„Hlýðum Víði, þetta er dauðans alvara“ Eiður Þór Árnason skrifar 8. apríl 2020 13:28 A7 stofugangur í miðjum faraldri. Landspítali/Þorkell Eyjamaðurinn Arnar Richardsson sýktist af kórónuveirunni og var fluttur í skyndi á Landspítalann þegar hann greindist með lungnabólgu. Hann er nú á batavegi og beinir þeim skilaboðum til fólks að hlusta á tilmæli yfirvalda. Að sögn Arnars var hann búinn að vera grunlaus með einkenni sjúkdómsins í um tíu daga þegar hann loks greindist þann 22. mars síðastliðinn. „Ég er með Astma og í fyrstu var þetta bara hefðbundin hósti eins og ég er vanur að fá en 20. mars fór þetta versnandi,“ segir Arnar í Facebook-færslu þar sem hann greinir frá reynslu sinni. Eftir það varð hann töluvert veikur í sex daga með mikinn hita, mæði, mjög mikinn hósta og var algjörlega máttlaus. „Ég átti erfitt með það eitt að tala og best var að liggja útaf, þegja og reyna að sofa þetta úr sér.“ Ferða- og einangrunarhjúpur kemur í veg fyrir að Covid-19 smitaður einstaklingur smiti út frá sér þegar hann er fluttur á milli staða.VÍSIR/EINAR Á Fluttur til Reykjavíkur í einangrunarhjúp Þann 30. mars fór Arnar svo á sjúkrahús þegar hann vaknaði andstuttur og með mikla mæði. Þar voru teknar lungnamyndir sem sýndu greinilegar bólgur í báðum lungum og var hann í framhaldinu sendur með sjúkraflugi á Landspítalann. Þangað var hann fluttur í sérstökum einangrunarhjúp til þess að koma í veg fyrir að hann myndi smita sjúkraflutningamenn eða heilbrigðisstarfsfólk á meðan flutningnum stóð. „Að liggja inn á Landspítalanum á deild A7 er lífsreynsla sem maður gleymir seint. Starfsfólk þar er ekki öfundsvert að vinna í þessum aðstæðum og í öllum þessum hlífðarfatnaði.“ Þar fann Arnar greinilega fyrir því að öndunaræfingar sem væru alla jafna auðveldar viðureignar voru núna mjög erfiðar viðfangs. Arnar er kominn aftur til Eyja. Vísir/vilhelm Þakklátur heilbrigðisstarfsfólki „Eftir dvölina á A7 er mér efst í huga kærleikurinn og hugulsemin hjá sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum. Þetta fólk er einstakt, að það skuli leggja sig í hættu við það eitt að þér líði betur er ómetanlegt og hreinlega ólýsanlegt.“ Í gær var Arnar svo fluttur aftur til Vestmannaeyja og segir að heilsan sé öll að koma til. Hann vonast til þess að verða orðinn fullfrískur eftir eina til tvær vikur. Hann endar frásögn sína á skýrum skilaboðum til almennings. „PS. Hlýðum Víði, þetta er dauðans alvara.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Vestmannaeyjar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Framleiddu íslenska hönnun á einangrunarhjúp á fjórum dögum Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. 7. apríl 2020 21:30 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Eyjamaðurinn Arnar Richardsson sýktist af kórónuveirunni og var fluttur í skyndi á Landspítalann þegar hann greindist með lungnabólgu. Hann er nú á batavegi og beinir þeim skilaboðum til fólks að hlusta á tilmæli yfirvalda. Að sögn Arnars var hann búinn að vera grunlaus með einkenni sjúkdómsins í um tíu daga þegar hann loks greindist þann 22. mars síðastliðinn. „Ég er með Astma og í fyrstu var þetta bara hefðbundin hósti eins og ég er vanur að fá en 20. mars fór þetta versnandi,“ segir Arnar í Facebook-færslu þar sem hann greinir frá reynslu sinni. Eftir það varð hann töluvert veikur í sex daga með mikinn hita, mæði, mjög mikinn hósta og var algjörlega máttlaus. „Ég átti erfitt með það eitt að tala og best var að liggja útaf, þegja og reyna að sofa þetta úr sér.“ Ferða- og einangrunarhjúpur kemur í veg fyrir að Covid-19 smitaður einstaklingur smiti út frá sér þegar hann er fluttur á milli staða.VÍSIR/EINAR Á Fluttur til Reykjavíkur í einangrunarhjúp Þann 30. mars fór Arnar svo á sjúkrahús þegar hann vaknaði andstuttur og með mikla mæði. Þar voru teknar lungnamyndir sem sýndu greinilegar bólgur í báðum lungum og var hann í framhaldinu sendur með sjúkraflugi á Landspítalann. Þangað var hann fluttur í sérstökum einangrunarhjúp til þess að koma í veg fyrir að hann myndi smita sjúkraflutningamenn eða heilbrigðisstarfsfólk á meðan flutningnum stóð. „Að liggja inn á Landspítalanum á deild A7 er lífsreynsla sem maður gleymir seint. Starfsfólk þar er ekki öfundsvert að vinna í þessum aðstæðum og í öllum þessum hlífðarfatnaði.“ Þar fann Arnar greinilega fyrir því að öndunaræfingar sem væru alla jafna auðveldar viðureignar voru núna mjög erfiðar viðfangs. Arnar er kominn aftur til Eyja. Vísir/vilhelm Þakklátur heilbrigðisstarfsfólki „Eftir dvölina á A7 er mér efst í huga kærleikurinn og hugulsemin hjá sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum. Þetta fólk er einstakt, að það skuli leggja sig í hættu við það eitt að þér líði betur er ómetanlegt og hreinlega ólýsanlegt.“ Í gær var Arnar svo fluttur aftur til Vestmannaeyja og segir að heilsan sé öll að koma til. Hann vonast til þess að verða orðinn fullfrískur eftir eina til tvær vikur. Hann endar frásögn sína á skýrum skilaboðum til almennings. „PS. Hlýðum Víði, þetta er dauðans alvara.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Vestmannaeyjar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Framleiddu íslenska hönnun á einangrunarhjúp á fjórum dögum Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. 7. apríl 2020 21:30 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Framleiddu íslenska hönnun á einangrunarhjúp á fjórum dögum Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. 7. apríl 2020 21:30