„Hlýðum Víði, þetta er dauðans alvara“ Eiður Þór Árnason skrifar 8. apríl 2020 13:28 A7 stofugangur í miðjum faraldri. Landspítali/Þorkell Eyjamaðurinn Arnar Richardsson sýktist af kórónuveirunni og var fluttur í skyndi á Landspítalann þegar hann greindist með lungnabólgu. Hann er nú á batavegi og beinir þeim skilaboðum til fólks að hlusta á tilmæli yfirvalda. Að sögn Arnars var hann búinn að vera grunlaus með einkenni sjúkdómsins í um tíu daga þegar hann loks greindist þann 22. mars síðastliðinn. „Ég er með Astma og í fyrstu var þetta bara hefðbundin hósti eins og ég er vanur að fá en 20. mars fór þetta versnandi,“ segir Arnar í Facebook-færslu þar sem hann greinir frá reynslu sinni. Eftir það varð hann töluvert veikur í sex daga með mikinn hita, mæði, mjög mikinn hósta og var algjörlega máttlaus. „Ég átti erfitt með það eitt að tala og best var að liggja útaf, þegja og reyna að sofa þetta úr sér.“ Ferða- og einangrunarhjúpur kemur í veg fyrir að Covid-19 smitaður einstaklingur smiti út frá sér þegar hann er fluttur á milli staða.VÍSIR/EINAR Á Fluttur til Reykjavíkur í einangrunarhjúp Þann 30. mars fór Arnar svo á sjúkrahús þegar hann vaknaði andstuttur og með mikla mæði. Þar voru teknar lungnamyndir sem sýndu greinilegar bólgur í báðum lungum og var hann í framhaldinu sendur með sjúkraflugi á Landspítalann. Þangað var hann fluttur í sérstökum einangrunarhjúp til þess að koma í veg fyrir að hann myndi smita sjúkraflutningamenn eða heilbrigðisstarfsfólk á meðan flutningnum stóð. „Að liggja inn á Landspítalanum á deild A7 er lífsreynsla sem maður gleymir seint. Starfsfólk þar er ekki öfundsvert að vinna í þessum aðstæðum og í öllum þessum hlífðarfatnaði.“ Þar fann Arnar greinilega fyrir því að öndunaræfingar sem væru alla jafna auðveldar viðureignar voru núna mjög erfiðar viðfangs. Arnar er kominn aftur til Eyja. Vísir/vilhelm Þakklátur heilbrigðisstarfsfólki „Eftir dvölina á A7 er mér efst í huga kærleikurinn og hugulsemin hjá sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum. Þetta fólk er einstakt, að það skuli leggja sig í hættu við það eitt að þér líði betur er ómetanlegt og hreinlega ólýsanlegt.“ Í gær var Arnar svo fluttur aftur til Vestmannaeyja og segir að heilsan sé öll að koma til. Hann vonast til þess að verða orðinn fullfrískur eftir eina til tvær vikur. Hann endar frásögn sína á skýrum skilaboðum til almennings. „PS. Hlýðum Víði, þetta er dauðans alvara.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Vestmannaeyjar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Framleiddu íslenska hönnun á einangrunarhjúp á fjórum dögum Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. 7. apríl 2020 21:30 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Eyjamaðurinn Arnar Richardsson sýktist af kórónuveirunni og var fluttur í skyndi á Landspítalann þegar hann greindist með lungnabólgu. Hann er nú á batavegi og beinir þeim skilaboðum til fólks að hlusta á tilmæli yfirvalda. Að sögn Arnars var hann búinn að vera grunlaus með einkenni sjúkdómsins í um tíu daga þegar hann loks greindist þann 22. mars síðastliðinn. „Ég er með Astma og í fyrstu var þetta bara hefðbundin hósti eins og ég er vanur að fá en 20. mars fór þetta versnandi,“ segir Arnar í Facebook-færslu þar sem hann greinir frá reynslu sinni. Eftir það varð hann töluvert veikur í sex daga með mikinn hita, mæði, mjög mikinn hósta og var algjörlega máttlaus. „Ég átti erfitt með það eitt að tala og best var að liggja útaf, þegja og reyna að sofa þetta úr sér.“ Ferða- og einangrunarhjúpur kemur í veg fyrir að Covid-19 smitaður einstaklingur smiti út frá sér þegar hann er fluttur á milli staða.VÍSIR/EINAR Á Fluttur til Reykjavíkur í einangrunarhjúp Þann 30. mars fór Arnar svo á sjúkrahús þegar hann vaknaði andstuttur og með mikla mæði. Þar voru teknar lungnamyndir sem sýndu greinilegar bólgur í báðum lungum og var hann í framhaldinu sendur með sjúkraflugi á Landspítalann. Þangað var hann fluttur í sérstökum einangrunarhjúp til þess að koma í veg fyrir að hann myndi smita sjúkraflutningamenn eða heilbrigðisstarfsfólk á meðan flutningnum stóð. „Að liggja inn á Landspítalanum á deild A7 er lífsreynsla sem maður gleymir seint. Starfsfólk þar er ekki öfundsvert að vinna í þessum aðstæðum og í öllum þessum hlífðarfatnaði.“ Þar fann Arnar greinilega fyrir því að öndunaræfingar sem væru alla jafna auðveldar viðureignar voru núna mjög erfiðar viðfangs. Arnar er kominn aftur til Eyja. Vísir/vilhelm Þakklátur heilbrigðisstarfsfólki „Eftir dvölina á A7 er mér efst í huga kærleikurinn og hugulsemin hjá sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum. Þetta fólk er einstakt, að það skuli leggja sig í hættu við það eitt að þér líði betur er ómetanlegt og hreinlega ólýsanlegt.“ Í gær var Arnar svo fluttur aftur til Vestmannaeyja og segir að heilsan sé öll að koma til. Hann vonast til þess að verða orðinn fullfrískur eftir eina til tvær vikur. Hann endar frásögn sína á skýrum skilaboðum til almennings. „PS. Hlýðum Víði, þetta er dauðans alvara.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Vestmannaeyjar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Framleiddu íslenska hönnun á einangrunarhjúp á fjórum dögum Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. 7. apríl 2020 21:30 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Framleiddu íslenska hönnun á einangrunarhjúp á fjórum dögum Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. 7. apríl 2020 21:30
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent