Fólk hefur setið fast í bílum frá miðnætti og hægt gengur að ná til þeirra vegna ófærðar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. apríl 2020 11:44 Aftakaveður er og hefur verið á landinu. Appelsínugul viðvörun er í gildi á öllu landinu nema á Höfuðborgarsvæðinu þar sem viðvörun er gul. LANDSBJÖRG Aftakaveður var á suðurhluta landsins í gærkvöld og nótt. Bílar hafa setið fastir þar síðan á miðnætti en hægt gengur að ná til þeirra. Vonskuveður er á landinu í dag og ófært víða um land. Fyrstu útköll bárust björgunarsveitum á Suðurlandi um klukkan 20 í gærkvöld. Aftakaveður er á svæðinu og hafa björgunarsveitir þar sinnt um 30 verkefnum. Flest verkefni snéru að ófærð og föstum ökumönnum. Þungfært er á svæðinu og þurfa björgunarsveitir að notast við snjóbíla á beltum. „Innanbæjar á Selfossi er mjög ófært og í kringum allt Suðurland. Eins og staðan er núna erum við með björgunarsveitir að hjálpa heilbrigðisstarfsfólki að komast til starfa. Skutla þeim heim og frá vinnu,“ sagði Viðar Arason, hjá aðgerðarstjórn björgunarsveita á Suðurlandi. Aftakaveður var á suðurhluta landsins í gærkvöld í nótt og hafa björgunarsveitir þar sinnt um 30 verkefnum.LANDSBJÖRG Appelsínugul viðvörun er í gildi á öllu landinu nema á Höfuðborgarsvæðinu þar sem viðvörun er gul. Norðaustan stormur gengur yfir landið og mikil snjókoma víða. Ekkert ferðaveður er á landinu og mikið um vegalokanir. „Það er að bæta í vindinn eins og staðan er núna þannig við erum líka að sjá eitthvað af foktjónum en það er bara mjög ófært og erfitt að komast að sumum af þessum stöðum sem verið er að boða okkur í. Við erum líka búin að vera að fá símtöl núna síðustu klukkustundirnar af fólki sem er búið að vera fast í bílum, sumir eru búnir að vera fastir síðan á miðnætti í gærkvöldi og við erum að vinna í að komast að þeim það gengur hægt en við erum að ná til þeirra. Þessu fólki verður síðan skutlað til byggða, það væsir ekkert um það bílar eru enn í gangi,“ sagði Viðar. Hann minnir fólk á að hlýða Víði og ferðast innandyra en ekki innanlands um páskana. „Eins og staðan er núna er engin glóra í því að vera að fara út fólk ætti bara að halda sig innandyra. Muna líka bara að páskarnir verða eflaust líka svona. Hvort það verði gott veður um páskana eða ekki. Halda sig heima og vera ekki að þvælast að óþörfu,“ sagði Viðar. Fyrstu útköll bárust björgunarsveitum á Suðurlandi um klukkan 20 í gærkvöld.LANDSBJÖRG Veður Björgunarsveitir Samgöngur Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira
Aftakaveður var á suðurhluta landsins í gærkvöld og nótt. Bílar hafa setið fastir þar síðan á miðnætti en hægt gengur að ná til þeirra. Vonskuveður er á landinu í dag og ófært víða um land. Fyrstu útköll bárust björgunarsveitum á Suðurlandi um klukkan 20 í gærkvöld. Aftakaveður er á svæðinu og hafa björgunarsveitir þar sinnt um 30 verkefnum. Flest verkefni snéru að ófærð og föstum ökumönnum. Þungfært er á svæðinu og þurfa björgunarsveitir að notast við snjóbíla á beltum. „Innanbæjar á Selfossi er mjög ófært og í kringum allt Suðurland. Eins og staðan er núna erum við með björgunarsveitir að hjálpa heilbrigðisstarfsfólki að komast til starfa. Skutla þeim heim og frá vinnu,“ sagði Viðar Arason, hjá aðgerðarstjórn björgunarsveita á Suðurlandi. Aftakaveður var á suðurhluta landsins í gærkvöld í nótt og hafa björgunarsveitir þar sinnt um 30 verkefnum.LANDSBJÖRG Appelsínugul viðvörun er í gildi á öllu landinu nema á Höfuðborgarsvæðinu þar sem viðvörun er gul. Norðaustan stormur gengur yfir landið og mikil snjókoma víða. Ekkert ferðaveður er á landinu og mikið um vegalokanir. „Það er að bæta í vindinn eins og staðan er núna þannig við erum líka að sjá eitthvað af foktjónum en það er bara mjög ófært og erfitt að komast að sumum af þessum stöðum sem verið er að boða okkur í. Við erum líka búin að vera að fá símtöl núna síðustu klukkustundirnar af fólki sem er búið að vera fast í bílum, sumir eru búnir að vera fastir síðan á miðnætti í gærkvöldi og við erum að vinna í að komast að þeim það gengur hægt en við erum að ná til þeirra. Þessu fólki verður síðan skutlað til byggða, það væsir ekkert um það bílar eru enn í gangi,“ sagði Viðar. Hann minnir fólk á að hlýða Víði og ferðast innandyra en ekki innanlands um páskana. „Eins og staðan er núna er engin glóra í því að vera að fara út fólk ætti bara að halda sig innandyra. Muna líka bara að páskarnir verða eflaust líka svona. Hvort það verði gott veður um páskana eða ekki. Halda sig heima og vera ekki að þvælast að óþörfu,“ sagði Viðar. Fyrstu útköll bárust björgunarsveitum á Suðurlandi um klukkan 20 í gærkvöld.LANDSBJÖRG
Veður Björgunarsveitir Samgöngur Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira