Framsóknarfjölmiðlun Starri Reynisson skrifar 13. desember 2019 12:45 Það er ekki hægt að leggja nógu mikla áherslu á það hversu miklu máli blómlegt og lifandi fjölmiðlaumhverfi skiptir samfélagið. Við hljótum öll að geta verið sammála um það. Því dettur mér ekki í hug að draga í efa að það búi eingöngu góður ásetningur að baki fjölmiðlafrumvarpi Lilju Alfreðsdóttur. Þá ber samt að hafa í huga að vegurinn til glötunar er gjarnan varðaður góðum ásetningi. Tillaga Lilju gengur fyrst og fremst út á að þeir fjölmiðlar sem mæta ákveðnum skilyrðum geti fengið beinan ríkisstyrk fyrir allt að 18% af ritstjórnarkostnaði. Skilyrðin sem fjölmiðlar þurfa að mæta henta einna best stærri miðlum sem þurfa ekki endilega á stuðningnum að halda. Þá yrði skipuð nefnd sem hefði það hlutverk að fara yfir styrkumsóknir og meta hvaða fjölmiðlar ættu að fá styrk. Þetta kemur beint úr handbók Framsóknarflokksins um hvernig skuli styðja við þjóðhagslega mikilvægar iðngreinar. Það á að heimfæra landbúnaðarstyrkjakerfi Framsóknarflokksins yfir á fjölmiðlamarkaðinn. Í stað þess að ýta undir aðlögun fjölmiðla að breyttum aðstæðum á markaði á að hjálpa þeim, og jafnvel verðlauna þá fyrir, að viðhalda úreltu rekstrarformi með því að nota ríkisfé til að mæta tapi þeirra. Það er enn eina ferðina verið að skrúfa frá krana sem liggur beint inn í ríkissjóð, en reynslan sýnir okkur að strax og það er búið og gert er nær ómögulegt að skrúfa fyrir aftur. Enn fremur yrði þetta fyrirkomulag til þess að langflestir fjölmiðlar landsins yrðu háðir stuðningi ríkisins til lengri tíma. Það er ekki heilbrigt, sér í lagi þar sem fordæmi eru fyrir því að íslenskir stjórnmálamenn veitist að fjölmiðlum þegar þeim mislíkar efnistök og fréttaflutningur þeirra. Þannig gæti þessi nálgun dregið talsvert úr getu fjölmiðla til að gagnrýna bæði ríkisvaldið og pólitíska valdhafa hvers tíma.Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Starri Reynisson Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Það er ekki hægt að leggja nógu mikla áherslu á það hversu miklu máli blómlegt og lifandi fjölmiðlaumhverfi skiptir samfélagið. Við hljótum öll að geta verið sammála um það. Því dettur mér ekki í hug að draga í efa að það búi eingöngu góður ásetningur að baki fjölmiðlafrumvarpi Lilju Alfreðsdóttur. Þá ber samt að hafa í huga að vegurinn til glötunar er gjarnan varðaður góðum ásetningi. Tillaga Lilju gengur fyrst og fremst út á að þeir fjölmiðlar sem mæta ákveðnum skilyrðum geti fengið beinan ríkisstyrk fyrir allt að 18% af ritstjórnarkostnaði. Skilyrðin sem fjölmiðlar þurfa að mæta henta einna best stærri miðlum sem þurfa ekki endilega á stuðningnum að halda. Þá yrði skipuð nefnd sem hefði það hlutverk að fara yfir styrkumsóknir og meta hvaða fjölmiðlar ættu að fá styrk. Þetta kemur beint úr handbók Framsóknarflokksins um hvernig skuli styðja við þjóðhagslega mikilvægar iðngreinar. Það á að heimfæra landbúnaðarstyrkjakerfi Framsóknarflokksins yfir á fjölmiðlamarkaðinn. Í stað þess að ýta undir aðlögun fjölmiðla að breyttum aðstæðum á markaði á að hjálpa þeim, og jafnvel verðlauna þá fyrir, að viðhalda úreltu rekstrarformi með því að nota ríkisfé til að mæta tapi þeirra. Það er enn eina ferðina verið að skrúfa frá krana sem liggur beint inn í ríkissjóð, en reynslan sýnir okkur að strax og það er búið og gert er nær ómögulegt að skrúfa fyrir aftur. Enn fremur yrði þetta fyrirkomulag til þess að langflestir fjölmiðlar landsins yrðu háðir stuðningi ríkisins til lengri tíma. Það er ekki heilbrigt, sér í lagi þar sem fordæmi eru fyrir því að íslenskir stjórnmálamenn veitist að fjölmiðlum þegar þeim mislíkar efnistök og fréttaflutningur þeirra. Þannig gæti þessi nálgun dregið talsvert úr getu fjölmiðla til að gagnrýna bæði ríkisvaldið og pólitíska valdhafa hvers tíma.Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar