Algjört tekjufall hjá leiðsögumönnum og takmarkaðar bætur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. apríl 2020 15:19 Óttast er að leiðsögumenn hafi ekki atvinnu næstu þrjá mánuði hið minnsta enda hefur alveg verið skrúfað fyrir ferðamannastrauminn. Vísir/getty Leiðsögumenn lenda milli skips og bryggju þegar kemur að atvinnuleysisbótum eftir að öll verkefni þeirra þurrkuðust út af borðinu upp úr miðjum mars. Pétur Gauti Valgeirsson, formaður leiðsögumannafélagsins, bendir á að þar sem leiðsögumenn eru sjaldnast fastráðnir og því enginn uppsagnarfrestur þá sé staðan grafalvarleg. „Það varð algjört tekjufall strax og svo er ekkert bjart framundan. Það er búið að aflýsa öllum ferðum í apríl, maí og sjálfsagt í júní líka. Svo veit maður ekkert hvort það verði einhverjar takmarkanir á komu ferðamanna í sumar og hvort það verði þá einhver vinna þá. Þannig að ástandið er erfitt og lítur ekkert vel út,“ segir Pétur Gauti. Leiðsögumenn geta sótt um atvinnuleysisbætur en vandinn er að bæturnar eru í engum takti við tekjurnar, að sögn Péturs. Útreiknað starfshlutfall sé afar óheppileg leið, bæði vegna verkefnanna og árstímans. Pétur Gauti Valgeirsson, formaður Leiðsagnar, félags leiðsögumanna, hefur miklar áhyggjur af félagsmönnum sínum. „Atvinnuleysisbætur miða oft við síðustu mánuði og hvernig tekjurnar og vinnan var þá. Þar sem þetta gerist á þessum tíma árs, þar sem hefur lítið verið að gera yfir háveturinn, þá hafa leiðsögumenn ekki haft mikla vinnu núna. Hefði þetta gerst í október, eftir sumarvertíðina, þá hefðu allir verið með fulla vinnu og getað tekið smá högg. En núna er lítið í buddunni.“ Óttast flótta úr stéttinni Pétur Gauti segir heppilegri leiðað skoða síðasta skattaár og miða viðtekjur ársins 2019 og menn fengju hlutfall af þvísem þeir höfðu að meðaltali ílaun á mánuði það ár. Erindi og fyrirspurnir hafi verið sendar til yfirvalda, bæði Vinnumálastofnunar og stjórnmálamanna, en engin svör borist. Hann segir þungt hljóð íleiðsögumönnum, flestir séu að fánokkra tugi þúsunda í bætur og engin verkefni í sjónmáli. „Eftir síðustu kreppu var það ferðaþjónustan sem kom Íslandi út úr því og leiðsögumenn eru þar í framlínustétt. Þegar þessu linnir þá koma hingað fullt af ferðamönnum aftur og við höfum stórar áhyggjur af því að það verði engir leiðsögumenn eftir í stéttinni ef atvinnuöryggi og tryggingar eru svona. Leiðsögumenn verði bara komnir í eitthvað annað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Leiðsögumenn lenda milli skips og bryggju þegar kemur að atvinnuleysisbótum eftir að öll verkefni þeirra þurrkuðust út af borðinu upp úr miðjum mars. Pétur Gauti Valgeirsson, formaður leiðsögumannafélagsins, bendir á að þar sem leiðsögumenn eru sjaldnast fastráðnir og því enginn uppsagnarfrestur þá sé staðan grafalvarleg. „Það varð algjört tekjufall strax og svo er ekkert bjart framundan. Það er búið að aflýsa öllum ferðum í apríl, maí og sjálfsagt í júní líka. Svo veit maður ekkert hvort það verði einhverjar takmarkanir á komu ferðamanna í sumar og hvort það verði þá einhver vinna þá. Þannig að ástandið er erfitt og lítur ekkert vel út,“ segir Pétur Gauti. Leiðsögumenn geta sótt um atvinnuleysisbætur en vandinn er að bæturnar eru í engum takti við tekjurnar, að sögn Péturs. Útreiknað starfshlutfall sé afar óheppileg leið, bæði vegna verkefnanna og árstímans. Pétur Gauti Valgeirsson, formaður Leiðsagnar, félags leiðsögumanna, hefur miklar áhyggjur af félagsmönnum sínum. „Atvinnuleysisbætur miða oft við síðustu mánuði og hvernig tekjurnar og vinnan var þá. Þar sem þetta gerist á þessum tíma árs, þar sem hefur lítið verið að gera yfir háveturinn, þá hafa leiðsögumenn ekki haft mikla vinnu núna. Hefði þetta gerst í október, eftir sumarvertíðina, þá hefðu allir verið með fulla vinnu og getað tekið smá högg. En núna er lítið í buddunni.“ Óttast flótta úr stéttinni Pétur Gauti segir heppilegri leiðað skoða síðasta skattaár og miða viðtekjur ársins 2019 og menn fengju hlutfall af þvísem þeir höfðu að meðaltali ílaun á mánuði það ár. Erindi og fyrirspurnir hafi verið sendar til yfirvalda, bæði Vinnumálastofnunar og stjórnmálamanna, en engin svör borist. Hann segir þungt hljóð íleiðsögumönnum, flestir séu að fánokkra tugi þúsunda í bætur og engin verkefni í sjónmáli. „Eftir síðustu kreppu var það ferðaþjónustan sem kom Íslandi út úr því og leiðsögumenn eru þar í framlínustétt. Þegar þessu linnir þá koma hingað fullt af ferðamönnum aftur og við höfum stórar áhyggjur af því að það verði engir leiðsögumenn eftir í stéttinni ef atvinnuöryggi og tryggingar eru svona. Leiðsögumenn verði bara komnir í eitthvað annað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira