„Góðhjartaður“ þjófur hringdi í móður eftir að hann stal ösku sonar hennar Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2019 20:10 Foreldrar Dennis Bebnarz vildu dreifa ösku hans á björtum og hlýjum stað. Kýpur varð fyrir valinu. Vísir/GETTY Þjófur sem rændi ösku 19 ára manns úr bíl á Kýpur, hringdi grátandi í móður mannsins í gærkvöldi. Hann baðst ítrekað afsökunar og sagði henni hvar hægt væri að finna öskuna. Lögreglan fann öskuna og eru þrír í haldi vegna þjófnaðarins. Foreldrar Dennis Bebnarz, sem var 19 ára þegar hann dó á þessu ári, vildu dreifa ösku hans á Kýpur og flugu þangað frá Svíþjóð í síðustu viku. Aska Bebnarz var í bakpoka í bíl þeirra en henni var stolið á meðan þau voru að borða. Eftir nokkurra daga leit flugu hjónin til Póllands í gær. Þjófurinn hringdi þó í gærkvöldi í Kinga Begnarz, móður unga mannsins, og sagði henni hvar hægt væri að finna öskuna. Hún segir þjófinn hafa verið grátandi þegar hann hringdi og hann hafi beðist afsökunar á því að hafa valdið henni og fjölskyldunni skaða. Í samtali við blaðamann BBC sagði Kinga að hún hefði verið miður sín þegar hún fór frá Kýpur í gær og óttaðist að ösku hans hafi verið hent í ruslið einhversstaðar.Áður en þau fóru biðluðu þau hjón til þjófsins eða þjófanna í gegnum fjölmiðla og báðu þá um að skila öskunni. Það virðist hafa skilað árangri þar sem þjófurinn hringdi í hana í gærkvöldi. Kinga segist ekki reið þjófinnum. Þess í stað vonist hún til þess að hann noti tækifærið til að breyta lífi sínu til hins betra. „Hann hefur mennskar tilfinningar og er góðhjartaður,“ sagði hún. Lögreglan á Kýpur segir þrjá í haldi vegna málsins og að þau standi frammi fyrir ákærum sem snúa að þjófnaði og skemmdarverkum. Kinga segir þau ætla að fljúga aftur til Kýpur á morgun og klára að dreifa ösku sonar þeirra. Fyrst þurfi þau þó að jafna sig aðeins. „Ég hef ekki sofið frá því á föstudaginn,“ sagði Kinga. Kýpur Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Þjófur sem rændi ösku 19 ára manns úr bíl á Kýpur, hringdi grátandi í móður mannsins í gærkvöldi. Hann baðst ítrekað afsökunar og sagði henni hvar hægt væri að finna öskuna. Lögreglan fann öskuna og eru þrír í haldi vegna þjófnaðarins. Foreldrar Dennis Bebnarz, sem var 19 ára þegar hann dó á þessu ári, vildu dreifa ösku hans á Kýpur og flugu þangað frá Svíþjóð í síðustu viku. Aska Bebnarz var í bakpoka í bíl þeirra en henni var stolið á meðan þau voru að borða. Eftir nokkurra daga leit flugu hjónin til Póllands í gær. Þjófurinn hringdi þó í gærkvöldi í Kinga Begnarz, móður unga mannsins, og sagði henni hvar hægt væri að finna öskuna. Hún segir þjófinn hafa verið grátandi þegar hann hringdi og hann hafi beðist afsökunar á því að hafa valdið henni og fjölskyldunni skaða. Í samtali við blaðamann BBC sagði Kinga að hún hefði verið miður sín þegar hún fór frá Kýpur í gær og óttaðist að ösku hans hafi verið hent í ruslið einhversstaðar.Áður en þau fóru biðluðu þau hjón til þjófsins eða þjófanna í gegnum fjölmiðla og báðu þá um að skila öskunni. Það virðist hafa skilað árangri þar sem þjófurinn hringdi í hana í gærkvöldi. Kinga segist ekki reið þjófinnum. Þess í stað vonist hún til þess að hann noti tækifærið til að breyta lífi sínu til hins betra. „Hann hefur mennskar tilfinningar og er góðhjartaður,“ sagði hún. Lögreglan á Kýpur segir þrjá í haldi vegna málsins og að þau standi frammi fyrir ákærum sem snúa að þjófnaði og skemmdarverkum. Kinga segir þau ætla að fljúga aftur til Kýpur á morgun og klára að dreifa ösku sonar þeirra. Fyrst þurfi þau þó að jafna sig aðeins. „Ég hef ekki sofið frá því á föstudaginn,“ sagði Kinga.
Kýpur Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira