti forstöðumanns Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna síðan 1984 og þannig farið fyrir viðbragðsaðgerðum við HIV-faraldrinum, Ebólu í Bandaríkjunum og nú Covid-19. Í raun gegnir hann svipuðu hlutverki í faraldrinum vestan hafs og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir hér heima. Með færslunni skrifaði Trump sjálfur að „falsfréttamiðlar,“ sem honum er tíðrætt um, gætu ekki gert sér trúverðugan mat úr ummælum Fauci. Það væri vel skrásett að forsetinn hefði bannað ferðir fólks frá Kína til Bandaríkjanna áður en háværar kröfur um aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar fóru að heyrast. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti deildi í gær tísti á Twitter-síðu sinni þar sem kallað var eftir brottrekstri Anthonys Fauci, forstöðumanns Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Í tístinu sem Trump deildi var Fauci gagnrýndur fyrir ummæli sem hann lét falla um viðbrögð Bandaríkjastjórnar við faraldri kórónuveirunnar sem nú geisar víðs vegar um heiminn. Hann sagði að ef fyrr hefði verið gripið til aðgerða hefði mátt bjarga lífi margra Bandaríkjamanna. Sjá einnig: Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um er að ræða tíst frá Repúblikananum DeAnna Lorraine. Hún bauð sig fram í síðustu kosningum til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings en hafði ekki erindi sem erfiði. Í tísti sínu segir hún skjóta skökku við að Fauci segi nú að Trump hefði átt að hlusta á sérfræðinga, þar sem Fauci hafi sjálfur í lok febrúar sagt að Bandaríkjamenn hefðu ekkert að óttast. Sorry Fake News, it s all on tape. I banned China long before people spoke up. Thank you @OANN https://t.co/d40JQkUZg5— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 12, 2020 Þá sagði hún kominn tíma til að reka Fauci, sem gegnt hefur embætti forstöðumanns Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna síðan 1984 og þannig farið fyrir viðbragðsaðgerðum við HIV-faraldrinum, Ebólu í Bandaríkjunum og nú Covid-19. Í raun gegnir hann svipuðu hlutverki í faraldrinum vestan hafs og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir hér heima. Með færslunni skrifaði Trump sjálfur að „falsfréttamiðlar,“ sem honum er tíðrætt um, gætu ekki gert sér trúverðugan mat úr ummælum Fauci. Það væri vel skrásett að forsetinn hefði bannað ferðir fólks frá Kína til Bandaríkjanna áður en háværar kröfur um aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar fóru að heyrast.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira