Með velferð barna að vopni Karen Nordquist Ragnarsdóttir skrifar 8. maí 2020 08:30 Sem nemandi 10. bekkjar í Kársnesskóla í Kópavogi hef ég verið í fjarnámi í tvo mánuði sökum verkfalla og kórónuveirunnar. Mér hefur gengið sæmilega að aðlagast ástandinu en það á ekki við alla. Ég bý að því að hafa stundað fjarnámsáfanga við Verzlunarskóla Íslands síðustu tvær annir og það hefur án efa hjálpað mér við að skipuleggja mig. Ég er þó orðin leið á þessu ástandi og mig langar að komast aftur í skólann, hitta félaga og kennara og ljúka síðasta árinu mínu í grunnskóla með sóma. Kórónuveiran er sem betur fer á undanhaldi og skólahald að komast í eðlilegt horf á flestum stöðum. Þó ekki hjá þeim sveitafélögum sem hafa ekki náð samningum við Eflingu. Það er óásættanlegt að Efling og sveitarfélögin Kópavogur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Ölfus séu ekki búin að semja. Það eru komnir næstum tveir mánuðir síðan félagsmenn Eflingar fóru fyrst í verkfall og stóð það í tvær vikur. Þar af leiðandi hafa samningsaðilar haft nægan tíma til að funda þrátt fyrir að kórónuveiran hafi lamað samfélagið um stund. Til þess hefði mátt nota ýmis tæki og fjarfundarbúnað. Langt hefur verið á milli funda og virka samningsaðilar tregir til sátta þar sem fáir fundir hafa verið haldnir og þeir varað stutt í einu. Grunnskólanemendur búa við misjafnar aðstæður og fyrir suma er erfitt að fá viðunandi aðstoð heima fyrir við námið. Námsefni hefur verið fellt niður sem leiðir til þess að við erum ekki jafn vel undirbúin fyrir komandi nám í framhaldsskólum. Yngri börn hafa ekki kost á því að stunda fjarnám. Þau hafa nú þegar misst talsvert úr yfirferð kennsluefnis annarinnar sem mun án efa bitna á nemendum og kennurum á komandi vikum. Það er vert að taka fram að kennarar eiga mikið hrós skilið fyrir sína vinnu á þessum tímum fyrir að reyna að koma til móts við nemendur af bestu getu. Að þessu viðbættu hafa stjórnvöld gefið það út að heimilisofbeldi hefur aukist á undanförnum mánuðum og er það skelfileg staðreynd. Skólinn getur verið griðastaður fyrir marga, sérstaklega fyrir börn sem upplifa andlegt eða líkamlegt ofbeldi eða búa við fátækt. Að lokum er hagkerfið á hliðinni, mörg fyrirtæki á leiðinni í þrot og mörg þúsund manns hafa misst vinnuna. Mikilvægt er að standa saman í gegnum þessa erfiðu tíma og sýna gott fordæmi. Ég skora því á samningsaðila að semja hið snarasta og enda þetta verkfall. Höfundur er grunnskólanemi og ritari Týs, félags ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sem nemandi 10. bekkjar í Kársnesskóla í Kópavogi hef ég verið í fjarnámi í tvo mánuði sökum verkfalla og kórónuveirunnar. Mér hefur gengið sæmilega að aðlagast ástandinu en það á ekki við alla. Ég bý að því að hafa stundað fjarnámsáfanga við Verzlunarskóla Íslands síðustu tvær annir og það hefur án efa hjálpað mér við að skipuleggja mig. Ég er þó orðin leið á þessu ástandi og mig langar að komast aftur í skólann, hitta félaga og kennara og ljúka síðasta árinu mínu í grunnskóla með sóma. Kórónuveiran er sem betur fer á undanhaldi og skólahald að komast í eðlilegt horf á flestum stöðum. Þó ekki hjá þeim sveitafélögum sem hafa ekki náð samningum við Eflingu. Það er óásættanlegt að Efling og sveitarfélögin Kópavogur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Ölfus séu ekki búin að semja. Það eru komnir næstum tveir mánuðir síðan félagsmenn Eflingar fóru fyrst í verkfall og stóð það í tvær vikur. Þar af leiðandi hafa samningsaðilar haft nægan tíma til að funda þrátt fyrir að kórónuveiran hafi lamað samfélagið um stund. Til þess hefði mátt nota ýmis tæki og fjarfundarbúnað. Langt hefur verið á milli funda og virka samningsaðilar tregir til sátta þar sem fáir fundir hafa verið haldnir og þeir varað stutt í einu. Grunnskólanemendur búa við misjafnar aðstæður og fyrir suma er erfitt að fá viðunandi aðstoð heima fyrir við námið. Námsefni hefur verið fellt niður sem leiðir til þess að við erum ekki jafn vel undirbúin fyrir komandi nám í framhaldsskólum. Yngri börn hafa ekki kost á því að stunda fjarnám. Þau hafa nú þegar misst talsvert úr yfirferð kennsluefnis annarinnar sem mun án efa bitna á nemendum og kennurum á komandi vikum. Það er vert að taka fram að kennarar eiga mikið hrós skilið fyrir sína vinnu á þessum tímum fyrir að reyna að koma til móts við nemendur af bestu getu. Að þessu viðbættu hafa stjórnvöld gefið það út að heimilisofbeldi hefur aukist á undanförnum mánuðum og er það skelfileg staðreynd. Skólinn getur verið griðastaður fyrir marga, sérstaklega fyrir börn sem upplifa andlegt eða líkamlegt ofbeldi eða búa við fátækt. Að lokum er hagkerfið á hliðinni, mörg fyrirtæki á leiðinni í þrot og mörg þúsund manns hafa misst vinnuna. Mikilvægt er að standa saman í gegnum þessa erfiðu tíma og sýna gott fordæmi. Ég skora því á samningsaðila að semja hið snarasta og enda þetta verkfall. Höfundur er grunnskólanemi og ritari Týs, félags ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun