Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. maí 2020 23:23 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Ahmaud Arbery. Samsett/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir morðið á Ahmaud Arbery, svörtum manni sem skotinn var til bana er hann var úti að hlaupa í Georgíríki í febrúar, „óhugnanlegt“. Þá kvaðst hann treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. Saksóknarar í Georgíu ákærðu í dag feðgana Gregory McMichael og Travis McMichael fyrir morðið á Arbery. Haft hefur verið eftir feðgunum í lögregluskýrslu að Arbery, sem var úti að hlaupa umræddan dag í febrúar, hafi svipað til manns sem grunaður var um aðild að innbrotum á svæðinu. Feðgarnir hafi því ákveðið að vopnbúast, stíga upp í bíl og veita Arbery eftirför. Eftirförinni lauk með því að Arbery var skotinn til bana. Hann var óvopnaður. Feðgarnir báru fyrir sig lögum um borgaralega handtöku og sjálfsvörn og voru hvorki handteknir né ákærðir fyrir aðild að málinu. Myndband, sem sagt er af atvikinu, var loks birt á netinu á þriðjudag. Mikil reiði braust út í Georgíu og víðar í Bandaríkjunum - og í kjölfarið fóru hjólin að snúast hjá yfirvöldum. Embætti ríkislögreglustjóra í Georgíu tók yfir rannsókn málsins og McMichael-feðgarnir voru handteknir. Trump ræddi málið í sjónvarpsþættinum Fox and Friends í dag og kallaði það „óhugnanlegt“. Þá kvaðst hann fullviss um að yfirvöld færu rétt með rannsókn málsins og sendi fjölskyldu Arbery jafnframt samúðarkveðjur. „Ég skoðaði mynd af þessum unga manni. Hann var í smóking. […] Hann lítur út fyrir að vera mjög góður, ungur maður,“ sagði Trump. Þá kvaðst hann hafa horft á myndbandið sem sagt er sýna morðið á Arbery og lýsti því einnig sem „óhugnanlegu“. Inntur eftir viðbrögðum við því að gjörðir feðganna væru ef til vill byggðar á kynþáttafordómum sagði Trump: „Það að réttlætinu verði framfylgt leysir þann vanda. Aftur, þetta er í höndum ríkisstjórans og ég er viss um að hann breyti rétt. Þetta gæti verið eitthvað sem við sáum ekki á myndbandinu.“ Arbery hefði fagnað 26 ára afmæli sínu í dag, hefði hann lifað. Efnt hefur verið til fjöldafunda vegna málsins í Georgíuríki og Flórída í dag. Þá hefur myllumerkinu #IRunWithMaud, eða #ÉgHleypMeðMaud verið hleypt af stokkunum, þar sem skokkarar um allan heim eru hvattir til að hlaupa 2,23 mílur, eða um 3,6 kílómetra, í minningu um dánardag Arberys, 23. febrúar. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:15 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir morðið á Ahmaud Arbery, svörtum manni sem skotinn var til bana er hann var úti að hlaupa í Georgíríki í febrúar, „óhugnanlegt“. Þá kvaðst hann treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. Saksóknarar í Georgíu ákærðu í dag feðgana Gregory McMichael og Travis McMichael fyrir morðið á Arbery. Haft hefur verið eftir feðgunum í lögregluskýrslu að Arbery, sem var úti að hlaupa umræddan dag í febrúar, hafi svipað til manns sem grunaður var um aðild að innbrotum á svæðinu. Feðgarnir hafi því ákveðið að vopnbúast, stíga upp í bíl og veita Arbery eftirför. Eftirförinni lauk með því að Arbery var skotinn til bana. Hann var óvopnaður. Feðgarnir báru fyrir sig lögum um borgaralega handtöku og sjálfsvörn og voru hvorki handteknir né ákærðir fyrir aðild að málinu. Myndband, sem sagt er af atvikinu, var loks birt á netinu á þriðjudag. Mikil reiði braust út í Georgíu og víðar í Bandaríkjunum - og í kjölfarið fóru hjólin að snúast hjá yfirvöldum. Embætti ríkislögreglustjóra í Georgíu tók yfir rannsókn málsins og McMichael-feðgarnir voru handteknir. Trump ræddi málið í sjónvarpsþættinum Fox and Friends í dag og kallaði það „óhugnanlegt“. Þá kvaðst hann fullviss um að yfirvöld færu rétt með rannsókn málsins og sendi fjölskyldu Arbery jafnframt samúðarkveðjur. „Ég skoðaði mynd af þessum unga manni. Hann var í smóking. […] Hann lítur út fyrir að vera mjög góður, ungur maður,“ sagði Trump. Þá kvaðst hann hafa horft á myndbandið sem sagt er sýna morðið á Arbery og lýsti því einnig sem „óhugnanlegu“. Inntur eftir viðbrögðum við því að gjörðir feðganna væru ef til vill byggðar á kynþáttafordómum sagði Trump: „Það að réttlætinu verði framfylgt leysir þann vanda. Aftur, þetta er í höndum ríkisstjórans og ég er viss um að hann breyti rétt. Þetta gæti verið eitthvað sem við sáum ekki á myndbandinu.“ Arbery hefði fagnað 26 ára afmæli sínu í dag, hefði hann lifað. Efnt hefur verið til fjöldafunda vegna málsins í Georgíuríki og Flórída í dag. Þá hefur myllumerkinu #IRunWithMaud, eða #ÉgHleypMeðMaud verið hleypt af stokkunum, þar sem skokkarar um allan heim eru hvattir til að hlaupa 2,23 mílur, eða um 3,6 kílómetra, í minningu um dánardag Arberys, 23. febrúar.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:15 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49
Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:15