Veður

Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Enn er erfitt að slá nokkru föstu en líkönin eru byrjuð að keyra.
Enn er erfitt að slá nokkru föstu en líkönin eru byrjuð að keyra. VÍSIR/VILHELM

Veðurlíkönin benda til þess að kólnað gæti í veðri eftir því sem líður á gamlársdag. Útlit er fyrir sæmilega milt veður fram að því en takmarkað er það enn sem hægt er að slá föstu.

Birgir Örn Höskuldsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir enn of mikla óvissu ríkja yfir veðrinu um áramótin og að almennt sé lítið hægt að segja af viti um veður sex daga fram í tíma.

Þó segi síðustu tvær keyrslur líkananna að það verði sæmilega milt framan af degi á gamlársdag en kólni þegar líður á kvöldið.

Kuldaskil ganga yfir í nótt en þó má búast við mildu veðri áfram að sögn Birgis. Þessi óvenjulegi jólahiti kveður og við tekur aðeins vanalegra, ef svo má að orði komast, desemberveður.

Hvergi sé mikilli úrkomu spáð né aftakaroki og almennt megi búast við rólegu veðri fram að áramótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×